Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 14
14 15. nóvember 2019FRÉTTIR SAMHERJASTORMURINN n Örskýring á Samherjaskjölunum n Stiklað á stóru um innihald skjalanna n Hvað er hrossamakríll? F rétt vikunnar, og hugsanlega ársins, er afhjúpun á mútugreiðslum og skattundanskotum Samherja. Hefur málið yfirtekið alla helstu fréttamiðla landsins undanfarna daga, en mörgum finnst það flókið og erfitt að setja sig inn í staðreyndir. Samherjamálið er hér útskýrt í 200 orðum. UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ? Það snýst um að Samherji, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, hafi greitt embættismönnum og stjórnmálamönnum í Namibíu mörg hundruð milljónir króna í mútur til að komast yfir fiskveiðikvóta við strendur landsins. Samherji hefur starfað í Namibíu í tæpan áratug. Jóhannes Stefánsson, sem var verkefnastjóri Samherja í Namibíu fram á árið 2016, steig fram í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og upplýsti um viðskiptahætti fyrirtækisins. Samkvæmt gögnum Wikileaks á Samherji að hafa veitt hestamakríl að verðmæti um 55 milljarða króna við strendur Namibíu og komið tekjunum af þessum veiðum í skattaskjól. HVAÐ GERIST NÆST? Samherji hefur ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins í Afríku. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og er komið inn á borð héraðssaksóknara Reykjavíkur. Jóhannes Stefánsson hefur fengið lagalega stöðu uppljóstrara og aðstoðar nú við rannsókn á starfsháttum Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið tímabundið til hliðar á meðan rannsókn stendur yfir. Fjölmargir hafa kallað eftir að eignir Samherja verði frystar, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir þingmaður. Óvíst er hvort það verði gert. Kristinn Hrafnsson hefur boðað frekari afhjúpun og segir að fleiri gögn verði birt eftir tvær til þrjár vikur. Samherjaskjölin frá Wikileaks, og uppljóstrun Kveiks og Stundarinnar á misferli Samherja í Namibíu, var án efa helsta fréttamál vikunnar, ef ekki ársins. Wikileaks hefur birt yfir 30.000 skjöl tengd málinu, sem er aðeins helmingur þess gagnapakka sem Wikileaks hefur í sínum fórum. Næsta sprengja verður á komandi vikum. Af þessu tilefni tók DV saman nokkra áhugaverða mola úr þessum skjölum, til að gefa lesanda innsýn í efni þeirra og innihald. Ólöglegt athæfi skoðað sem möguleiki Í einu minnisblaði Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherjafyrirtækja í Namibíu, veltir hann upp möguleikanum, kostum og göllum, við ólöglegt athæfi, að veiða í flottroll á botntrollsleyfi. Um þennan möguleika skrifar hann: „Þetta er ólöglegt og getur verið mikil áhætta. Þetta getur skaðað ímynd Samherja á alþjóðavísu (lagi í dag en getur snúist hratt gegn okkur.“ Í skjölunum er ítrekað vísað til „strákanna“ sem eru þeir Sacky Shangala, þáverandi ríkissaksóknari Namibíu, James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fiscor sem útdeilir kvóta í Namibíu, og Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, frændi James og tengdasonur sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þremenningarnir eru þeir sem Samherji er grunað um að hafa mútað í skiptum fyrir kvóta. Consulting fee, eða ráðgjafargjald, er eitt af þeim nöfnum sem er talið að hafi verið notuð til að dulbúa mútugreiðslurnar. Jóhannes spyr Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja, í tölvupósti frá 30. október 2014 á hvaða fyrirtæki „strákarnir“ eigi að stíla reikninga sína fyrir „ráðgjafarþjónustu“. „Getur þú gefið upp á hvern strákarnir eiga að stíla reikninginn á Kýpur félagið (hvaða félag). Þeir eru ekki lengur með þessar upplýsingar og finna ekki síðasta reikning (150.000 usd). Er það ekki bara consulting fee.