Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 10
10 FÓKUS - VIÐTAL 4. október 2019 þeirra úr fyrri samböndum. „Þarna var hann aðeins farinn að hægja á sér í skilaboðunum og ég hafði ekki séð hann lengi, sem var mik­ ill léttir. Dag nokkurn var ég svo að ganga heim með strákana okk­ ar úr leikskólanum þegar ég sé bíl keyra löturhægt fram hjá. Hann var kominn á nýjan bíl sem var ástæða þess að ég hafði ekki orðið vör við hann fyrr, en ég var ekki nógu fljót að kippa símanum upp og taka mynd. Ég mundi þó bílnúmer­ ið og tilkynnti strax til lögreglu. Þarna helltist hræðslan yfir mig, hann vissi hvar ég átti heima og á hvaða leikskóla strákurinn minn var. Ég hafði skipt um símanúm­ er og reynt allt til að fela slóð mína en foreldrar verða auðvitað að vera með skráð lögheimili fyrir börnin sín, sem auðvelt er að fletta upp í Þjóðskrá. Í kjölfarið sýndi ég starfs­ fólki leikskólans myndir af honum og nú þarf starfsmaður að ganga hring í kringum leiksvæðið áður en sonur minn fer í útiveru. Það er svo hræðileg tilfinning að hafa engin völd, það skiptir engu máli hvar ég er, hann er alltaf nálægt mér.“ Svefnrofalömun og taugaáfall Þrátt fyrir að vera með neyðar­ hnapp á sér daglega og nýtt nálg­ unarbann segir Alma hræðsl­ una alltaf hafa yfirhöndina. „Ég get ekki lýst því hversu erfitt það er að vera stöðugt að líta um öxl. Dagurinn byrjar með kvíða­ hnút því ég er svo hrædd við að skilja son minn eftir á leikskól­ anum. Eins get ég ekki verið í margmenni og á mjög erfitt með svefn. Í byrjun þessa árs fékk ég svo fyrsta alvöru taugaáfallið. Ég hafði þá ekkert sofið í þrjá sólar­ hringa. Ég var komin með svefn­ rofalömun sem lýsir sér þannig að maður vaknar og upplifir sig alveg lamaða. Mér fannst ég alltaf heyra fótatak og tilfinningin sem hellist yfir er, „ég get ekki varið barnið mitt“. Ég vissi að hann var alltaf í kringum mig, hann hékk í stigaganginum á næturnar og sendi mér stöðug skilaboð.“ Alma segist þó ekki hafa gert sér grein fyrir að um taugaáfall væri að ræða en hún endaði á bráðamóttöku með morfín í æð. „Ég fann svo hræðilega til í öllum líkamanum og læknarnir sendu mig í heilaskanna. Ég var með svo rosalegar bólgur. Þetta lýsir sér í raun eins og ofsakvíðakast, mað­ ur grætur bara og skilur ekki af hverju maður er að gráta. Ég hef verið á kvíðastillandi lyfjum síð­ an 2015 og því fannst mér óskilj­ anlegt að ég væri að fá svona stórt kvíðakast, en í miðju taugaáfalli ertu ekki í neinni tengingu við raunveruleikann.“ Andlega hliðin í rúst Og Alma segir það hafa verið þung skref að ganga inn á geð­ deild og biðja um hjálp. „Það er erfitt að vera móðir sem er ekki með hausinn í réttu ásigkomu­ lagi vegna óstjórnlegs ótta um að það sé maður þarna úti sem vilji gera okkur mein. Það var ekki fyrr en ég byrjaði með fyrrverandi kærustu minni að ég fór loksins að geta sofið. Ég vissi að þótt ég myndi vakna í lömunarástandi myndi hún geta hjálpað okkur. Það var svo erfitt að vita að ég gæti ekki farið ein með son minn vegna hans. Og þrátt fyrir að hann hafi ekki sýnt mér ógnandi hegð­ un er það þannig með flesta á ein­ hverju rófi að það klikkar eitthvað í hausnum og eftir átta ár er það augljóslega það næsta sem gerist. Það versta er að upplifa hvað nálgunarbann hefur lítið að segja. Þegar hann brýtur það er hann boðaður í skýrslutöku og ekkert meira. Þótt hann hafi aldrei meitt mig hefur hann rústað andlegu hliðinni en það skiptir engu máli því það sjást engir áverkar á mér. Ég er föst í einhverjum kassa sem ég kemst ekki úr og ég er log­ andi hrædd í honum. Það felst engin vörn í því að sveifla nálg­ unarbanni og eftir það er gæslu­ varðhald en til að komast þangað verður hann að ganga í skrokk á mér. Ef lögregla, geðlæknir og sál­ fræðingar geta ekki hjálpað, hver getur það þá? Að því sögðu er ég ákaflega þakklát fyrir allt sem lög­ reglan hefur gert til að hjálpa mér, en það er sorgleg staðreynd að lögin bjóða ekki upp á betri vörn en þetta.“ Eina leiðin að flýja land Alma segir fæsta gera sér í hugar­ lund alvarleika málsins fyrr en þeir upplifi áreitnina sem um­ lykur hennar daglega líf. „Fólk trúir sjaldnast hversu alvarlegt þetta er og þannig var það með fyrrverandi kærustuna mína. Henni brá rosalega að upp­ lifa þetta beint og tók í kjölfar­ ið svolítið við keflinu. Hún hef­ ur verið með hann á línunni meira og minna síðan og hefur reynst mér rosalegur stuðning­ ur. Hann óskaði eftir því að við hittumst á geðdeild, þar sem hann var vistaður, ásamt sál­ fræðingi. Ég samþykkti það til að reyna að hjálpa honum. Manni sem er búinn að eyðileggja líf mitt reyni ég að hjálpa. Ég krafð­ ist þess að fá annað hvort að taka upp fundinn eða sálfræðingur­ inn myndi skila mér greinargerð sem var samþykkt. Sálfræðingur­ inn útskýrði fyrir manninum að hann þyrfti að hætta þessum samskiptum við mig og ég lof­ aði að reyna bæta mannorð hans á Akranesi. Við tókumst í hend­ ur upp á það, en sjö tímum síðar sendi hann næstu skilaboð. Ég sá aldrei þessa greinargerð.“ Að endingu var Alma send í veikindaleyfi frá vinnu og sér hún ekki fram á að verða hæf til vinnu í náinni framtíð. Hún hef­ ur nú flúið land ásamt syni sín­ um og gefur af augljósum ástæð­ um ekki upp núverandi aðsetur sitt. „Ég er svo andlega búin á því að ég get ekki unnið. Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir en eftir átta ár við að reyna hjálpa honum ætti ég kannski frekar að fara hugsa um sjálfa mig. Eflaust þarf ég að fara í gegnum aðra áfallahjálp til að reyna að hætta að vera meðvirk með eltihrell­ inum mínum. Með því að stíga fram og segja sögu mína langar mig að aðstoða stelpur í svipuð­ um sporum. Ég veit hvaða skref þarf að taka og hvernig útbúa skal skýrslur, því þetta er allt sem maður þarf að standa í sjálfur. Þetta er eitthvað sem ég brenn fyrir og í framtíðinni mun ég nýta þessa reynslu til að hjálpa öðr­ um.“ n Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is LÓNSBRAUT 6 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 551 7170 • SAETOPPUR.IS „Þarna helltist yfir mig hræðslan, hann vissi hvar ég átti heima og á hvaða leik- skóla son- ur minn var“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.