Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 9
FÓKUS - VIÐTAL 94. október 2019
eftir því sem hann kom oftar upp
í vinnu varð þetta æ óþægilegra.
Hann kom ekki endilega til að
spjalla, því hann á mjög erfitt með
að eiga í samskiptum við mig. Í
hvert sinn sem hann reynir að
tala við mig titrar hann og græt-
ur.“
Atburðarásin eins og í bíómynd
Í nóvember 2012 fór maðurinn
svo að áreita vinkonu Ölmu,
senda henni skilaboð og krefjast
svara um afskiptaleysi Ölmu. Vin-
konan reyndi að gera manninum
ljóst að hann væri með þráhyggju
og þyrfti að leita sér hjálpar, en
hann þvertók fyrir það þótt hann
viðurkenndi að ganga stundum
oft langt í samskiptunum. Alma
á skrásett skilaboð frá júní 2013
til febrúar 2016 þar sem maður-
inn reynir sleitulaust að setja sig
í samband við hana. Skilaboðin
eru ávallt á þá leið að hann sé góð-
ur maður og vilji henni vel. „Ég
eignaðist son minn 2. apríl 2015
og fyrstu mánuðina eftir fæðingu
hans bjó ég hjá foreldrum mín-
um því ég einfaldlega treysti mér
ekki til að búa ein með hann. Á
þessum tíma var hann að senda
þeim skilaboð í tíma og ótíma en
þau ákváðu að segja mér ekki frá
því til að koma mér ekki í upp-
nám. Skilaboðin voru alltaf þau
sömu, beiðni hans um að hitta
þau og mig til að gera hreint fyrir
sínum dyrum. Þegar þau misstu
þetta svo óvart út úr sér brást ég
hin versta við, enda eru skilaboð
eina leiðin fyrir mig til að fá nálg-
unarbann. Ég sendi honum skila-
boð þess efnis að við ættum að
funda og loka þessu í eitt skipti
fyrir allt. Tveimur dögum síð-
ar hittumst við fjögur í sjoppu á
Akranesi. Ég leit á það sem tæki-
færi til að gera hreint fyrir mínum
dyrum því þetta var hið furðuleg-
asta mál. Hver lendir í því að ein-
hver maður fái svona mikla þrá-
hyggju, þetta er eins og bíómynd.
Ég gekk þarna á hann og spurði
hann hreint út: hef ég einhvern
tímann verið með þér? Gefið þér
undir fótinn? Gert eitthvað til að
ýta undir að þú komir svona fram
við mig? Hann svaraði öllu neit-
andi, talaði bara í hringi, grét,
stamaði og svitnaði. Að endingu
stóð pabbi á fætur og sagðist ætla
að taka í höndina á honum upp á
að hann léti dóttur sína í friði. En
þetta var bara byrjunin.“
Skilaboðin mín eina vörn
Áttaðir þú þig strax á að skila-
boðin væru þín eina vörn?
„Já, ég gerði það, bæði ég, vin-
konur mínar, barnsfaðir og for-
eldrar vorum öll búin að fara til
lögreglunnar og tilkynna hann.
Það eina sem ég hafði var að ég
hafði haldið skilaboðunum. Mig
langaði alltaf að blokka hann, en
þá hefði ég ekki þetta mál sem
ég hef núna. Ég blokkaði hann á
öllum samfélagsmiðlum, en hélt
í smáskilaboðin. Hann er samt
óþreytandi að búa til nýja að-
ganga og senda mér vinabeiðn-
ir,“ segir Alma og sýnir dæmi um
fimm mismunandi Facebook-
-reikninga.
