Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 4
4 4. október 2019FRÉTTIR Það er staðreynd að… Að ofhugsa hlutina veldur þunglyndi. Flestar hákarlaárásir eiga sér stað nálægt ströndum. TYPEWRITER er lengsta orðið sem er hægt að skrifa með bara einni línu á lyklaborðinu. Leikarinn Bill Murray hefur unnið til 47 verðlauna á ferlinum en aldrei unnið Óskarinn. Forsætisráðherra vor, Katrín Jak- obsdóttir, elskaði leikarann Kevin Bacon í uppvextinum. Hver er hann n Hann er fæddur árið 1959 n Hann er alinn upp í Vogunum n Hann er söngvari hljómsveitarinnar Magic Pie n Hann kennir börnum og ungling- um í vanda n Hann hefur þrisvar sinnum sung- ið í úrslitakeppni Eurovision SVAR: EIRÍKUR HAUKSSON „Oft stimpluð sem hyskið í dalnum“ n Ítrekuð skemmdarverk og takmarkað eftirlit n Íbúar ósáttir H ópur fólks hefur síðustu vetur neyðst til að búa í húsbílum og hjólhýsum á tjaldsvæðinu í Laugar- dal vegna hás leiguverðs og íbúðaskorts á höfuðborgarsvæð- inu. Tjaldstæðin sem ætluð eru til langtímaleigu eru afmörkuð og aðskilin frá því svæði sem er ætl- að ferðamönnum. Nýverið tók gildi samningur um að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sæi um rekstur langtímasvæðisins en Farfuglar ses., sem hefur undan- farin ár annast rekstur tjaldsvæð- isins, heldur áfram rekstri ferða- mannasvæðisins. Við tjaldsvæðið stendur gistiheimilið Reykjavík City Hostel sem er á vegum Far- fugla. Með aðkomu ÍTR eru íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal, sem eru á samningi til langtímaleigu, þó misbjartsýnir en vongóðir um breytingar í hátterni og umsjón með svæðinu. Að sögn margra þeirra hefur ástandið lengi verið óboðlegt og til skammar. Eiturlyfjaneysla, skemmdar- verk og takmarkað eftirlit DV spjallaði við ýmsa einstak- linga vegna málsins; þar á meðal tvo fyrrverandi leigjendur á svæð- inu og starfsmann á vegum Far- fugla sem gegnir hlutverki varð- ar og gætir þess að fólk svindli sér ekki inn á svæðið. Eftir samtal við þessa einstaklinga er ljóst að fólk dvelur þarna af ólíkum ástæðum, flestir vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en aðrar ástæður voru einnig nefndar. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en virðast allir vera sammála um að slæmt að- gengi á salernið sé vandamál og almenn umgengni, bæði ungs fólks og ferðamanna. Umræddir einstaklingar kusu allir að halda nafnleynd, vegna ólgu á milli leigutaka og forsvars- manna Farfugla, en vörðurinn fullyrðir að reglulega komi upp mál vegna neytenda eiturlyfja og skemmdarverka á svæðinu. Vörð- urinn er á vakt til klukkan 23.30 og því er ekkert eftirlit með svæðinu eftir þann tíma og fram til næsta morguns. Það sama gildir um þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu, en þar er aðgengi að matsal og hjartastuðtæki, svo dæmi sé tekið. Einn af fyrrverandi leigutökun- um fyrrnefndu stendur í málaferl- um við Farfugla og að sögn hans hefur það lengi tíðkast að fólk svindli sér inn á svæðið eftir mið- nætti og komi sér burt næsta morgun áður en næsti vörður kemur á vakt, til að forðast næt- urgjald. Annar heimildarmaður, sem kallar sig Grétar, segir það furðulegt að ekki sé búið að girða af tjaldsvæðið fyrir fólk í búsetu, í ljósi þess að ekkert eft- irlit sé þegar utanaðkomandi ung- menni valda skemmdum á svæðinu, tjaldvögnum eða hjólhýsum. Slíkt kemur ítrekað fyrir og segir Grét- ar að helst þyrfti að girða af svæðið þar sem Farfugl- ar bera ekki ábyrgð á tjóninu. Grétar vill einnig meina að skortur á eftirliti leiði til þess að margir ferðamenn þverbrjóti skráða reglu um að það þurfi að vera að lágmarki fjögurra metra bil á milli tækja, meðal annars vegna brunavarna. Þetta hefur verið tilkynnt til Eldvarnar- eftirlitsins en ekkert verið gert í því, sem Grétar segir varða við lög. Ekki bjóðandi verstu óvinum Annar heimildarmaður sem rætt var við, sem kallar sig Róbert, segir umgengni ferðamanna og utanaðkomandi á tjaldsvæðinu vera ógeðfellda og salernisað- stöðu sérstaklega ekki bjóðandi verstu óvinum, að Farfuglar sinni takmörkuðum þrifum. Þetta segir hann vera sérlega óþægilegt fyrir barnafólk í langtímaleigu, ekki síst þegar kaldur veturinn geng- ur í garð. „Ekki bætir úr skák að það sé enginn hiti eða einangrun í sal- ernishúsunum. Maður verður fárveikur af því að gera þarfir sína á morgnana um hávetur og það ætti ekki að vera svo dýrt að koma fyrir plexígleri eða einhverjum fjanda til að gera þetta boðlegra,“ segir Róbert. „Allan ársins hring er svæðið morandi í ferðafólki og er ómögulega hægt að skilja hvert peningarnir fara. Þeir fara ekki í þrifnað, utanumhald eða starfs- fólk.