Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 38
38 FÓKUS 4. október 2019
L
eikhópurinn RaTaTam
hefur á skömmum tíma
stimplað sig inn sem fram-
sækinn og áhugaverður
leikhópur en hann frumsýndi
nýverið sýninguna HÚH! Best
í heimi, á litla sviði Borgarleik-
hússins.
Titillinn vísar vissulega í vand-
ræðalegt víkingaklapp sem sam-
einaði þjóðina svo sannarlega á
sínum tíma, en umfjöllunarefni
sýningarinnar hverfist í kringum
sjálfsmynd Íslendinga þar sem
leikararnir afhjúpa sig á áhrifarík-
an hátt.
Með verkinu varpar leik-
hópurinn ljósi á þær hliðar sem
fæstir vilja beina sjónum að. Það
sem við forðumst flest að tala
um, vandræðalegar uppákom-
ur og mistökin sem fylgja því að
vera manneskja. Það er óhætt að
segja að kvíði, höfnun og skömm
leiki þar stórt hlutverk en sögurn-
ar eiga það sameiginlegt að fjalla
um sammannleg vandamál á
hispurslausan hátt.
Leikhópinn skipa þau Hall-
dóra Rut Baldursdóttir, Hildur
Magnúsdóttir, Guðrún Bjarna-
dóttir, Guðmundur Ingi Þorvalds-
son og Albert Halldórsson, hvert
með sína sérstöðu og ólíku frá-
sagnaraðferðir. Þau beita bæði
hlýju, húmor, leik og tónlist til að
velta fram ófullkomleika manns-
ins og því hvernig sjálfsmyndin
getur stangast á við raunveruleik-
ann.
Handritið er afrakstur sjálfs-
skoðunar leikhópsins sem full-
yrðir að sögurnar séu sannar og
endurspegli upplifun þeirra af
atburðum úr eigin lífi. Flutning-
ur þeirra er fjölbreyttur og óhætt
að fullyrða að áhorfendur geti
samsamað sig fleiri en einni frá-
sögn hvort sem hún er fyndin,
einlæg eða átakanleg. Þetta á
sérlega við um lýsingu Halldóru
Rutar á æsku sinni en meðan
hún greindi frá nístandi upplif-
un hlóð leikhópurinn yfir hana
dýnum með táknrænum íþyngj-
andi hætti. Guðmundur Ingi fjall-
aði á spaugilegan hátt um það að
feta sína eigin slóð og brjótast úr
því formi sem nærumhverfið ætl-
ast til. Áhorfendur átta sig fljótt á
því að hann er ekki sveitamaður.
Kostuleg sena sem margir ættu að
tengja við sem og fullkomnu feg-
urðardrottninguna með filterað
líf sitt á samfélagsmiðlum. Hildur
tók svo fyrir hina stöðugu bar-
áttu við aukakílóin sem og hina
sjálfskipuðu útlitspressu í eilífri
leit hennar að rétta sundbolnum.
Sama bolta greip Guðrún á lofti
sem Neanderdalsmaðurinn þar
sem hún gerir grín að hárvexti
sínum sem þykir samkvæmt ein-
hverjum ósýnilegum stöðlum yfir
meðallagi. Albert átti sömuleiðis
stórleik með óstjórnlegu grátkasti
sem hann vissi ekki sjálfur hvern-
ig best væri að binda endi á.
Björn Bergsteinn Guðmunds-
son sér um lýsingu verksins en
Þórunn María Jónsdóttir hann-
ar búninga og leikmynd. Hljóð-
mynd og tónlist er í höndum
Helga Svavars Helgasonar ásamt
leikhópnum en tónlist leikur stórt
hlutverk í sýningunni.
Niðurstaða
Allt listilega leyst og flæðið milli
frásagna skýrt sem skrifast á leik-
stjórann, Charlotte Böving, sem
stýrir skútunni af sinni alkunnu
snilld. Í heild er HÚH! Best í
heimi stórskemmtileg sýning
sem leikhúsunnendur ættu ekki
að láta framhjá sér fara. n
aðrir útsölustaðir
Epal - Laugavegi 70
EPAL - Harpa
Airport fashion - Leifsstöð
Reykjavik Raincoats
LAUGAVEGUR 62, 101 RVK
www.reykjavikraincoats.com
Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com
Mistökin sem fylgja
því að vera manneskja
„Þau beita bæði hlýju, húmor,
leik og tónlist til að velta
fram ófullkomleika mannsins og
því hvernig sjálfsmyndin getur
stangast á við raunveruleikann.
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
Hressilegt
Plakat sýn-
ingarinnar er
skemmtilegt.
Glamrar á gítar
Guðmundur Ingi í
hlutverki sínu.