Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 6
6 UMRÆÐA Sandkorn 4. október 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Glæpur og refsing É g var komin á „ gamalsaldur“ þegar ég eignaðist mína fyrstu íbúð. Ég var kom- in yfir þrítugt, enda höfðu jafnaldrar mínir lítinn áhuga á að eyða peningum í steinsteypu upp úr tvítugu. Það var ýmislegt ann- að sem lenti ofar í forgangsröðun- inni, misgáfulegt kannski. Þessi fyrsta íbúð mín var draumur í mínum augum. Heilir 56 fermetr- ar í gömlu hús á Laugarnesinu. Þvottavélin við hliðina á ísskápn- um og herbergið fyrir þá einka- dótturina stúkað af í stofunni. Fimmtíu kílóa túbusjónvarp- ið rammaði inn bjarta stofuna og fimm þúsund króna sófinn af nytjamarkaðinum yljaði mér á köldum vetrarkvöldum. Það má með sanni segja að ég hafi skorið við nögl í þessum búskap mínum. Ég var einstæð móðir og einstaklega hagsýn í innkaupum, enda leyfði launa- seðillinn ekki annað. Ég átti samt mitt eigið heimili og sú tilfinning var ómóstæðileg, þó að ég borð- aði grjónagraut stundum þrisvar sinnum í viku og pylsupasta þess á milli. Svo gerðist lífið og ég sam- einaðist annarri dásamlegri fjöl- skyldu. Við ákváðum að fara saman í ævintýri til Taílands í þrjá mánuði. Ég var staðráðin í að leigja út þessa draumaíbúð mína til einhvers sem ég kannaðist við. Það tókst og hélt ég leiguverðinu í lágmarki. Þegar ég var búin að borga af íbúðalánunum, hita, raf- magn, net og sjónvarp átti ég um það bil tuttugu þúsund krónur eftir af leigutekjunum á mánuði. Þegar heim var komið ákvað ég að það væri orðið tímabært að selja þessa perlu á Laugarnesinu sökum þess að fjölskyldustærð mín hafði óvænt margfaldast. Hún seldist strax og fékk ég ágætis pening upp í næstu eign við þessa sölu. Ég var ansi lukkuleg með þetta allt saman. Þar til kom að gerð skattfram- tals. Þá féllust mér hendur. Ég gaf að sjálfsögðu leigutekjurnar upp en mér til mikillar undrunar stóðu útreikningarnir þannig að ég þurfti að borga rúmlega hund- rað þúsund krónur í skatt af tekj- unum, þótt ég hefði aðeins fengið um sextíu þúsund krónur í vasann af þeim þessa þrjá mánuði. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og fékk þau svör að ég gæti sýnt fram á að ég hefði borgað leigu annars staðar til að lækka þennan skatt. Því skilaði ég inn langtímaleigu á Airbnb í Taílandi þessu til niður- fellingar. Þá sagði tölvan bara nei. Langtímaleiga á Airbnb var ekki tekin gild. Gott og vel. En hvað ef ég sýndi fram á rekstrarkostnað íbúðarinnar og hve lítið ég hefði fengið í eigin vasa út frá þessum tekjum? Aftur sagði tölvan þvert nei. Ég endaði því í fimmtíu þús- und króna mínus eftir þetta leigu- ævintýri. Annað áfallið kom svo þegar ég rak augun í litla klausu um að ég hefði selt íbúðina mína innan tveggja ára. Því þyrfti ég að borga enn meiri skatt. Þessi klausa var víst til að fyrirbyggja fasteigna- brask. Ég hugsa oft til þessa skatt- framtals og hvað ég var vonsvik- in. Vonsvikin yfir því að standa í skilum þó að það bitnaði á fjöl- breytileikanum á matarborðinu. Vonsvikin yfir því að hafa ekki látið græðgina taka völdin og far- ið fram á sanngjarnar leigutekjur. Vonsvikin yfir því að hafa dirfst að selja íbúðina mína innan tveggja ára einfaldlega út af því að ég var ástfangin. Ég fékk enga umbun fyrir að standa mig vel. Og það hefur ekkert breyst. Í staðinn fyrir hvatakerfi ákveða yfirvöld alltaf að búa til ný gjöld og skatta til