Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 4. október 2019
„Eitt ráð sem ég myndi gefa
hverjum sem er: Ekki gifta
þig í Vegas,“ sagði fyrirsæt
an Carmen Electra eitt sinn
þegar hún var spurð út í
hjónaband hennar og körfu
boltagoðsagnarinnar Denn
is Rodman. Þau djömmuðu
mikið saman og játuðust
síðan hvort öðru í Las Veg
as þann 14. nóvember árið
1998. Hjónasælan dugði
skammt og var hjónabandið
ógilt níu dögum síðar.
Hveitibrauðsdagar frá helvíti
fylgdu þessu brúðkaupi í para
dís. Leikarinn Eddie Murphy
gekk að eiga Tracey Edmonds
þann 1. janúar árið 2009.
Þetta var strandarbrúðkaup
í Frönsku Pólýnesíu og öllu
tjaldað til. Hins vegar heyrðu
brúðkaupsgestir þau Eddie
og Tracey gráta og rífast eftir
athöfnina. Sem betur fer var
athöfnin ekki lagalega bind
andi og þegar hjónin sneru
aftur til Bandaríkjanna hættu
þau saman.
Vandræðin byrjuðu nokkrum klukkustundum eft
ir að söngkonan Sinead O’Connor giftist kærasta
sínum til þriggja mánaða í Las Vegas þann 8.
desember árið 2011. „Innan við þremur klukku
stundum eftir athöfnina var hjónaband mitt eyði
lagt vegna hegðunar vissra manneskja í lífi eigin
manns míns,“ skrifaði Sinead á bloggsíðu sína
þann 26. desember þar sem hún staðfesti skiln
aðinn.
Leikkonan Drew Barrymore bað bareigandann
Jeremy Thomas um að giftast henni aðeins sex
vikum eftir að þau byrjuðu að deita árið 1994.
Þremur klukkustundum seinna hafði leikkonan
náð að koma saman brúðkaupi og það var mið
ill í Hollywood sem gaf þau saman. 29 dögum
seinna sótti leikkonan um skilnað.
Strandvörðurinn Pamela Anderson tók skyndi
ákvörðun í október árið 2008 og gekk að
eiga pókerspilarann Rick Salomon. Tveimur
mánuðum seinna sóttu Pamela og Rick um
skilnað og sökuðu hvort annað um svik og
pretti.
Þetta er líklega eitt frægasta stutta hjónaband sögunnar. Ekkert var
til sparað þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og körfu
boltaspilarinn Kris Humphries giftu sig þann 20. ágúst árið 2011.
En þegar að Kim sótti um skilnað sakaði Kris hana um svik og vildi
ógildingu.
Aftur kemst leikarinn Nicolas Cage á blað, en
hann hefur alla ævi verið mikill aðdáandi tón
listarmannsins Elvis Presley. Það virtist því
skrifað í skýin þegar hann gekk að eiga dóttur
kóngsins, Lisu Marie Presley, árið 2002 á Havaí.
Þremur mánuðum síðar, þegar 25 ár voru síðan
kóngurinn sjálfur dó, sótti leikarinn um skilnað.
„Ég er leiður en við hefðum ekki átt að gifta okk
ur,“ sagði Lisa Marie síðar.
Leikaraparið var búið að deita í ár þegar það
gifti sig í desember árið 2006. Fjórum mánuð
um seinna sótti Jennifer um skilnað. Jenni
fer minnist á fyrrverandi maka í æviminning
um sínum, sem margir telja að sé Bradley, og
segir hann vera afar stjórnsaman. „Hann var
fyndinn, klár, rogginn og stjórnsamur,“ skrif
ar hún. „Mér fannst hann ekkert sérstaklega
aðlaðandi en taldi að ég gæti haft gaman af
húmornum hans og vitleysunni um stund.“
Hryssingsleg hjónabönd
n Brúðkaup stjarnanna eru oft ríkmannleg en vara sum ansi stutt n Hér eru þau allra stystu
Söngkonan Cher og rokkarinn Gregg Allman
heitinn gengu í það heilaga í júlí árið 1975.
Brúðkaupið átti sér stað í Las Vegas (kemur
á óvart) nokkrum dögum eftir að skilnaður
Cher við Sonny Bono gekk í gegn. Níu dögum
síðar þurfti Cher aftur að sækja um skilnað
þegar hún komst að því hve djúpt Gregg var
sokkinn í áfengis og vímuefnaneyslu.
Kim Kardashian og Kris Humphries 72 dagar
Drew Barrymore og Jeremy Thomas
29 dagar Pamela Anderson og
Rick Salomon 2 mánuðir
Carmen Electra og
Dennis Rodman
9 dagar
Eddie Murphy og Tracey
Edmonds 2 vikur
Sinead O’Connor og Barry Herridge
18 dagar
Cher og Gregg Allman 9 dagar
Lisa Marie Presley og Nicolas Cage
3 mánuðir
Bradley Cooper og Jennifer
Esposito 4 mánuðir