„Hann vill svo mikið leiðrétta
að hann sé ekki eltihrellir og sé
ekki að áreita mig, en gerir sér
ekki grein fyrir því að þetta er að
áreita. Hann talar jafnframt mik-
ið um að hann vilji skaða sig og
hefur reynt það ítrekað. Í kjölfarið
hefur hann verið vistaður á geð-
deild. Á einum tímapunkti kom
lögreglan á Akranesi þeirri spurn-
ingu frá honum til mín hvort ég
væri opin fyrir því að tala við hans
geðlækni svo hann gæti útskýrt
stöðuna fyrir mér á fagmáli. Ég
samþykkti það enda vil ég gera
allt sem í mínu valdi stendur til
að loka þessu á sem skynsamleg-
astan hátt. Ég fékk þó aldrei sím-
talið frá geðlækninum.“
Sprautaður niður
Árið 2017 segir Alma hafa reynst
henni sérstaklega erfitt. Hún var
þá flutt frá barnsföður sínum og
bjó ásamt syni sínum á nýjum
stað. Fljótlega fór kunnuglegur
bíll að sjást ítrekað fyrir fram-
an blokkina. „Ég gekk á alla íbúa
í blokkinni og spurði hvort ein-
hver væri að umgangast þennan
mann, en enginn kannaðist við
það. Kvöld eitt var ég svo að koma
heim frá foreldrum mínum og sá
bílinn hans á stæðinu, ég athug-
aði ekki hvort hann væri í bíln-
um en seinna um kvöldið fór ég
aftur út. Ég keyrði af stað og sá
strax að hann elti mig. Þegar ég
svo stoppaði í lúgusjoppu steig
hann út úr bílnum sínum, gekk
að bílnum mínum og staðnæmd-
ist fyrir framan bílrúðuna eins og
til að ógna mér. Ég brunaði heim
og beið við eldhúsgluggann. Ég
þurfti ekki að bíða lengi því hann
var mættur á stæðið skömmu síð-
ar. Ég rauk út og sagði honum að
snáfa burt en hann sagðist vera
að koma til að hitta vin sinn sem
byggi í blokkinni. Hann ruddist
fram úr mér og upp á efri hæðina
þar sem meintur vinur átti heima.
Ég hringdi í kjölfarið í mömmu
sem kom strax ásamt bræðrum
mínum, við hringdum svo saman
á lögregluna sem kom líka. Við
fórum öll upp og manninum brá
mjög að sjá okkur, svo mikið að
hann læsti sig inni hjá manninum
sem þar bjó. Að endingu þurfti
að kalla til lækni sem sprautaði
manninn niður. Síðar um nóttina
drakk hann svo ofan í lyfin og
endaði með að ónáða bæði lög-
reglu og Neyðarlínuna.“
Nálgunarbannið ítrekað brotið
Alma hefur ekki tölu á þeim sál-
fræðimeðferðum sem hún hefur
þurft að sækja í kjölfar áreitninn-
ar en stóran hluta ársins dvaldi
hún hjá Kvíðameðferðarstöðinni.
Hún segir síður en svo hlaupið að
því að fá nálgunarbann í gegn en
það tókst henni loks í árslok 2017.
„Ég vann á þessum tíma í bænum
en bjó á Akranesi. Ég fór að taka
eftir bílnum hans við Hvalfjarðar-
göngin, Reykjavíkurmegin, þar
sem hann beið eftir mér á hverj-
um morgni og elti mig svo. Ég náði
því í eitt skipti á myndband þegar
hann brunaði á eftir bílnum mín-
um. Staðreyndin er sú að maður
verður að hafa allar svona sannan-
ir svo eitthvað sé gert í málinu. Á
afmælisdaginn minn, 16. október,
fékk ég nálgunarbann, en ekki fyrir
son minn. Maðurinn þarf að halda
sig í fimmtíu metra fjarlægð frá mér
og má ekki hafa samband við mig
með neinum hætti. Ég hef tvisvar
fengið svona nálgunarbann á hann
en hann hefur brotið það í bæði
skiptin.“
Ári síðar flutti Alma til Reykja-
víkur með þáverandi kærasta og
bjó með honum ásamt sonum
Í miðju
taugaáfalli
ertu ekki í
neinni
tengingu við
raunveru
leikann