Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 42
42 4. október 2019STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 6.–12. október Þú þarft að taka á honum stóra þínum í vinnunni í þessari viku. Það er valda- barátta í uppsiglingu og þú átt mjög erfitt með að gefa eftir. Þér er hins vegar ráðlagt að gera það úr ýmsum áttum og þú skalt hlusta á þessar ráðleggingar. Stundum þarf maður að brjóta odd af oflæti sínu til að komast áfram og ná lengra. Þú ert áhættusækin/n um þessar mundir og langar til að komast út úr hversdeg- inum og í eitthvað nýtt. Þetta er góðs viti, því þú ert oft aðeins of heimakær. Þú skráir þig á kvöldnámskeið sem á eftir að opna fyrir þér nýja vídd. Þú býrð yfir miklum sjarma og krafti en þú þarft að nota hann rétt og á rétta fólkið til að ná þínu fram. Þeir tvíburar sem eru nýlega einhleypir og á höttunum eftir nýjum maka verða að varast að halda öllu fyrir sig. Þú mátt hleypa fólki inn í líf þitt á þínum forsend- um en ef þú gefur ekkert af þér er þetta fólk fljótt að hlaupa í burtu. Fyrst og fremst þarftu að elska þig sjálfa/n áður en þú getur elskað annan á ný. Þú býrð yfir miklu og sterku innsæi sem kemur þér oftast vel. Nú, hins vegar, er manneskja í þínum innsta hring sem þú nærð alls ekki að lesa og það angrar þig. Þú ferð að efast um fyrirætlanir þessarar manneskju og það kemur þér úr jafnvægi. Þá er gott að fá smá fjarlægð frá þessari manneskju og einbeita sér að hinum sem þú lest eins og opna bók. Þú þarft að passa þig á að vera ekki of fljótfær, hvort sem það er að skrifa stöðuuppfærslu í óðagoti á samfélags- miðlum eða taka mikilvægar ákvarð- anir í vinnunni. Þú þarft einnig að passa heilsuna núna. Þú þarft að komast meira út í ferskt loft og borða mat sem líkaminn elskar. Þá líður þér betur og öllum í kringum þig. Þú hefur komist að því oft í gegnum tíðina að þú getur meira en þú heldur. Nú er enn og aftur kominn tími á að þú kannir takmörk þín og ýtir þér og þínum hæfileikum lengra. Þér finnst þú vera föst/fastur á stað sem þú vilt ekki vera á en skynsemin heldur þér þar. Er það virkilega þess virði að hlusta á skynsem- ina þegar hún lætur þér líða illa? Þú ert rosalega góð/ur í að vera mála- miðlari en þú verður að segja hug þinn ef þér finnst troðið á tám þínum. Þú þarft að opna þig meira, bæði í vinnu og einkalífi, og miðla því sem þú vilt í alvörunni. Ekki reyna alltaf að geðjast fólkinu í kringum þig og verða svo fyrir vonbrigðum þegar það skilur ekki hvað þú vilt. Þú skalt vara þig á að dæma fólk of fljótt. Að sama skapi skaltu ekki láta ginnast af gylliboðum. Ekki taka neinar stórar ákvarðanir sem varða fjárhaginn á næstunni. Ef eitthvert tilboð virðist vera of gott til að vera satt þá er það líklegast nákvæmlega það. Stóra tækifærið þitt kemur – sérstaklega ef þú velur það vel. Þú ert sérstaklega móttækileg/ur fyrir hópþrýstingi um þessar mundir en þú þarft að passa upp á sjálfstæði þitt. Ekki láta fagran róm og yfirbragð toga þig í burtu frá þínum lífsgildum. Stattu fast á þínu og ekki eltast við allt það nýjasta og besta. Það gæti komið þér í mikið kland- ur, sérstaklega ef einhver er að reyna að fá þig með í viðskiptatækifæri. Þú ert ekki þekkt/ur fyrir mikið keppnis- skap. Jú, þér finnst gaman að vinna en þú verður ekki sár þótt þú tapir. Á næstunni tekur þú hins vegar þátt í keppni sem þú þráir að vinna og þú þekkir ekki það keppnisskap sem umlykur þig. Mundu þá hið fornkveðna – ekki láta keppnisskapið hlaupa með þig í gönur. Nú þarftu aðeins að ýta á bremsuna og leyfa þér að vera til og slaka á. Þú ert búin/n að vera á fullu upp á síðkastið og nú er komið að skuldadögum. Þú þarft að horfa inn á við og spyrja þig hvað þú virki- lega vilt úr þessu lífi. Viltu halda áfram eins og hamstur í hjóli eða viltu finna þinn stað þar sem ró og næði er partur af prógramminu? Einhleypir fiskar eiga spennandi tíma í vændum. Manneskja sem þú hélst að væri bara á höttunum eftir vinasam- bandi miðlar því að hún vilji meira – smá rómantík og kertaljós ásamt tilheyrandi stuði í svefnherberginu. Í fyrstu ertu ekki viss en því meira sem þú sérð þessa manneskju í rósrauðum ljóma, því meira sannfærist þú um að þetta sé rétt. