Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 48
4. október 2019 40. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Verð aðeins kr. 6.800.- HÖNNUÐUR: SANNE LUND TRABERG Jólaóróinn í ár Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Birtist þá regn - bogi? V inkonurnar og áhrifa- valdarnir Lína Birgitta og Berglind Saga stungu af úr köldu haustvindunum alla leið í sól- ina á Kanaríeyjum. Þær sýna í óðaönn frá þessu á samfélags- miðlum og kemur þar fram að þær gista á 5 stjörnu hótelinu Lopesan Baobab Resort þar sem nóttin kostar um 30.000 krónur. Athygli vekur að hót- elið sem og ferðaskrifstofan Úrval Útsýn eru merktar inn í margar færslurnar en hins vegar ekki tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Lína Birgitta hefur sjálf sagt í við- tali við DV að hún vinni ekki fyrir hvern sem er, þótt hún hafi í upphafi ferilsins þeg- ið vörur án endurgjalds og gert skiptidíla. Í dag velji hún viðskiptavini sína vel. „Ég vil að brandið þitt passi við mig og ég passi við brandið þitt,“ sagði hún í viðtali við DV. Stungu af Hinn eini, sanni Íslandsvinur T ónlistarmaðurinn Damon Albarn tilkynnti í vikunni að von væri á nýju efni frá honum undir nafninu The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows. Efnið er inn- blásið af landslagi Íslands og fer Damon á tónleikaferðalag með herlegheitin í maí. Reykjavík er hvergi að finna á lista yfir stað- festa tónleikastaði. Hugsanlega bætist Ísland hins vegar við þar sem það má með sanni segja að Damon Albarn sé sá útlendingur sem eigi titilinn Íslandsvinur hvað mest skilið. Þegar Damon var forsöngvari Blur á tíunda áratug síðustu ald- ar vandi hann komur sínar til Ís- lands. Í viðtali við DV árið 1996 sagðist hann ná djúpri tengingu við land og þjóð. „Ég saknaði Ís- lands eftir að ég var farinn til Bret- lands og hlakka auðvitað mikið til þess að koma aftur, annars væri ég ekki að koma,“ sagði hann, en Damon var tíður gestur og einn af eigendum Kaffibarsins. Damon gerði meira hér á landi en að kaupa hlut í öldur- húsi – hann keypti hér líka hús að Bakkastöðum 109 í Reykjavík. Um er að ræða tæplega 300 fermetra eign, búna sex svefnherbergjum og verður fasteignamat hennar á næsta ári rúmlega 110 milljón- ir. Damon keypti húsið árið 2002 og á það enn. Damon fer fögrum orðum um Ísland í upplýsingum um nýja tónlistarverkefnið. „Land miðnætursólarinnar, Ís- land, er einstakt land sneisafullt af náttúrufegurð; jöklum, eldfjöll- um, hverum, fjöllum og undur- samlegum höfðum,“ segir hann. Titill verksins er fenginn úr ljóð- inu Love and Memory eftir John Clare. M Y N D : G ET T Y IM A G ES Damon Albarn K astljós tók fyrir erfið- leika í efnahagskerfinu í þætti sínum á mið- vikudagskvöld, en áður en talað var við gesti þáttar- ins, þær Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, voru sýnd þónokkur brot úr kvöld- fréttum RÚV þar sem fjallað var um þær mörgu fjöldaupp- sagnir sem hafa orðið á síð- ustu vikum. Athygli vakti að Bogi Ágústsson, einn ástsæl- asti fjölmiðlamaður landsins, flutti allar þær fréttir, alla sem eina, og því engu líkara en að óveðursský uppsagna hvíli yfir Boga. Þó ekki jafn dimmt og grátt og yfir þeim sem hafa tapað vinnu sinni í versnandi árferði. Óveðursský yfir Boga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.