Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 2
2 4. október 2019FRÉTTIR
hlutir sem gætu borgað upp Braggann
Skellt var í lás á hinum um-
deilda Bragga í Nauthólsvík
fyrir skemmstu. Háskólinn í
Reykjavík, HR, leigir Braggann
af Reykjavík, en rekstraraðili
sem opnaði þar kaffihús
hefur nú lokað. Því er leitað að
nýjum rekstraraðila. Heildar-
kostnaður við Braggann fór
langt fram úr áætlun og upp
í 415 milljónir. HR borgar 8,3
milljónir á ári í leigu og því mun
taka að minnsta kosti fimmtíu
ár að greiða hann upp. Hér eru
fimm leiðir til að gera það.
1. Hjólagjöld
Um Nauthólsvík
brunar alls kyns fólk á
hverjum degi á ýmiss
konar hjólabúnaði.
Veggjöld vofa nú yfir
þeim sem reiða sig
á einkabílinn og því
ekki úr vegi að heimta
hjólagjöld af þeim sem
komast leiðar sinnar
á umhverfisvænan
máta. Svona fyrst rík-
isstjórnin er svag fyrir
að refsa fólki fyrir að
standa sig vel og kallar
það hinu fallega nafni
– grænn skattur.
2. Gammar
Einnig væri hægt að
fá „gulldrengina“ í
GAMMA til að taka
húsnæðið upp á sína
arma. Þeir virðast vera
góðir í að láta eigið fé
fuðra upp – gilda ekki
sömu lögmál um að
láta skuldir fuðra upp?
4. Stuð í Bragga
Beinast liggur við
að búa til eitthvað
svo ómótstæðilegt
í Bragganum og
allir ferðamenn sem
heimsækja Ísland þurfi
að skoða það. Og nei,
innfluttu stráin eru
ekki nóg. Hægt væri
að sækja fyrirmynd til
Hallgrímskirkju sem
veltir hundruðum millj-
óna með lyftuferðum.
Við þurfum jú að hafa
einhvern aur af þess-
um ferðamönnum!
3. RÚV-hús
RÚV-arar aumka
sér mikið yfir því að
auglýsingatekjur verði
teknar af stofnuninni
og telja að yfirvöld
þurfi að bæta þeim
upp skaðann með öðr-
um hætti. Væri þá ekki
bara skynsamlegt að
gefa RÚV Braggann og
leyfa auglýsingapés-
unum að opna þar
kaffihúsið RÚV-hús?
Auglýsingapésarnir
hafa náð að raka inn
peningum fyrir RÚV
síðustu misseri þannig
að þeir kunna sitt fag.
5. Pönnsur
Það hefur gustað um
Dag B. Eggertsson
vegna Braggamálsins
og margir töldu ljóst
um tíma að hann þyrfti
að segja af sér. Eitt er
þó víst að Dagur kann
að baka pönnukökur.
Því væri hægt að færa
hann til í starfi og opna
pönnukökustaðinn
Pönnsur borgarstjóra.
Hver pönnukaka þyrfti
að vera ansi dýr til að
borga upp Braggann
en Dagur fer létt með
að smyrja ofan á þær
alls kyns gjöld og
skatta.
Þann 4. október, 1927, hóf
bandaríski listamaðurinn
og myndhöggvarinn Gutzon
Borglum vinnu sína við
Rushmore-fjall í Pennington-
-sýslu í Dakóta.
Borglum hannaði og hafði
yfirumsjón með verkinu sem
þegar upp var staðið sýndi
18 metra háar andlitsmynd-
ir fjögurra Bandaríkjaforseta;
George Washington, Thomas
Jefferson, Theodore Roosevelt
og Abrahams Lincoln. Borgl-
um innanhandar var sonur
hans, Lincoln.
Hugmyndin að verkinu er
eignuð sagnfræðingi frá Suð-
ur-Dakóta, Doane Robinson,
sem vildi að verkið yrði unnið
í garnítsúlur í Needles. Horf-
ið var frá þeirri hugmynd
og Rushmore-fjall varð fyrir
valinu.
Robinson og Borglum voru
á öndverðum meiði varðandi
myndefni. Robinson vildi
að höggnar yrðu út myndir
af sögufrægum einstakling-
um frá tíma Villta vestursins
og nefndi til sögunnar land-
könnuðina Lewis og Clark,
indíánahöfðingjann Red
Cloud og William F. Cody, bet-
ur þekktan sem Buffaló Bill.
