Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 20
20 FÓKUS 4. október 2019 Í slendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki. Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision myndina og er þetta fyrsta samstarfsverkefni grínarans við streymisveituna. Tökur hafa verið í fullum gangi síðan í sumar, meðal annars í London, Edinborg og hefur bær- inn Húsavík verið nefndur sem einn af tökustöðum. Það kemur því fáum á óvart að fjöldi þekktra, íslenskra leikara kemur fram í myndinni. En hvað vitum við meira um þessa bíómynd sem á eftir að setja Ísland í sviðsljósið sem aldrei fyrr í Hollywood? Myndarlegasti karlmaður Íslands Til að gefa lesendum smá heildarmynd á sögu- þráð kvikmyndarinn- ar Eurovision þá ku hún fjalla um eyði- merkurgöngu Ís- lands í keppninni sem á að hafa staðið í rúma fjóra áratugi. Ferrell fer með hlutverk Íslendingsins Lars Erickssonar frá Húsavík og segir myndin frá þátttöku hans og Sig- rit, eiginkonu hans (sem leikin er af Rachel McAdams), í söngva- keppninni stórfrægu, sem er stærsti draumur þeirra beggja. Heimildir herma að þau Lars og Sigrid séu einnig systkini. Með önnur hlutverk fara Dan Stevens (Downton Abbey), Natasia Demetriou (What We Do in the Shadows), Elina Alminas (Ex Machina) og Melissanthi Mahut. Söng- konan Demi Lovato fer einnig með hlut- verk Íslendings í myndinni og fyrrverandi Bond-leik- arinn Pierce Brosnan leikur föður Lars, sem í sögunni er sagður vera myndarlegasti karlmað- ur landsins. Og þá komum við að heimafólkinu. Íslensku leikararnir í Eurovision Arnar Jónsson Arnmundur Ernst Björnsson Álfrún Rose Björn Hlynur Haraldsson Björn Stefánsson Bríet Kristjánsdóttir Elín Pétursdóttir Guðmundur Þorvaldsson Hannes Óli Ágústsson Hlynur Þorsteinsson Jói Jóhannsson Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Darri Ólafsson Smári Gunn Átakanleg íslenskukennsla Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskars- son var fenginn til að kenna stór- stjörnunum Ferrell og McAdams íslenskan framburð. Hermt er að R-in hafi reynst þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslensk- unni. Baksviðs Leikstjórinn David Dobkin situr við stjórvölinn en hann á meðal annars að baki kvikmyndirnar Wedding Crashers, Fred Klaus, Shanghai Knights og The Change-Up. Eins og sjá má hef- ur hann mikið sérhæft sig í gam- anmyndum en Ferrell skrifar handritið að myndinni ásamt Andrew Steele. Þeir kumpán- ar hafa reglulega unnið saman síðan á dögum Ferrell hjá grín- þættinum Saturday Night Live og skrifuðu saman myndina Casa de mi Padre. Adam McKay, leikstjóri Anchorman-myndanna, Step Brothers og The Big Short, er einn af helstu framleiðendum myndarinnar. Ferrell hefur fylgst vel með Tökulið Eurovision-myndarinn- ar var einnig statt ásamt leikur- um myndarinnar í Tel Aviv í Ísrael í ár. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Will birtist á keppninni í Lissabon árið áður. Það voru því enn óvæntari frétt- ir þegar Will sagðist vera mikill aðdáandi keppninnar, en hann hefur horft á hana árlega frá ár- inu 1999, eftir að fjölskylda eigin- konu hans, hinnar sænsku Vivecu Paulin, horfði á keppnina með honum. Will og Viveca gengu síðan í það heilaga árið 2000, en Will hef- ur áður mætt á Eurovision, til að mynda á úrslitakvöldið í Kaup- mannahöfn árið 2014. Hversu löng er biðin? Streymisveitan hefur ekki gefið upp nákvæma dagsetningu á myndinni en áður hefur verið gefið upp að hún verði gefin út fyrir jól. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Allt sem þú þarft að vita um Eurovision-myndina n Lítilmagnar frá Húsavík og fallegasti karlmaður Íslands n Átakanleg íslenskukennsla M Y N D : D U N CA N M CG LY N N Tómas Valgeirsson tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.