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 6. október Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður, 39 ára n 7. október Erla Gunnarsdóttir bóndi, 43 ára n 8. október Tómas Þór Þórðarson sjónvarpsstjarna, 35 ára n 9. október GRE stjörnuvefari 44 ára n 10. október Logi Geirsson handknattleikskappi, 37 ára n 11. október Halla Tómasdóttir hagfræðingur, 51 árs n 12. október Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women, 53 ára Lesið í tarot Sólveigar Tobba og Kalli orðin hjón – Svona eiga þau saman Tobba Fædd 7. desember 1984 bogmaður n gjafmild n góður húmor n lífsglöð n ákveðin n lofar upp í ermina á sér n óþolinmóð Kalli Fæddur: 24. júlí 1973 ljón n hugmyndaríkur n ástríðufullur n hlýr n glaður n hrokafullur n ósveigjanlegur Erill og ósætti M iklar deilur hafa geisað í kringum Eflingu undan- farnar vikur og mánuði og er formaðurinn Sól- veig Anna Jónsdóttir þar í for- grunni. DV ákvað því að lesa í tarotspil Sólveigar og athuga hvað framtíðin ber í skauti sér, en lesendur DV eru minntir á að þeir geta dregið tarotspil á hverj- um degi, jafnvel oft á dag, á dv.is. Ekki lofa of miklu Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Sólveigu er 10 stafir. Það táknar þann mikla eril sem einkennir líf hennar nú, en erill er væntanlega vægt til orða tekið. Sólveig kom inn í Eflingu með mikið af vænting- um og loforðum í farteskinu, en er nú að átta sig á að hún hef- ur hugsanlega tekið meira að sér en hún ræður við. Þegar maður færist of mikið í fang þá leið- ir það óhjákvæmilega til þess að maður leysir verkefni ekki vel úr hendi, sama hve mikið maður leggur sig fram. Það er Sólveig að upp- lifa núna. Hún ætti því að læra listina að deila út verkefnum og ekki hafa allar heimsins byrðar á herðum sér. Sólveig þarf að sýna undirmönnum sínum traust og leyfa þeim að spreyta sig. Í fram- tíðinni þarf hún síðan að hugsa sig tvisvar um áður en hún lofar upp í ermina á sér. Svartsýni villir sýn Næst er það Tunglið. Það tákn- ar tilfinningalíf Sólveigar en það einkennist um þessar mund- ir af óreiðu. Hún verður fyrir árásum úr öllum áttum og því gæti ein- manaleiki, jafnvel ístöðuleysi, hrjáð hana. Það er hins vegar fjarri sanni að Sólveig ráði ekki við það erfiði sem steðj- ar að henni. Hún er er sterkur einstaklingur og má alveg staldra stutt við í vonleysi og depurð áður en hún rís aftur á fætur og tekst á við framhaldið. Hennar helsti galli er sá að hún sér ekki raunveruleikann eins og hann er heldur lætur svartsýni villa sér sýn. Hún þarf að horfa betur í kringum sig og treysta á innsæið sem hefur komið henni svo langt í gegnum tíðina. Framtíðin er nefnilega björt og nú er tíminn til að ná samkomulagi svo leiðindin séu á bak og burt. Ósætti á vinnustað Loks eru það 2 sverð. Það tákn- ar Sólveigu og náinn samstarfs- félaga hennar. Samstarfið hef- ur að mestu leyti gengið vel en eitthvað smávægilegt virðist hafa komið upp á nýverið. Sól- veig þarf að taka á honum stóra sínum til að koma á jafnvægi og þægilegu andrúmslofti. Ójafn- vægið tengist nefnilega því að Sólveigu hefur ekki liðið mjög vel upp á síðkastið og hún hefur ekki náð að hlúa nógu vel að sinni and- legu líðan. Ef Sól- veig hundsar þetta rafmagnaða andrúms- loft gæti þetta ósætti stig- magnast og valdið báðum aðilum mikilli vanlíðan á komandi vikum. n T obba Marinósdóttir rithöfundur og Karl Sigurðsson Baggalútur gengu í það heilaga í villu á Ítalíu fyrir skömmu. Tobba og Kalli hafa verið saman um árabil en DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman, nú þegar þau hafa innsiglað ástina. Kalli er ljón en Tobba er bogmaður. Það er skemmst frá því að segja að þegar að þessi tvö merki koma saman í ástarsambandi þá verður bókstaflega flugeldasýning, svo mikill er krafturinn og lífsgleðin. Það er gaman að vera í kringum par sem sam- anstendur af ljóni og bog- manni og hvetja þau hvort annað til dáða, stanslaust. Bogmaður og ljón bera djúpa virðingu fyrir hvort öðru, en það sem einkennir bæði merkin er hlýja og sjarmi. Orkan frá þessu pari smitar út frá sér og gerir fólk- ið í kringum það glatt. Bæði bogmaður og ljón eru óþolinmóð og þó að sam- bandið sé mjög stöðugt og gott er ýmislegt sem getur komið upp á – eins og í öll- um samböndum. Ljónið get- ur látið daður bogmannsins fara í taugarnar á sér og bog- maðurinn pirrar sig stundum á stjórnsemi ljónsins. Ljón- ið lætur til skarar skríða án fyrir vara á meðan bogmaður- inn spáir og spekúlerar í öllu sem hann gerir. Virðingin á milli þessara tveggja merkja er hins vegar svo mikil að ástarsamband sem bindur þessi tvö saman stendur afar traustum fótum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.