Borglum vildi víðtækari
skírskotun og valdi forsetana
fjóra. Sem fyrr segir hófst
vinnan þann 4. október, 1927,
og ásjónur forsetanna voru
fullgerðar á árunum 1934 til
1939. Ætlunin var að höggva
út myndir sem sýndu forset-
ana frá höfði niður að mitti, en
sökum fjárskorts var horfið frá
þeirri hugmynd og árið 1941
var látið staðar numið.
Á þessum degi,
4. október
Íslensk kona vill hafa
lamadýr sem gæludýr
n Segir dýrin veita ómetanlegan, andlegan stuðning
n Nágrannakonan kvartaði n Sigríður sigurviss
É
g hef verið að glíma við
þunglyndi. Ástin og um-
hyggjan sem ég fæ frá þess-
um dýrum hjálpar mér
meira en nokkurt af þeim þung-
lyndislyfjum sem mér hefur ver-
ið ávísað í gegnum tíðina. Og það
fylgja þeim engar aukaverkan-
ir,“ segir Sigríður Jackson, íslensk
kona sem búsett er í Stow í Ohio-
-fylki í Bandaríkjunum ásamt
þarlendum eiginmanni sínum
og syni þeirra. Fjölskyldan hefur
undanfarnar vikur og mánuði
staðið í deilum við nágranna-
konu sína og þarlend yfirvöld
um að fá að hafa tvö lamadýr
sem gæludýr, þau Lorettu og
Scooby.
„Maðurinn minn hefur
unnið með lamadýrum síð-
an hann var í menntaskóla, og
hann hefur mikla ástríðu fyrir
þeim. Þegar við keyptum húsið
okkar langaði hann að eignast
lamadýr,“ segir Sigríður í sam-
tali við DV. „Við skoðuðum öll
lög og reglugerðir varðandi slíkt
dýrahald og sáum ekkert sem
bannaði það.“
Líkt og áður segir hefur Sig-
ríður verið greind með þung-
lyndi og segir hún dýrin veita
henni ómetanlegan stuðning.
Þá er 12 ára sonur þeirra hjóna
greindur með athyglisbrest og
ofvirkni og fullyrðir Sigríður að
lamadýrin hafi hjálpað honum
mikið við að takast á við röskun-
ina. Þá séu dýrin mun hljóðlátari
en til að mynda hundar.
„Þetta byrjaði allt saman
þannig að nágrannakona okkar
fór að kvarta undan dýrunum við
borgaryfirvöld. Aðallega vegna
þess að hún sér þau fyrst og
fremst sem dýr, ekki gæludýr,
og hún bara kunni ekki við þau,“
segir Sigríður.
Nágrannakonan skrifaði bréf
til formanns skipulagsráðs í
Stow í janúar síðastliðnum þar
sem fram kom að nágrannar
hennar væru búnir að „breyta
bakgarðinum sínum í búgarð.“
Í kjölfarið var Sigríði og eigin-
manni hennar sagt af lögfræðingi
borgarinnar að lamadýrin flokk-
uðust undir búfénað. Ekki væri
mögulegt að gera undantekn-
ingu á þeim grundvelli að dýrin
veittu andlegan stuðning.
„Lögfræðingur borgarinnar
gaf okkur frest til 13. febrú-
ar næstkomandi til að losa
okkur við lamadýrin. Þar sem
við höfum ekki fengið nein svör
við símtölum eða tölvupósti þá
höfum við komið dýrunum fyrir
á bóndabæ. Manninum mínum
var hótað kæru og sekt ef við los-
uðum okkur ekki við dýrin.“
Hjónin hafa reynt að ná
samkomulagi við nágrannakonu
sína og meðal annas boðist til að
setja upp hærri girðingu í kring-
um garðinn eða setja niður stór
tré, en þær tilraunir hafa ekki
skilað árangri.
Sigríður bendir á að sam-
kvæmt skipulagslögum sé ekkert
sem bannar þeim að hafa dýrin
hjá sér, nema það sé í landbún-
aðartilgangi. „En samkvæmt
þeirri skilgreiningu þá væri al-
veg eins hægt að banna öllum
í hverfinu að rækta grænmeti í
garðinum hjá sér.
Ég er nokkuð viss um að ef við
tökum þennan slag þá munum
við vinna.“ n
Sigríður, eigin-
maður hennar
Scott og sonur
þeirra Magnús