Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 14
14 FÓKUS - VIÐTAL 4. október 2019 Þ ú ert foreldri. Einn daginn kemstu að því að barnið þitt hefur verið misnotað kyn­ ferðislega. Kæruferli fer í gang, gerandinn er ákærður og sak­ felldur, fer í fangelsi. Eftir nokkra mánuði, kannski ár, er níðingurinn laus. Sá sem braut á barninu þínu er einhvers staðar þarna úti í sam­ félaginu og þú veist aldrei nema þú rekist á hann í röðinni í Bónus, á bensínstöðinni, á biðstofunni hjá lækninum. Upp vaknar sú eðlishvöt sem innbyggð er í flestallar lífverur; að vernda afkvæmi sitt með kjafti og klóm. En á það ekki að vera hlutverk yfirvalda að vernda almenning fyrir mönnum sem taldir eru hættulegir umhverfi sínu? DV hefur undanfarnar vikur kortlagt búsetu dæmdra barna­ níðinga á Íslandi. Líkt og fram hef­ ur komið þá hafa margdæmdir barnaníðingar hér á landi fullan rétt á því að búa nálægt börnum. Margir þeirra grípa til þess ráðs að breyta um nafn til að forðast of­ sóknir. Víða erlendis eru í gildi lög um tilkynningarskyldu til almenn­ ings um dæmda kynferðisafbrota­ menn sem hætta er talin stafa af, til að mynda í Bretlandi þar sem lög heimila miðlun á upplýsing­ um um kynferðisbrotamenn í til­ teknum tilvikum. Í Bandaríkjunum eru dæmdir kynferðisbrotamenn lagalega skyldugir til þess að gefa sig fram við löggæsluyfirvöld í sinni borg eða bæjarfélagi eftir að afplán­ un refsingar lýkur. Í kjölfarið fara umræddir brotamenn á lista sem er aðgengilegur almenningi. Við­ komandi einstaklingur þarf að gefa yfirvöldum upplýsingar um heimilisfang sitt og persónulega hagi og gefa sig fram við lögreglu árlega, hafi hann fasta búsetu. Engin slík tilkynningarskylda ríkir á Íslandi en frumvarp til laga­ breytinga sem varðar eftirlit með dæmdum barnaníðingum var lagt fram í þriðja sinn nú á dögunum. Flutningsmaður frumvarpsins er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing­ maður Framsóknarflokksins. Nái frumvarpið fram að ganga þurfa barnaníðingar sem beinlínis eru taldir eru hættulegir umhverfi sínu að gangast undir vissar kvað­ ir. Til að mynda yrði þeim bannað að búa nálægt börnum, eftirlit yrði með netnotkun þeirra og lögregla mundi hafa eftirlit með heimili þeirra. Þá er gert ráð fyrir í frum­ varpinu að barnaverndarnefndir og aðrir viðkomandi aðilar verði upplýstir þegar dæmdur barna­ níðingur flytur búferlum. Gerandinn býr á móti grunnskóla „Mér finnst það klárlega varða al­ mannahagsmuni að um þennan mann sé vitað. Hann býr í námunda við skóla og börn eiga alltaf að njóta vafans,“ segir ung­ ur faðir á höfuðborgarsvæðinu en barnung dóttir hans varð fyrir því að nákominn einstaklingur braut á henni kynferðislega. Maðurinn var einnig gripinn með töluvert magn af grófu barnaklámi í fartölvu sinni. Fyrir dómi var það virt gerandan­ um til refsilækkunar að hann játaði brotin og hefði leitað sér aðstoðar. Hann hlaut að lokum 12 mánaða fangelsi, skilorðsbundið. Gerandinn býr í dag skammt frá grunnskóla á höfuðborgar­ svæðinu. Faðirinn segist alls ekki geta útilokað að gerandinn sé lík­ legur til að brjóta kynferðislega á fleiri börnum. Hann telji að alltaf sé ákveðin hætta á að svona menn brjóti aftur af sér. Þegar dómur féll yfir gerand­ anum á sínum tíma var dómskjal­ ið ekki birt á vefsíðu dómstólanna og upplýst að ekki stæði til að birta dóminn. Faðirinn segist hafa haft samband við fulltrúa héraðsdóms í kjölfarið og spurst fyrir um hvern­ ig á þessu stæði. Benti hann meðal annars á að dómurinn væri þannig orðaður að með engu móti væri hægt að rekja hver brotaþolinn væri. Þá mætti færa rök fyrir því að nafnleynd yfir ákærða myndi ekki leiða af sér annað en þöggun og leynd yfir brotum mannsins. Í kjöl­ farið var dómurinn birtur á vefn­ um, en nafn gerandans kom þó ekki fram. Faðirinn gagnrýnir að það sé ekki hægt að ganga að því vísu að gerendur í kynferðisbrota­ málum séu nafngreindir í opin­ berum dómsgögnum og að það sé með ólíkindum að hann hafi þurft að knýja á um að dómurinn yrði yfir höfuð birtur þótt nafn gerand­ ans kæmi reyndar ekki fram. „Ég er á því að nafn hans hafi átt að birtast í dómnum. En það breyt­ ir svo sem engu um það að þessi maður hefur verið dæmdur og fyrir það getur enginn þrætt. Það mega og eiga allir að vita og því ekkert að því að tala um það né fjalla um það. Það sem angrar mig mest er að það skuli ekki vera fyrirsjáan­ legt, þegar þessi mál rata fyrir dóm, hvernig niðurstöður þeirra eru kynntar almenningi. Það á ekki að „ÞESSIR MENN ÆTTU ALDREI AÐ FÁ AÐ BÚA NÁLÆGT BÖRNUM“ n DV ræðir við foreldra barna sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi n Þurfa að hitta níðinga barna sinna úti á götu n Margdæmdur barnaníðingur býr beint á móti sundlaug„Ég er alltaf hrædd um að hann misnoti önnur börn Hrædd um fleiri brot Halldóra á barn sem var misnotað kynferðislega og óttast að níðingurinn brjóti af sér aftur. M Y N D IR : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.