“ Í skjölunum má sjá Ingvar svara Jóhannesi með því að áframsenda fyrirspurnina á annan aðila sem er beðinn um að gefa Jóhannesi reikningsupplýsingar fyrir Esju Seafood. Mikilvægi þess að hafa „svart andlit“ „Spilling er mikil í landinu en sýnileg. Þar þykir ekkert óeðlilegt að vera að borga aðilum fyrir að aðstoða við að klára ýmis mál og er það kallað „facilitation fee“.“ Þetta skrifar Jóhannes í minnisblaði frá árinu 2012. Þar rekur hann stöðuna í Namibíu og hversu mikla áherslu stjórnvöld þar í landi leggi á að heimamenn fái forgang inn á atvinnumarkað. „Algengt að sjá fyrirtæki með hvítt fólk í vinnu og svo einn eða tvo svarta sem eru ráðnir eingöngu út af litarhætti þeirra.“ Síðar í minnisblaðinu segist hann vera búinn að finna Samherja „svart andlit“. Minnisblað um mögulega launahækkun Í minnisskjali frá 25. ágúst 2013 fer Jóhannes yfir vinnu sína í Afríku. Þar segir hann: „Á þessum fimm árum [síðan hann kom til Afríku] hafa verið mjög takmarkaðar aðstæður til að skapa sér líf. Lít á þetta sem fórn á tíma enda er eitt að vinna mikið og eiga möguleika á lífi eða vera vinna á þeim stöðum og við þær aðstæður að er mjög erfitt að skapa sér líf. Maður spyr sjálfan sig oft hvort að þetta hafi verið þess virði að fórna þessum árum í þetta. Annað er svo að vinna mikið og það álag sem fylgir því en að vinna mikið og eiga ekkert líf með.“ Ein af þeim lausnum sem hann stingur upp á í skjalinu er að flytja konuna sína út og dvelja í Afríku meirihluta árs. En einnig að hækka laun. „Hærri laun – Er núna með ca. 1.450 í vasann eða í heildina 1.750. […] Launatillaga – Laun: 3 mill per mánuð“. n Hvað er hrossamakríll? Þ eir sem fylgst hafa með umræðu um Samherjaskjölin hafa oft heyrt minnst á hrossamakríl og hve dýrmætur afli fiskurinn sé. Björn Gunnarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir fiskinn alls ekki heita hrossamakríl. „Þetta er bein þýðing úr ensku, horse mackerel. Ein kenning er sú að enska nafnið eigi uppruna sinn í því að fiskurinn var notaður sem fæðubótarefni fyrir hross,“ segir hann. Fiskurinn heitir á íslensku brynstirtla en latneska heitið er Trachurus Trachurus. Fiskurinn er algengur í Norður-Atlantshafi, allt frá Suður- Noregi til Kanaríeyja. Þá er hann einnig að finna í Miðjarðarhafinu. Undirtegundina Trachurus Trachurus Capensis er að finna úti fyrir ströndum Afríku, suður fyrir Góðrarvonarhöfða og inn í Indlandshaf. „Þetta er uppsjávarfiskur sem lifir í stórum torfum, aðallega á 100 til 200 metra dýpi. Frekar lítill fiskur með allstóran haus, stutta trjónu og lítinn kjaft. Áberandi samfelld röð af stórum beinplötum eftir endilangri rákinni, þaðan sem nafnið kemur væntanlega. Hér hefur hann aðeins fundist sem flækingur. Í Evrópu hefur hann aðallega verið veiddur í bræðslu en í Afríku líka til manneldis, aðallega reyktur og þurrkaður og á síðari árum í alls kyns vinnslu,“ segir Björn og bætir við að fiskurinn sé ekki sömu ættar og makríllinn. „Hafrannsóknastofnunin hefur síðastliðin tíu ár tekið þátt í rannsóknum á hrygningu makríls og brynstirtlu í Norðaustur- Atlantshafi. Við höfum orðið vör við að makríllinn hrygnir í íslenskri lögsögu en aldrei fundið egg (hrogn) brynstirtlunnar. Íslenska lögsagan er þannig norðan við útbreiðslusvæði hrygningarinnar.“ Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.