að þvinga fólk til breytinga. Hækka bensínið svo ég skipti yfir í um- hverfisvænan kost í staðinn fyrir að lækka gjöld á umhverfisvæna bíla og gefa mér einhver örlítil fríðindi fyrir orkuskiptin. Setja á urðunargjald svo ég hendi minna í staðinn fyrir að klappa mér á bakið fyrir að flokka í öll þessi ár og kenna mér hvernig best sé að minnka neysluna. Banna mér að nota plastpoka en refsa mér þegar heim er komið og ég fer að týna úr pokunum allar tilgangslausu plastumbúðirnar sem ég þarf svo sjálf að flokka og borga skatt af. Það yrði lítið gert heima hjá mér ef hvatakerfið um húsverkin snerist um að sá sem þau innti af hendi myndi þurfa að borga með sér. Þetta er ekkert ofboðslega flókið dæmi nefnilega og myndi örugglega hvetja fleiri til dáða en álögur, skattar og gjöld. n Spurning vikunnar Hefur þú áhyggjur af loftslagsmálum? „Nei, ég get ekki sagt að ég hafi ein- hverjar sérstakar áhyggjur af því.“ Þórdís Anna Aradóttir „Já, klárlega. Við þurfum að fara að í að- gerðir sem allra fyrst og hætta að spyrja okkur hvort loftslagsbreytingar séu raunverulegar og spyrja okkur hvað við getum gert. Bæði sem þjóð, fyrirtæki og einstaklingar.“ Tómas Gauti Jóhannsson „Já, ég hef miklar áhyggjur af loftslags- málum framtíðarinnar. Til að breyta heiminum þarf maður fyrst að breyta sjálfum sér. Fólk er vonandi að átta sig á því að það þarf ekki allt þetta drasl sem það er að kaupa.“ Andrea Guðrún Hringsdóttir „Já, ég hef þær. Þetta er eitthvað sem allir eiga að láta sig varða. Snúum við þeirri þróun sem er nú þegar hafin.“ Lovísa Tómasdóttir Ekki sama hver er Aðalmeðferð í máli Gyðu Drafn- ar Grétarsdóttur gegn Jóni Ársæli Þórðarsyni og RÚV fór fram í vikunni, en málið varðar um- deilt viðtal í þáttunum Para- dísarheimt. Eins og kom fram við aðalmeðferð voru skilmál- ar Gyðu fyrir viðtali hundsað- ir af bæði Jóni Ársæli og RÚV, sem viðurkenndu þar með bótaskyldu sína. Jafnframt kom fram að enginn sátta- vilji hafi verið af hálfu RÚV, en Gyða krafðist fimm milljóna í bætur. Þess er skemmst að minnast að RÚV greiddi Guð- mundi Spartakus Ómarssyni 2,5 milljónir í miskabætur utan dómsals vegna fréttaflutnings um meint fíkniefnaviðskipti. RÚV var harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Guðmund, sem krafðist upprunalega 10 milljóna króna í bætur. Töldu forsvarsmenn RÚV að hag- stæðast væri að semja og því mætti leiða líkur að því að mál RÚV hefði verið veikt fyrir dómi – líkt og mál RÚV gegn Gyðu. Það er ekki sama hver er. Fjölmiðlakonan og ráðgjafinn Lítt þekkt ættartengsl F jölmiðlakonan Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórn- arinnar í jafn- réttismálum, eru systur. Krist- ín Ýr hefur starf- að í fjölmiðlum um árabil, var blaðakona á Vikunni, skrif- aði pistla í Stundina og var nú síðast fréttakona á Stöð 2 áður en henni var sagt upp í niður- skurði fyrir stuttu. Halla er ekki minna skelegg en systir henn- ar, nema síður sé. Hún hefur einnig starfað sem blaðamað- ur og gefið út bækur en meira hefur farið fyrir henni í pólitík- inni síðustu misseri. Hún var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar á meðan hann var heilbrigðisráðherra og aftur þegar Ögmundur varð dóms- og mannréttinda- ráðherra og inn- anríkisráðherra og er nú ráðgjafi rík- isstjórnarinnar í jafnréttismál- um. Maður og vél Gatnaframkvæmdir hafa sett svip sinn á Reykjavík undanfarið. Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.