Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 45
FÓKUS 454. október 2019 Söngkonan Britney Spears bar heldur óhefðbundinn höfuð- búnað þegar hún gekk að eiga æskuvin sinn, Jason Alexander – nefnilega derhúfu. Vinirnir tóku hvatvísa ákvörðun í janúar árið 2004 og giftu sig í litlu, hvítu kapellunni í Las Vegas. 55 klukkustundum síð- ar sótti Britney hins vegar um ógildingu sökum þess að hún skildi ekki fyllilega hvað hún var að gera þegar hún sam- þykkti hjónaband. Samband leikarans Nicolas Cage og Eriku Koike er með þeim skrautlegri. Þau sáust fyrst saman á Púertó Ríkó í apríl árið 2018 og gengu í það heilaga 23. mars sama ár í Las Vegas. Aðeins fjórum dögum síðar sótti leikarinn um ógildingu og sagðist hafa verið of fullur til að kvænast. Þá fauk í Eriku sem sagðist í samtali við Daily Mail vera mjög sár því leikarinn hefði „smánað“ hana opinberlega. Tónlistarkonan Michelle Phillips lék í kvikmyndinni The Last Movie í leikstjórn leikarans Dennis Hopper. Eftir að tökum lauk á myndinni gengu þau Michelle og Dennis í það heilaga, nánar tiltekið þann 31. október árið 1970. Átta dögum síðar var ballið búið, en Dennis var í mikilli neyslu á þessum tíma og alræmdur fyrir ófarir í kvennamálum. Guns N’ Roses-söngvarinn Axl Rose kvæntist Erin Everly þann 28. apríl árið 1990, en Erin er hvað þekktust fyrir að veita Axl inn- blástur til að semja lagið Sweet Child o’ Mine. Sagan segir að Axl hafi farið á skeljarnar klukkan fjögur um nótt og sagt: „Ég drep mig ef þú kvænist mér ekki.“ Þau giftu sig í Las Vegas og fjórum vikum seinna sótti rokkarinn um skilnað. Axl og Erin byrjuðu hins vegar aftur saman en ári síðar var hjónabandið ógilt vegna grafalvarlegra ásakana Erin um heimilisofbeldi. Það var sannkallað drauma- brúðkaup þegar leikkonan og tónlistarmaðurinn giftu sig á Bandarísku Jómfrúaeyjum í maí árið 2005. Ástarloginn slokknaði þó fljótt, nánar tiltekið eftir fjóra mánuði. Seinna meir lýsti Renée hjóna- bandinu sem „mjög dap- urlegri reynslu.“ Shannen og Ashley ákváðu að láta pússa sig saman eftir aðeins tveggja vikna samband árið 1993. Þau komu vinum og fjölskyldu í opna skjöldu þegar þau giftu sig í bakgarði við heimili leikkonunnar. Fimm mánuðum síðar var gaman- ið búið og þau skildu. Jennifer giftist dansara sínum þann 29. september árið 2001. Jennifer tjaldaði öllu til enda var hún nýbúin að græða á tá og fingri eftir útgáfu lags- ins Love Don’t Cost a Thing. Hún klæddist brúðarkjól frá Valentino og lét skreyta með tíu þúsund rósum. Allt þetta dugði ekki til og entist hjóna- bandið aðeins í átta mánuði. Jennifer og Chris staðfestu skilnað sinn í júní árið 2002. Sambandi Liams og Miley mætti helst lýsa sem „haltu mér, slepptu mér“, en þau deituðu við og við síðan þau kynntust árið 2009. Þann 23. desember í fyrra giftu þau sig við litla athöfn. Miley klæddist kjól frá hönnuðinum Vivianne Westwood og kost- aði dressið ríflega milljón. Þann 10. ágúst síðastliðinn gaf Miley út yfirlýsingu þar sem hún staðfesti sambandsslitin, en grunur vaknaði um að þau væru hætt saman eftir að söngkonan deildi myndum af sér án giftingarhringsins. Þetta kom Liam í opna skjöldu og vissi hann ekkert um skilnaðinn fyrr en hann sá yfir- lýsinguna á samfélagsmiðlum. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að yfirlýsingin kom út, fóru myndir af Miley og nýju kærustu hennar, Kaitlynn Carter, í birtingu. Þær er nú hættar saman. Hryssingsleg hjónabönd n Brúðkaup stjarnanna eru oft ríkmannleg en vara sum ansi stutt n Hér eru þau allra stystu Axl Rose og Erin Everly 26 dagar Liam Hemsworth og Miley Cyrus 8 mánuðir Britney Spears og Jason Alexander 55 klukkutímar Jennifer Lopez og Cris Judd 8 mánuðir Nicolas Cage og Erika Koike 4 dagar Dennis Hopper og Michelle Phillips 8 dagar Renée Zellweger og Kenny Chesney 4 mánuðir Shannen Doherty og Ashley Hamilton 5 mánuðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.