Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 31
SAKAMÁL 314. október 2019 MORÐVARGURINN FRÁ WILDWOOD Ernest virtist í eilífum vandræðum n Skapbráður flagari nTók lögin í sínar hendur með banvænum afleiðingum „Hann særði níu ára frænku eiginkonu sinnar, Janine, og náði loksins að myrða tengdamóður sína, sem hafði falið sig inni í skáp. Engin eftirsjá Ernest gumaði af morðunum og sýndi aldrei iðrun. Marion Pioppi, barnshafandi frænku eiginkonu sinnar. Hann særði níu ára frænku eiginkonu sinnar, Janine, og náði loksins að myrða tengdamóður sína, sem hafði falið sig inni í skáp. Einnig skaut hann til bana bróður tengdamóður sinnar, John Pioppi, sem hafði ráðist að honum vopnaður hníf. Handtaka Ernest lét ekki þar við sitja, því hann ók til Minotola, í um tveggja og hálfs klukkutíma akstursfjarlægð frá Franklin. Þar bjuggu frændi og frænka Theresu, Frank og Hilda Mazzoli. Vífilengjulaust skaut Ernest þau bæði, fyrir framan börn þeirra. Þrátt fyrir að vera alvarlega særð lifðu þau bæði af. Ernest ók síðan á brott en var handtekinn af umferðarlögreglu New Jersey. Við yfirheyrslu játaði hann allt, en neitaði síðar að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis. Fimm lífstíðardómar Upphaflega var Ernest aðeins sakfelldur fyrir morðið á Pearl og síðan liðu fimm ár þar réttað var yfir honum fyrir fjögur morð að auki. Úrskurður dómara varð að lokum sá að Ernest fengi að afplána alla fimm dómana samtímis. Hann losnaði úr fangelsi árið 1978 og settist að í Trenton í New Jersey og hóf störf þar hjá malbikunarfyrirtæki. Ernest sýndi aldrei iðrun vegna morðanna og átti, að sögn, til að guma sig af þeim við vini og vinnufélaga. Hann hafði ekki alveg sagt skilið við réttarkerfið, því hann var handtekinn árið 1994 fyrir kynferðisofbeldi og að hafa ógnað velferð átta ára dóttur vinkonu sinnar. Þann 7. október, 1995, dó Ernest Ingenito í varðhaldi. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.