Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 18
18 4. október 2019FRÉTTIR
Þ
egar efnahagshrunið reið
yfir heiminn hrundi fast
eignamarkaður í Banda
ríkjunum og fjölmargir
misstu heimili sín. Ellefu árum
seinna hefur fasteignamarkaður
inn þar í landi ekki náð að koma
sér í samt horf. Nýtt stefna hefur
hins vegar notið síaukinna vin
sælda vestan hafs og minnir um
margt á hippakommúnur átt
unda áratugar síðustu aldar og
verbúðir. Ólíkt því fyrrnefnda er
þessi nýja tískubylgja ekki drifin
áfram af hugsjón heldur mark
aðsöflum. Um er að ræða stórar
íbúðir þar sem leigðar eru út koj
ur til einstaklinga. Þeir sem leigja
koju deila baðherbergi og eldhúsi
með öðrum kojuleigjendum en á
sumum stöðum er fleira innifalið
í leigunni, svo sem þrif, kaffi og
núðlur.
Koja á 1.000 dollara
Ashley Shannon, 23 ára, er í
hópi þeirra sem leigja koju í Los
Angeles, en hún losaði sig við allar
sínar veraldlegu eigur þegar hún
flutti frá Kansas til Los Angeles eft
ir háskóla. Nú kemur hún öllu sínu
hafurtaski fyrir í einni ferðatösku
og einum bakpoka og borgar þús
und dollara á mánuði fyrir koju,
rétt tæplega 125 þúsund krónur.
Hátt verð fyrir eina koju en samt
sem áður helmingi lægri leiga en
á stúdíóíbúð í Los Angeles. Ash
ley leigir koju í íbúð sem er í eigu
stórfyrir tækisins PodShare. Hún
þénar fjörutíu þúsund dollara á
ári, tæplega fimm milljónir, sem
aðstoðarkona dáleiðanda.
Fyrirtækið PodShare leigir
út 220 kojur á fimm stöðum í
Los Angeles og einum stað í San
Francisco. Er þetta aðeins eitt af
mörgum fyrirtækjum í þessum
bransa, sem risu upp úr krepp
unni fyrir fólk sem vildi búa mið
svæðis en hafði ekki efni á því,
sökum lágra launa og hárra náms
lána. Sum fyrirtækjanna í koju
bransanum segjast hafa verðugri
markmið en bara að græða pen
inga – nefnilega að berjast gegn
einmanaleika. Samkvæmt nýrri
rannsókn eru 30% ungmenna á
aldrinum 18 til 33 ára, svonefndra
„millenials“, einmana.
Annað stórt fyrirtæki sem
leigir út kojur er Starcity, fyrir
tæki sem gerir upp gömul hótel
og skrifstofubyggingar í Los Ang
eles og San Francisco. Það býð
ur upp á einkaherbergi með koju
fyrir á bilinu þrettán hundruð til
tvö þúsund dollara á mánuði.
Svo er það Common, fyrirtæki
sem rekur þrjátíu byggingar í sex
stærstu borgunum í Bandaríkjun
um. Þar er leigan fimmtán til tutt
ugu prósentum lægri en það sem
gerist og gengur.
Gagnrýna verktaka
Margir hafa gagnrýnt þessa tísku
bylgju og segja stórfyrirtæki
einungis vera að nýta sér hús
næðiskreppuna. „Þetta búset
uform er hreinlega ný leið fyrir
verktaka til að kreista út hagnað
úr annars brotnu húsnæðiskerfi,“
sagði Hanna Wheatley, rannsak
andi húsnæðismála og landsvæða
fyrir New Economic Foundation,
til að mynda við The Guardian.
Þetta búsetuform er auðvitað ekk
ert nýtt og er Alan Durning, stofn
andi rannsóknarmiðstöðvarinnar
Sightline Institute, sammála gagn
rýni Hönnu. „Þetta gigghagkerfi
og vogunarsjóðskapítalismi hafa
gert hrun sem þetta spennandi,
nýtt og nýtískulegt.“ Þá hefur þessi
nýja tískubylgja einnig verið gagn
rýnd út af háu leiguverði.
Þessi bylgja virðist hins vera
ekki vera búin að ná hámarki sínu
og ekkert lát á vinsældum koju
búsetu. Samkvæmt skýrslu fast
eignafyrirtækisins Cushman &
Wakefield, sem kom út fyrr á
þessu ári, leigja sjö, stór fyrirtæki,
sem fjármögnuð eru af vogunar
sjóðum, út þrjú þúsund kojur
í Bandaríkjunum. Samkvæmt
grein Huffington Post er talið lík
legt að þessi tala sé hærri þar sem
mörg fyrirtæki hafi ekki verið tek
in inn í reikninginn, til að mynda
fyrrnefnd PodShare og Starcity.
Þessi tvö fyrirtæki, ásamt nokkrum
öðrum, hafa áætlanir um að
bæta við tæplega sautján þúsund
kojum víðs vegar um Bandaríkin á
næstu tveimur árum. Markhópur
flestra fyrirtækjanna samanstend
ur af þeim tekjulægstu en hins
vegar hefur eitt fyrirtækið, WeLive,
markaðssett sig fyrir hina tekju
háu, með kojur í einkaherbergi á
Wall Street í New York fyrir þrjú
þúsund dollara á mánuði, tæplega
fjögur hundruð þúsund krónur.
Væri annars á götunni
Þetta búsetuform virkar hins vegar
fyrir marga, og hafa yfirvöld í New
York til að mynda kallað eftir að
verktakar kynni þeim ný búset
uform fyrir þá tekjulægstu, til að
mynda kojukommúnur. Í grein
Huffington Post er til að mynda
talað við einn leigjanda hjá Pod
Share, sem vill njóta nafnleyndar,
sem er atvinnulaus og á á hættu að
verða heimilislaus. Leigjandinn
vill hins vegar ekki búa á hæli
fyrir heimilislausa. Áður en leigj
andinn heyrði af PodShare eyddi
hann margfalt meiru í hótel og
mótel.
„Ég borgaði 175 dollara fyrir
eina nótt á einu af hótelunum sem
ég gisti á. Fáránlegt,“ segir leigj
andinn. Ein nótt hjá PodShare
kostar fimmtíu dollara og fjörutíu
dollara ef heil vika er bókuð. Leigj
andinn segist finna fyrir öryggi í
kojukommúnunni. „Núna lifi ég
eðlilegu lífi.“ n
GODDI.IS
Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550
Sa a- og
gistitunnu ásamt
viðark ntu pott
Sjáðu úrvalið
á goddi.is
Margar ge ðir
Eigum fjórar stærðir af lokum á
lager í grá m og brúnum l tum
Verð aðeins 58.500 kr.
Eigum fjórar stærðir af lokum á
lager í gráum og brúnum litum
Verð frá 58.500 kr.
Kojukommúnur
kúvenda fasteignamarkaðinum
n Eftir hrun húsnæðiskerfisins í Bandaríkjunum voru góð ráð dýr
n Verktakar maka krókinn á rándýrum kojum
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Kojuhagkerfi Hér
má sjá tvo leigjendur
PodShare í kojunum
sínum.
M
Y
N
D
IR
: P
O
D
SH
A
R
E
Spennandi
kostur Íbúðirnar
með kojunum eru
oftar en ekki mjög
nýtískulegar.