Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 42
42 15. nóvember 2019 Tímavélin Þ etta er óhugnanlegt mál ef rétt reynist. Fólk sem þekk- ir til þessa heims er mjög slegið yfir þessu. Þetta er ekki bara vont fyrir þá sem starfa að heilun og þerapíu heldur hef- ur líka verið hringt til að spyrjast fyrir um þá sem vinna á ljósastof- um og þvíumlíku.“ Á þessa leið hófst umfjöllun Helgarpóstsins þann 19. október árið 1995 um þekktan, íslenskan læknamiðil sem tvær konur kærðu til Rann- sóknarlögreglu fyrir að beita þær grófu kynferðisofbeldi í valdi stöðu sinnar sem læknamiðill. Þeir sem eru ekki kunnugir starfi læknamiðla er því best lýst sem miðli sem tengir saman sjúklinga í raunheimi og lækna úr öðrum heimum, með það að leiðarljósi að lifandi sjúklingar fái bót sinna meina. Lá undir grun Helgarpósturinn nafngreindi ekki manninn, en honum var lýst sem rúmlega fertugum lækna- miðli sem búsettur væri á höfuð- borgarsvæðinu. Spjótin beindust þá að Erlingi Kristinssyni, lands- þekktum læknamiðli og vinsæl- um á þessum tíma. Hann var hins vegar blásaklaus. Í viðtali við Helgarpóstinn sagði hann mál- ið hafa haft mikil og erfið áhrif á hans fjölskyldulíf, auk starfa hans sem læknamiðill. „Maður er hálfsjokkeraður eft- ir þessa frétt. Burtséð frá því hve illa hún kemur niður á lækna- miðlum almennt eru ekki margir rúmlega fertugir læknamiðl- ar búsettir á höfuðborgarsvæð- inu, – hvað þá margir þekktir. Kæra á nafnlausan rúmlega fer- tugan læknamiðil fyrir kynferðis- lega áreitni kemur því eðlilega illa við mig og fjölskyldu mína. Fólk fer að ímynda sér allskyns hluti,“ sagði hann við Helgarpóstinn. Þá hafði Erling starfað í faginu í ell- efu ár, með prófgráðu úr virtum heilunarskóla í Bretlandi. Vegna námsins sagðist hann ávallt fara yfir siðareglur sem kenndar eru í Bretlandi. „Líkt og fyrir hefðbundnum læknum var brýnt fyrir mér sem nemanda í heilunarfræðum á Bretlandi að halda trúnað við sjúklinga. Mjög strangar reglur eru um það til dæmis að karlkyns læknamiðill sé aldrei einn þegar hann meðhöndlar kvenkyns sjúk- ling.“ Vafasamur rúmasölumaður Þegar Helgarpósturinn grennsl- aðist frekar um læknamiðilinn kom ýmislegt upp á yfirborðið. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins úr dulspekiheiminum var honum lýst sem fúskara sem hefði orðið „læknamiðill á einni nóttu“. Mikið fór að bera á hon- um í nýaldarkreðsunni snemma árs 1995 og efaðist fólk innan kreðsunnar um miðilshæfileika hans. Þegar maðurinn var kærð- ur var innan við ár síðan hann starfaði sem formaður sálar- rannsóknarfélags úti á landi, en staldraði stutt við þar því hon- um lynti ekki við félagsmenn. Þá hermdu heimildir Helgarpósts- ins að „óþægilegt ástarmál“ hefði einnig leikið stórt hlutverk. Auk þess fullyrti Helgarpósturinn að maðurinn hefði skilið eftir sig sviðna jörð í viðskiptalífinu áður en hann sneri sér að læknamiðl- un. Var hann sagður einn þekkt- asti rúmasölumaður landsins, þó ekki af góðu einu. Hann var þekktur fyrir að biðja konur um að leggjast við hliðina á sér í rúm- um og talaði um hve gott væri að stunda kynlíf í rúmunum. Þá rak hann einnig fiskbúð og pylsuvagn svo dæmi séu tekin. Í tímaritsvið- tali sem birtist um það leyti sem hann sneri sér að dulspekinni hafði hann þetta að segja um for- tíðina: „Í hinum veraldlega heimi er ég búinn að tapa miklu, það er búið að svíkja mig, en mér er orðið alveg sama. Ég bið bara fyr- ir fólkinu, þetta skiptir mig engu máli því ég er að hefja nýtt líf.“ „Ég vil bara að Einar fái að hvíla í friði“ Þessi tiltekni læknamiðill hafði oft orð á því að Einar Jónsson á Einarsstöðum, einn virtasti mið- ill Íslands fyrr og síðar, starfaði í gegnum hann. Einar fæddist 5. ágúst árið 1915 að Einarsstöðum í Reykjadal og lést 24. febrúar árið 1987. Hann sinnti búskap fram yfir fertugsaldurinn en upp úr ár- unum 1955 til 1956 sneri hann sér að læknamiðlun. Hann sinnti þó búskapnum ávallt samhliða því og var talað um að bústörfin ættu hug hans og hjarta á daginn en á kvöldin fylltist biðstofan af sjúk- lingum í leit að hjálp. Sögurn- ar sögðu að Einar hefði aldrei þegið greiðslu fyrir störf sín sem læknamiðill og þannig skorið sig úr hópnum. Hann fékk vissulega aldrei beinar greiðslur en þáði sporslur hér og þar til að eiga í sig og á. Fjölmargir eiga góðar sögur af Einari á Einarsstöðum og því misbauð Sigurði Jónssyni, bróður Einars, að nafn bróður síns væri dregið niður í hringiðu kæra um kynferðisbrot. Í viðtali við Helgar póstinn sagðist hann vita um nokkra sem notuðu nafn Einars til eigin framdráttar, en mál kærða læknamiðilsins væri grófasta dæmið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Einari bróður mínum og veit að hann hefði aldrei lagst eins lágt og þessi miðill þarna,“ sagði Sig- urður. Í sama viðtali sagðist hann telja nýaldarstarfsemina algjört bull, ekkert annað en „gamlar lummur sem hitaðar hafa verið í örbylgjuofni í 15 sekúndur.“ Hann dró ekki lækningarmátt bróð- ur síns í efa beinlínis en að sama skapi sagðist hann engar sannan- ir hafa fyrir honum. „Á bak við hans störf blasir miklu fremur við sú staðreynd að trúin flytur fjöll; trúi maður nógu heitt á mátt lækninga að hand- an þá læknast maður. Ég held að lækingarmáttur Einars hafi ver- ið fólginn í því að hann vissi ekki betur sjálfur,“ sagði hann og bætti við: „Einar var afskaplega ljúf- ur og skemmtilegur maður og ég hef þá trú að út á við hafi hann haft sefandi áhrif á fólk eða jafn- vel náð að dáleiða það. Á ókunn- uga virkaði Einar dulur maður, en það er vegna þess að hann var svo feiminn. Einar var svo ágæt- ur maður. Þess vegna finnst mér voðalega leiðinlegt að misvel gert fólk skuli vera að misnota nafn hans. Ég vil bara að Einar fái að hvíla í friði fyrir þessum lýð. Hvað Gamla auglýsingin 15. apríl 1955 Miðill í sauðargæru n Landsþekktur læknamiðill ákærður fyrir kynferðisbrot n Kærurnar ekki taldar alvarlegar n Vildi jarðtengja konu í gegnum kynfærin Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Erfið staða Erling lá undir grun almennings en var blásaklaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.