Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Qupperneq 2
2 15. nóvember 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 15. nóvember 1859 – Ólympíuleikar Zappas voru settir í Aþenu í fyrsta sinn. 1920 – Fyrsti fundur Þjóðabanda- lagsins var haldinn í Genf í Sviss. 1978 – Farþegaþotan Leifur Eiríksson í eigu Loftleiða fórst í aðflugi á Colombo á Srí Lanka og fórust með henni 197 manns. 1990 – Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan. 2008 – Hátt í tíu þúsund manns mótmæltu á Austurvelli vegna efna- hagskreppunnar. skemmtistaðir sem brunnu Glaumbær – 1971 Glaumbær var stórvinsæll skemmtistaður og heimastaður margra íslenskra Bítlabanda. Eldsupptök eru ókunn en staður- inn var mannlaus þegar eldurinn kom upp, en einhver hljóðfæri fastra hljómsveita brunnu til kaldra kola. Tunglið – 1998 Einn af stærstu eldsvoðum í sögu miðborgarinnar kom upp á skemmtistaðnum Tunglinu við Lækjargötu 2. Húsið gjöreyðilagð- ist og var rifið í kjölfarið. Nýtt hús var reist á reitnum sem hýsir nú meðal annars Hard Rock Café og Grillmarkaðinn. Batteríið – 2010 Einn skammlífasti skemmtistaður Reykjavíkur var Batteríið sem var í Hafnarstræti 1 til 3, Staðurinn var ekki ætlaður fyrir ungmenni heldur var áherslan lögð á fólk á fertugsaldri og upp úr, en hann hafði aðeins starfað í ár þegar hann brann. Klúbburinn – 1992 Klúbburinn í Borgartúni 32 var stofnaður sem veitingastaður árið 1960 í þriggja hæða skrifstofuhúsi með kjallara Eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. febrúar árið 1992 fékk slökkviliðið tilkynn- ingu um að eldur væri laus í húsinu. Lögregla taldi að um íkveikju hefði verið að ræða þar sem eldur hafði blossað upp á þremur stöðum. Pravda – 2007 Um tvö leytið miðvikudaginn 18. apríl árið 2007 kom upp eldur í húsum við Lækjargötu og Austurstræti og breiddist hratt út. Eldurinn er talinn hafa blossað upp út frá loftljósi í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en síðan læst klónum í nærliggjandi hús. Fleyg orð „Ef þú reynir stöðugt að vera eðlilegur, munt þú aldrei vita hversu frábær þú getur orðið.“ – Maya Angelou Icelandair kannar áætlunarflug til Murcia n Enn mikil óvissa um flugáætlun n Icelandair flýgur mest til Spánar í leiguflugi V iðræður standa yfir á milli Icelandair og ferðamálayfirvalda í Murcia um að hefja beint flug til borgarinnar árið 2021. Spænski fréttamiðilinn Murcia Today greinir frá þessu. Viðræður fóru fram á ferðasýningunni World Travel Market sem haldin var í London dagana 4.–6. nóvember síðastliðinn. Sýningin er haldin árlega og er ein af stærstu sýningunum fyrir fagaðila í ferðaþjónustu en þar býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta samböndum. Fram kemur að Icelandair hafi verið á meðal þeirra sem sýnt hafi áhuga á því að bjóða upp á áætlunarflug á milli Keflavíkur og alþjóðaflugvallarins í Murcia. Flugvöllurinn er staðsettur í bænum Corvera sem er í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá Murcia. Murcia er sjötta stærsta borg Spánar en þar búa um 450 þúsund manns. Borgin er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá „Íslendinganýlendunni“ Torrevieja. Fram kemur að íbúafjöldi Íslands geti seint talist mikill og því er talið ólíklegt að Íslandsflug muni hafa mikill áhrif á ferðamannageirann í borginni. Það sé engu að síður kærkomin tilbreyting að fá Íslendinga til borgarinnar, enda hafi Bretlandsflug verið í algjörum meirihluta hingað til. Þá fái heimamenn einnig tækifæri til að flýja hitamolluna á Costa Cálida yfir sumartímann og komast í ögn kaldara loftslag. Óvissa með flugáætlun Áætlunarflug Icelandair til Spán- ar hefur takmarkast við sumar- flug þótt Icelandair fljúgi mik- ið til Spánar en þá fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Ef flug til Murcia gengur eftir verður því breyting á. Ljóst er að norska lággjalda- flugfélagið Norwegian hefur stig- ið fast til jarðar í flugbransanum á Íslandi með auknu áætlunar- flugi frá Íslandi til Spánar. Hvort það hafi áhrif á áætlanir Icelanda- ir um flug til Murcia er ekki gott að segja. Hins vegar hefur lítið verið gefið upp um viðbætur við flugá- ætlun Icelandair síðustu mánuði. Einu nýjungarnar sem hafa ver- ið kynntar að undanförnu er að hætt verður flugi til San Francisco og Kansas City næsta sumar. Það er í raun margt óljóst um hvern- ig flugáætlun Icelandair verður háttað á næsta ári og yfir sumar- tímann. Óvissa er um hvort sæta- framboð dragist saman eða auk- ist og helgast það kannski af þeirri óvissu sem kyrrsetning MAX-þot- anna hefur í för með sér. n „Murcia er sjötta stærsta borg Spánar en þar búa um 450 þúsund manns Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.