Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 18
18 4. október 2019FRÉTTIR Þ egar efnahagshrunið reið yfir heiminn hrundi fast­ eignamarkaður í Banda­ ríkjunum og fjölmargir misstu heimili sín. Ellefu árum seinna hefur fasteignamarkaður­ inn þar í landi ekki náð að koma sér í samt horf. Nýtt stefna hefur hins vegar notið síaukinna vin­ sælda vestan hafs og minnir um margt á hippakommúnur átt­ unda áratugar síðustu aldar og verbúðir. Ólíkt því fyrrnefnda er þessi nýja tískubylgja ekki drifin áfram af hugsjón heldur mark­ aðsöflum. Um er að ræða stórar íbúðir þar sem leigðar eru út koj­ ur til einstaklinga. Þeir sem leigja koju deila baðherbergi og eldhúsi með öðrum kojuleigjendum en á sumum stöðum er fleira innifalið í leigunni, svo sem þrif, kaffi og núðlur. Koja á 1.000 dollara Ashley Shannon, 23 ára, er í hópi þeirra sem leigja koju í Los Angeles, en hún losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur þegar hún flutti frá Kansas til Los Angeles eft­ ir háskóla. Nú kemur hún öllu sínu hafurtaski fyrir í einni ferðatösku og einum bakpoka og borgar þús­ und dollara á mánuði fyrir koju, rétt tæplega 125 þúsund krónur. Hátt verð fyrir eina koju en samt sem áður helmingi lægri leiga en á stúdíóíbúð í Los Angeles. Ash­ ley leigir koju í íbúð sem er í eigu stórfyrir tækisins PodShare. Hún þénar fjörutíu þúsund dollara á ári, tæplega fimm milljónir, sem aðstoðarkona dáleiðanda. Fyrirtækið PodShare leigir út 220 kojur á fimm stöðum í Los Angeles og einum stað í San Francisco. Er þetta aðeins eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum bransa, sem risu upp úr krepp­ unni fyrir fólk sem vildi búa mið­ svæðis en hafði ekki efni á því, sökum lágra launa og hárra náms­ lána. Sum fyrirtækjanna í koju­ bransanum segjast hafa verðugri markmið en bara að græða pen­ inga – nefnilega að berjast gegn einmanaleika. Samkvæmt nýrri rannsókn eru 30% ungmenna á aldrinum 18 til 33 ára, svonefndra „millenials“, einmana. Annað stórt fyrirtæki sem leigir út kojur er Starcity, fyrir­ tæki sem gerir upp gömul hótel og skrifstofubyggingar í Los Ang­ eles og San Francisco. Það býð­ ur upp á einkaherbergi með koju fyrir á bilinu þrettán hundruð til tvö þúsund dollara á mánuði. Svo er það Common, fyrirtæki sem rekur þrjátíu byggingar í sex stærstu borgunum í Bandaríkjun­ um. Þar er leigan fimmtán til tutt­ ugu prósentum lægri en það sem gerist og gengur. Gagnrýna verktaka Margir hafa gagnrýnt þessa tísku­ bylgju og segja stórfyrirtæki einungis vera að nýta sér hús­ næðiskreppuna. „Þetta búset­ uform er hreinlega ný leið fyrir verktaka til að kreista út hagnað úr annars brotnu húsnæðiskerfi,“ sagði Hanna Wheatley, rannsak­ andi húsnæðismála og landsvæða fyrir New Economic Foundation, til að mynda við The Guardian. Þetta búsetuform er auðvitað ekk­ ert nýtt og er Alan Durning, stofn­ andi rannsóknarmiðstöðvarinnar Sightline Institute, sammála gagn­ rýni Hönnu. „Þetta gigghagkerfi og vogunarsjóðskapítalismi hafa gert hrun sem þetta spennandi, nýtt og nýtískulegt.“ Þá hefur þessi nýja tískubylgja einnig verið gagn­ rýnd út af háu leiguverði. Þessi bylgja virðist hins vera ekki vera búin að ná hámarki sínu og ekkert lát á vinsældum koju­ búsetu. Samkvæmt skýrslu fast­ eignafyrirtækisins Cushman & Wakefield, sem kom út fyrr á þessu ári, leigja sjö, stór fyrirtæki, sem fjármögnuð eru af vogunar­ sjóðum, út þrjú þúsund kojur í Bandaríkjunum. Samkvæmt grein Huffington Post er talið lík­ legt að þessi tala sé hærri þar sem mörg fyrirtæki hafi ekki verið tek­ in inn í reikninginn, til að mynda fyrrnefnd PodShare og Starcity. Þessi tvö fyrirtæki, ásamt nokkrum öðrum, hafa áætlanir um að bæta við tæplega sautján þúsund kojum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum. Markhópur flestra fyrirtækjanna samanstend­ ur af þeim tekjulægstu en hins vegar hefur eitt fyrirtækið, WeLive, markaðssett sig fyrir hina tekju­ háu, með kojur í einkaherbergi á Wall Street í New York fyrir þrjú þúsund dollara á mánuði, tæplega fjögur hundruð þúsund krónur. Væri annars á götunni Þetta búsetuform virkar hins vegar fyrir marga, og hafa yfirvöld í New York til að mynda kallað eftir að verktakar kynni þeim ný búset­ uform fyrir þá tekjulægstu, til að mynda kojukommúnur. Í grein Huffington Post er til að mynda talað við einn leigjanda hjá Pod­ Share, sem vill njóta nafnleyndar, sem er atvinnulaus og á á hættu að verða heimilislaus. Leigjandinn vill hins vegar ekki búa á hæli fyrir heimilislausa. Áður en leigj­ andinn heyrði af PodShare eyddi hann margfalt meiru í hótel og mótel. „Ég borgaði 175 dollara fyrir eina nótt á einu af hótelunum sem ég gisti á. Fáránlegt,“ segir leigj­ andinn. Ein nótt hjá PodShare kostar fimmtíu dollara og fjörutíu dollara ef heil vika er bókuð. Leigj­ andinn segist finna fyrir öryggi í kojukommúnunni. „Núna lifi ég eðlilegu lífi.“ n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sa a- og gistitunnu ásamt viðark ntu pott Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar ge ðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í grá m og brúnum l tum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. Kojukommúnur kúvenda fasteignamarkaðinum n Eftir hrun húsnæðiskerfisins í Bandaríkjunum voru góð ráð dýr n Verktakar maka krókinn á rándýrum kojum Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Kojuhagkerfi Hér má sjá tvo leigjendur PodShare í kojunum sínum. M Y N D IR : P O D SH A R E Spennandi kostur Íbúðirnar með kojunum eru oftar en ekki mjög nýtískulegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.