Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 37
TÍMAVÉLIN 374. október 2019 Að morgni dags mánudaginn 18. desember 1995 réðust þrír vopn- aðir menn inn í Búnaðarbankann við Vesturgötu í Reykjavík. „Þeir ruddust inn með mikl- um hávaða og öskruðu: Þetta er vopnað rán. Ég var staddur inni á skrifstofu minni baka til og áttaði mig ekki alveg á alvörunni í fyrstu. Þegar ég sá svo einn mannanna stökkva yfir skenkinn með hníf í hendi fór ekki á milli mála að hér var alvara á ferðum,“ sagði Leifur H. Jósteinsson, útibússtjóri Bún- aðarbankans, í samtali við DV árið 1995. Mennirnir þrír voru klæddir í samfestinga og með lambhús- hettur. Allir voru þeir vopnaðir, tveir þeirra hnífum og sá þriðji haglabyssu. „Þeir hræddu fólkið með látunum og gengu svo mjög skipulega til verks. Einn, sá með haglabyssuna, virtist stjórna að- gerðum og hann beið fyrir fram- an skenkinn meðan hinir tveir fóru inn fyrir og brutu upp skúff- ur hjá fjórum gjaldkerum. Þetta tók varla meira en eina mínútu og svo voru þeir á bak og burt,“ sagði Leifur. Ræningjarnir komust á brott með tæplega tvær milljónir í reiðufé. Ránið tók aðeins um eina mínútu. Ræningjarnir hlupu síð- an niður á Nýlendugötu, sam- kvæmt vitnum, og röktu spor- hundar svo slóð þeirra áfram yfir Garðastræti, þar sem slóð þeirra hvarf. Lögregla taldi að þar hefði bifreið beðið ræningjanna, en lögreglan fann Toyota-bifreið á Blómvallagötu þar sem einn hníf- ur fannst sem er talinn hafa til- heyrt einum ræningjanna. Aldrei upplýst Búnaðarbankaránið var aldrei upplýst. Búnaðarbanki Íslands reyndi að greiða fyrir rannsókn málsins með því að heita einni milljón króna fyrir upplýsingar sem gætu leitt til hand- töku ræningjanna. Fjórir ungir menn voru um tíma grunað- ir um verknaðinn, en þeir höfðu áður komist í kast við lögin fyrir fjár- og tryggingasvik. Þeir höfðu sviðsett slys, innbrot og fleira í þeim tilgangi að hafa fé út úr tryggingafélögum með sviksam- legum hætti. Voru þeir um tíma hnepptir í gæsluvarðhald vegna málsins. Rannsóknarlögregla rík- isins kvaðst fullviss að fjórmenn- ingarnir tengdust málinu. Lög- regla vissi til þess að mennirnir hefðu áður gert áform um rán sem voru grunsamlega áþekk þeim aðferðum sem beitt var við Búnaðarbankaránið. „Það liggur fyrir að þessir menn hafa planað svona atburð með mjög áþekk- um hætti og raunin varð á Bún- aðarbankamálinu. Það er enn til rannsóknar að hve miklu leyti þeirra undirbúningur kom við sögu varðandi ránið. Bankarán- ið er staðreynd og þeirra undir- búningur er staðreynd. En urðu einhverjir á undan þeim eða hvað?“ sagði Hörður Jóhannes- son, þáverandi yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins, í samtali við Helgarpóstinn í febrúar 1996. Fjórmenningarn- ir neituðu þó ávallt sök og héldu því fram að þeir hefðu fjarvistar- sönnun þegar ránið var framið. Ekki var nægum sönnunum fyrir að fara til að ákæra fjórmenning- ana og Búnaðarbankaránið er því enn opið mál hjá lögreglu. n Mánudagsmorgun 14. apríl árið 1997 sátu tveir menn fyrir starfsmanni verslunar 10-11 í stigagangi fyrir framan skrif- stofu fyrirtækisins við Suður- landsbraut, vopnaðir heimatil- búnum leðurbareflum fylltum sandi. Starfsmaðurinn var með uppgjörstösku sem innihélt um fimm milljónir króna, sem var helgarsala verslunarinnar. Ræn- ingjarnir huldu, líkt og í hin- um ránunum, andlit sín með lambhúshettum. Þeir réðust að starfsmanninum, úr launsátri, með ofbeldi, sneru hann nið- ur, börðu og rifu af honum upp- gjörið. Í kjölfar ránsins náði DV tali af tveimur vitnum, þeim Sig- urði Kjartanssyni bygginga- fræðingi og Hallgrími Magnús- syni lækni. Þeir voru báðir á leið til vinnu þegar grímuklædd- ir menn urðu á vegi þeirra. „Ég hélt fyrst að þetta væri grín. Síð- an gekk ég áleiðis upp stigann og heyrði einhverjar stunur fyrir ofan. Þegar ég kom upp lá ungur maður þar hálfvankaður og það blæddi úr honum,“ sagði Sigurð- ur í samtali við DV. Hann gerði sér þá grein fyrir alvöru máls- ins. „Ég sagði þá við Hallgrím: Við skulum reyna að ná í helvít- is þrjótana.“ Sigurður og Hall- grímur sáu mennina hlaupa átt að Gnoðarvogi og afréðu þeir að stökkva út í bíl og veita þeim eftirför. „Við Hallgrímur ruk- um út í bílinn minn og ókum upp Skeiðarvog og inn Sólheim- ana til að reyna að komast fyr- ir þá. Þar sáum við tvo grun- samlega menn. Þeir voru þá að stíga inn í bíl sem Hallgrímur sá. Ég hringdi strax í lögregluna og sagði að við hefðum séð menn sem gætu tengst þessu ráni.“ Hallgrímur og Sigurður náðu skrásetningarnúmeri bílsins og komu þeim upplýsingum til lög- reglu. Það tók lögregluna aðeins tvo tíma að hafa upp á bílnum. „Mér finnst þetta ótrúleg bí- ræfni um hábjartan dag,“ sagði Sigurður. Eigandi bifreiðarinnar, brúnnar Mözdu, var í kjölfar- ið handtekinn og reyndist hafa nokkurt magn peninga á sér. Sá maður reyndist áður hafa kom- ist í kast við lögin. Hafði hann skömmu áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis- vistar vegna smygls á tæpu kílói af amfetamíni í mörgæsarstyttu árið 1995. Óafvitandi hlutdeildarmaður „Ég stóð ekki að þessu ráni. Ég vissi ekki hvað var í gangi þarna. Ég ók náttúrulega en ég vissi ekki um tilgang ferðar- innar,“ sagði einn þriggja sak- borninganna fyrir dómi þegar hann var beðinn um að lýsa af- stöðu sinni til sakarefnisins. Kvaðst hann enga ástæðu hafa haft til að fremja rán, hann ætti næga peninga. Hann hefði ver- ið fenginn til að aka flóttabif- reiðinni án þess að honum hefði verið gerð grein fyrir að hann væri að taka þátt í ráni. Hinir tve- ir játuðu sakir. Þeir hefðu vitað um ferðir peningasendilsins og ætlað að fremja ránið viku áður en þeir létu verða af því. Annar þeirra hefði þó sofið yfir sig svo þeir urðu að fresta ráninu um viku. Þremenningarnir voru allir sakfelldir fyrir sinn hlut í ráninu sem telst nú upplýst. n Búnaðarbankaránið 10-11 ránið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.