“ Þá segir Róbert að leigutakar hafi ítrekað haft samband við Heilbrigðiseftirlitið en ekkert hef- ur bólað á svörum. „Það þýðir ekki annað en að ganga í sandölum um þetta svæði. Ef þú slysast til að ganga berfættur um klósett- eða sturtusvæðið ertu einfald- lega kominn í þá hættu að fá fótasvepp, eins og kom fyr- ir einn sem bjó með okkur,“ segir hann. „Um- gengni ferða- manna er ekkert skárri heldur og það hefur margoft komið fyrir að fólk sé ríðandi þarna á klósettunum. Þetta er allt opið og eftir miðnætti vaktar þetta enginn.“ Leigutökum bannað að versla við gistiheimilið Í samningi leigutaka á langtíma- svæðum kemur fram að ekki skuli bera erindi eða ábendingar upp við starfsfólk Farfugla. Grétar segir málið hins vegar snúnara og mega umræddir leigutakar ekki njóta aðgengis á veitingasvæði eða kaffihúsi gistiheimilisins yfir- höfuð. Þeim er neitað afgreiðslu. Leiguverð á langtímasvæðum er 43 þúsund krónur á mánuði en við bætast 15 þúsund krón- ur ef maki fylgir með. Innifalið í þessu verði er notkun á plássi, rafmagni, salernis- og þvotta- aðstöðu. Hins vegar kostar hver notkun á þvottavél og þurrkara – hvort um sig – 700 krónur hvert skiptið. Slegist um plássið Áður en Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tók við svæðinu stóð til að loka fyrir langtímaleigu í kringum síðasta vetur. Samkomu- lag náðist við rekstraraðila tjald- svæðisins um að langtímastæðin yrðu opin til 15. maí þegar rekstur fyrir ferðamenn hefst og sumar- gjaldskrá og hefðbundnar reglur um leigutíma taka gildi. „Það átti að hrekja okkur út af svæðinu, en við högguðumst ekki. Þetta endaði með stríði og miklum leiðindum við forsvars- menn Farfugla, sem á endanum sáu að við ætluðum ekki neitt. Á endanum fengum við endur- nýjun á samningi yfir veturna en margir sem eru þarna enn hafa samt engan stað til að sækja á sumrin. Þau eiga að koma sér burt svo ferðamennirnir geti séð hvað Ísland er æðislegt. Forsvars- menn Farfugla líta niður til fólks- ins sem leigir þarna, það er oft stimplað sem „hyskið í Daln- um“,“ segir Róbert. Hann segir að forsvars- menn Farfugla geri lítið í eigin valdi til að betrumbæta ímynd fólks sem býr í tjaldvögn- um og hjólhýsum. „Það er eins og þau vilji gera okkur að hyskinu með öllu aðgerðarleysinu. Þeirra hugarfar hefur einfaldlega verið: „Ef þér líkar þetta ekki, geturðu farið eitthvert annað,“ sem er ekki í boði fyrir suma. Hvað eigum við að gera?“ Ekki náðist samband við Þorstein Jóhannesson, fram- kvæmdastjóra Farfugla, við vinnslu greinarinnar. Breytt hugarfar borgarinnar Í fyrrasumar var haldinn auka- fundur í borgarráði, en þar voru meðal annars gerðar tillögur til að lækka gjöld á langtímaleigu hjól- hýsa í Laugardalnum. Enn frem- ur var rætt um að koma upp nýju neyðarskýli fyrir haustið. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, hefur lengi vonast til þess að breytingar verði gerðar í málefnum þessa hóps og segir niðurstöður fundarins hafa verið jákvæðar. Í samtali við DV segir Eyþór málið enn vera í vinnslu, en að á dagskrá sé að virða þess- ar kröfur fólks með betri salernis- aðstöðu svo dæmi sé tekið, og sé þetta ákveðið neyðarúr- ræði. „Tjaldsvæðið í Laugardaln- um er ákveðin birtingarmynd húsnæðis vandans,“ segir hann. „Borgin hefur verið að taka þetta meira alvarlega. Fram að síðustu kosningum var eins og þetta kæmi borginni lítið við en niðurstaðan núna er sú að lang- tímaleigan fái að halda áfram og verði gjaldið ekki hækkað.“ Að sögn Eyþórs hefur húsnæðis vandi fólks aukist tölu- vert frá árum áður og virkilega þurfi að betrumbæta aðstæður í Laugardalnum á allan veg. „Borgin tók ekki á þessum málum áður, en þeir flokkar sem hafa verið í minnihluta undan- farið telja þetta ástand vera mikið forgangsmál. Okkur þykir mikil- vægt að leigutakar, sem hafa ekki önnur úrræði, fái að vera þarna allan ársins hring. Það hefur smám saman verið að breytast hjá borginni að ekki hafa þetta svæði eingöngu fyrir túristana.“ n Að sögn núverandi og fyrrverandi leigutaka eru þrif salernissvæðis afar takmörkuð og illa unnin. „Ef þú slysast til að ganga berfættur um klósett- eða sturtusvæðið ertu einfaldlega kominn í þá hættu að fá fótasvepp.“ Að sögn Róberts kemur oft fyrir að fólk skilji eftir „glaðning“ í sameiginlegri sturtuaðstöðu svæðisins. Eyþór Laxdal Arnalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.