Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 4. október 2019
A
lma Dögg Torfadóttir hef-
ur þurft að þola stöðuga
áreitni af hálfu eltihrellis
í um átta ára skeið. Þrátt
fyrir síendurtekin afskipti lög-
reglu, nálgunarbönn og vistun á
geðdeild heldur maðurinn upp-
teknum hætti. Hún hefur nú flúið
land. Með sögu sinni vill Alma
beina sjónum að þeirri sorglegu
staðreynd að nálgunarbann er
aðeins orð á pappír.
„Þetta byrjaði í desember 2011
en þá var ég nýbúin að kynn-
ast barnsföður mínum,“ segir
Alma sem vann á þeim tíma hjá
Olís á Akranesi. Maðurinn var
fastakúnni þar en fyrirtækið sem
hann vann hjá var í viðskiptum
við Olís. „Hann krafðist þess alltaf
að ég afgreiddi hann sem mér
fannst í fyrstu sjálfsagt mál. Ég
má ekkert aumt sjá og mér fannst
ég sjá eitthvað aumt í honum. Ég
var alltaf almennileg við hann og
þótti í raun vænt um að einhver
héldi svona mikið upp á mig. Svo
gerðist það að ég vaknaði einn
morguninn með símann fullan
af skilaboðum úr númeri sem ég
þekkti ekki. Þetta voru löng skila-
boð en ég man sérstaklega eft-
ir því að þar stóð „sæta“. Eftir að
hafa flett númerinu upp sá ég
að þau voru frá honum en ég
taldi að hann hefði verið drukk-
inn þegar hann sendi þau. Við-
vera hans á vinnustað mínum
jókst svo með hverjum deginum
– hvar sem ég var, var hann líka.
Skilaboðin urðu dagleg en á þess-
um tíma bjó ég hjá barns föður
mínum. Fljótlega fórum við að
taka eftir bílnum hans fyrir utan
íbúðina, þar sat hann og reykti í
marga klukkutíma, starandi inn
um gluggann. Við pældum lítið í
þessu fyrst, en hann tilkynnti svo
barnsföður minn til lögreglunnar.
Hann vildi meina að ég væri í
gíslingu hjá honum og bað um
að athugað yrði með mig, enda
væri ég konan hans og ætti ekkert
að vera þarna. Lögreglan tók ekki
mark á þessu enda er hann þekkt-
ur fyrir að áreita konur, þó aldrei í
jafn langan tíma og mig. Með tím-
anum varð hann ágengari, sendi
mér stöðugt skilaboð og elti mig
hvert sem ég fór. Hann var bók-
staflega alls staðar þar sem ég var.
Í fyrstu vorkenndi ég honum, en
„Ég má ekkert
aumt sjá og mér
fannst ég sjá
eitthvað aumt
í honum“
Hvar sem ég var, var hann
líka - Endaði á bráðamót-
töku með morfín í æð -
Eina leiðin að flýja land
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N