Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 36
36 4. október 2019 Tímavélin Gamla auglýsingin13. júní 1890 í Þjóðólfi „Þetta er vopnað rán“ n Þrjú rán í Reykjavík vöktu óhug n Þaulskipulögð verk grímuklæddra ræningja n Öll ránin framin á mánudagsmorgni Á árunum 1994–1997 voru framin þrjú rán í Reykja- vík sem vöktu töluverðan óhug. Ránin voru þaul- skipulögð, vasklega var gengið til verks og höfðu ræningjarnir í öll- um tilvikum töluverðar fjárhæðir upp úr krafsinu. Sérstaka athygli vakti að öll þrjú ránin voru fram- in á mánudagsmorgni, í öllum málunum var um fleiri en einn geranda að ræða og í öllum til- vikum voru ræningjarnir grímu- klæddir. Þegar þriðja málið, 10-11 ránið, kom upp þá töldu margir að um sömu ræningja væri að ræða í öllum tilvikum. Annað kom þó á daginn. Tvö málanna teljast í dag upplýst og reyndist þar um ótengda aðila að ræða. Þriðja málið, Búnaðarbankarán- ið, hefur aldrei verið upplýst en þó lágu tilteknir einstaklingar undir grun, sem ekki eru taldir tengjast hinum tveimur ránun- um. Mánudagsmorguninn 27. febrúar 1994 voru tveir starfsmenn Skelj- ungs á leiðinni að skila helgar- uppgjöri í Íslandsbanka við Lækj- argötu þegar þrír hettuklæddir menn, í bláum vinnugöllum, réð- ust að þeim. Einn maðurinn var vopnaður slökkvitæki sem hann notaði til að slá annan starfs- manninn í höfuðið með þeim af- leiðingum að hann féll í götuna. Síðan hrifsuðu mennirnir til sín uppgjörstöskuna, sem innihélt tæplega sex milljónir króna, og hlupu að flóttabifreið, hvítum Saab, sem beið þeirra á Vonar- stræti. Ránið tók aðeins örfáar mínútur. Saab-bifreiðin fannst mannlaus síðar um morguninn við Ásvallagötu og höfðu ræn- ingjarnir reynt að kveikja í henni. Síðdegis sama dag var tilkynnt um bál sem logaði í fjörunni í Hvammsvík í Kjós. Þar fannst taska, fatnaður, skór og peninga- poki frá Skeljungi, sönnunar- gögn í málinu sem ræningjarnir höfðu reynt að farga. Upp hófst umfangsmikil rann- sókn lögreglu, en ljóst var að rán- ið hafði verið þaulskipulagt, og tókst ræningjunum vel að hylja slóð sína. Saab-bifreiðinni höfðu ræningjarnir stolið, mennirnir voru í vinnugöllum með hettur, og höfðu þeir jafnvel gengið svo langt að reyna að farga öllum sönnunargögnum með því að kveikja í þeim. Rannsóknin var því árangurslaus og lá málið opið hjá lögreglu og safnaði ryki í átta ár, en þá dró skyndilega til tíð- inda. Samviskan nagar eftir sjónvarpsþátt „Kveikjan að þessu var þátturinn Sönn íslensk sakamál í fyrra. Það var nákvæmlega þá sem þetta gaus allt upp hjá mér og ég fann að ég þurfti að segja frá þessu,“ sagði Jónína Baldursdóttir, fyrr- verandi sambýliskona manns að nafni Stefán Aðalsteinn Sig- mundsson, í samtali við DV árið 2002. Skeljungsránið var tekið fyrir í þætti af Sönnum íslenskum sakamálum. Þegar Jónína sá þáttinn ákvað hún að hafa sam- band við lögreglu og greina frá leyndarmáli sem hún hafði þag- að yfir í tæpan áratug. Fyrrver- andi sambýlismaður hennar, Stefán Aðalsteinsson, hafði sam- band við hana skömmu eftir rán- ið og var honum mikið niðri fyrir. „Hann sagði mér að hann hefði staðið að þessu ráni í Lækj- argötunni og lýsti því fyrir mér að þeir hefðu verið þrír og þetta hefði verið vandlega undirbúið. Þeir biðu þarna eftir stelpunum sem þeir vissu að kæmu um þetta leyti. Þegar þær stoppuðu stukku tveir þeirra á eftir bílnum [bílnum sem starfsmennirnir komu á til að skila uppgjörinu, innsk. blm]. Stefán greip með sér slökkvitæki sem var í bílnum og ætlaði að nota það til að sprauta á þær til að skapa ótta. En þegar til kom var tækið bilað og þegar ekkert kom út úr því panikkaði hann og barði eina þeirra. Það hafði ekki staðið til að meiða neinn.“ Flúðu á tveimur bifreiðum og reiðhjólum Stefán sagði Jónínu að í kjöl- farið hefðu hann og samverka- menn hans stungið af á Saab-bif- reiðinni, ekið henni á tiltekinn stað þar sem þeir skiptu yfir á reiðhjól og hjóluðu allir hver í sína áttina og hittust síðar á fyr- irfram ákveðnum stað þar sem þeirra beið jeppi. Þeir settu reiðhjólin inn í jeppann og óku svo í Hvalfjörð þar sem þeir brenndu ávísanir, VISA-nótur og fatnað. Stefán bað Jónínu að fela hans hluta af fengnum. „Ég veit ekki hvernig honum datt þetta í hug. En hann er mikill spek- úlant og pælingamaður. Það er einmitt honum líkt að plana eitt- hvað svona vel.“ Þrátt fyrir að hafa þagað yfir þessum upplýsingum í næstum áratug ákvað Jónína að stíga fram og greina frá vitneskju sinni um málið. „Ef maður tekur þá stefnu í lífinu að vera heiðarlegur og njóta lífsins þá verður maður að losa sig við svona byrði.“ Jón- ína hafði geymt ránsfeng Stefáns tímabundið og fékk um 200 þús- und krónur fyrir vikið. Sökum þess að Jónína gaf sig fram við lögreglu og greindi frá vitneskju sinni var ákveðið að ákæra hana ekki fyrir hylmingu. Í kjölfarið var Stefán Aðal- steinn handtekinn og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Í niðurstöðu Hæstaréttar var rán- ið kallað þaulskipulagt og ófyrir- leitið. Stefán játaði sakir greiðlega við yfirheyrslur, rakti atburðarás í smáatriðum og gekk með lög- reglu flóttaleið þeirra félaga. Samverkamenn Stefáns voru ekki sakfelldir. Annar þeirra sviti sig lífi rétt áður en hann átti að mæta til skýrslutöku og lögreglu tókst ekki að sanna sakir á þann þriðja. n Skeljungsránið Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.