Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 32
32 PRESSAN 4. október 2019
Ó
hætt er að segja að hinn
vinstrisinnaði Bernie Sand-
ers hafi sett mark sitt á
bandarísk stjórnmál og haft
mikil áhrif. Hann er mjög vinstris-
innaður á bandarískan mælikvarða
og fer það illa í marga Bandaríkja-
menn sem telja hann jafnvel vera
kommúnista. Hann er ekki vin-
sæll meðal repúblikana og innan
flokks hans, Demókrataflokksins,
eru fleiri sem óttast hann en líkar
við hann.
Sanders er svo sem ekkert ung-
lamb en það var eiginlega fyrst á
undanförnum árum að hann fór
að vekja verulega athygli í Banda-
ríkjunum og utan þeirra. Hann hef-
ur lengi setið á þingi fyrir Vermont-
ríki eða frá 1991. Frá 2007 hefur
hann setið í öldungadeildinni sem
óháður þingmaður. Hann hefur þó
átt í miklu samstarfi við demókrata
á þingi alla tíð. Hann segist sjálf-
ur vera sósíalisti og framfarasinni.
Hann er þekktur fyrir gagnrýni
sína á misskiptingu auðs og styður
opin bert heilbrigðiskerfi fyrir alla.
Hann styður verkafólk og réttindi
þess, vill að foreldrar geti farið í
launað fæðingarorlof, að fólk geti
sótt sér ókeypis menntun og vill
grípa til róttækra aðgerða í lofts-
lags- og umhverfismálum. Hvað
varðar utanríkismál vill hann draga
úr hernaðarútgjöldum Bandaríkj-
anna og styrkja alþjóðlega sam-
vinnu. Hann sóttist eftir að vera
forsetaframbjóðandi Demókrata-
flokksins 2016 en laut í lægra haldi
fyrir Hillary Clinton í forvali flokks-
ins. Hann er þó ekki búinn að gef-
ast upp og sækist eftir að verða
frambjóðandi flokksins í forseta-
kosningunum 2020.
Fékk snemma áhuga á
stjórnmálum
Hann fæddist í New York 1941.
Foreldrar hans voru af pólskum,
ungverskum og rússneskum
gyðingaættum. Hann fékk
snemma áhuga á stjórnmálum
og hefur meðal annars skýrt það
með þessum orðum í samtali við
The Christian Science Monitor.
„Maður að nafni Adolf Hitler
vann kosningar 1932. Hann sigr-
aði og 50 milljónir manna létust
í síðari heimsstyrjöldinni í kjöl-
far þessara kosninga, þar á meðal
sex milljónir gyðinga. Það sem ég
lærði sem lítið barn er að stjórn-
mál eru í raun mjög mikilvæg.“
Margir ættingja hans í hinu
hertekna Póllandi voru myrtir í
helförinni.
Áður en hann náði aldri til að
láta að sér kveða í stjórnmálum
gekk hann í skóla í Brooklyn, þar
sem fjölskyldan bjó, og spilaði
körfubolta af krafti. Hann sótti
hebreskan kvöldskóla. Fjölskyld-
an hafði í sig og á en ekki meira en
það, svo ekkert var um óþarfa á
heimilinu. Þegar Sanders stund-
aði nám við James Madison-
menntaskólann var hann fyrir-
liði hlaupaliðsins. Þar má segja
að hann hafi hafið stjórnmálaferil
sinn þegar hann bauð sig fram til
nemendaráðs en náði ekki kjöri.
Skömmu eftir að hann lauk námi
lést móðir hans, aðeins 46 ára að
aldri. Nokkrum árum síðar lést
faðir hans 57 ára að aldri.
Sanders útskrifaðist úr stjórn-
málafræðinámi við University of
Chicago 1964. Sjálfur segist hann
hafa verið miðlungsnemandi því
skólinn hafi verið „leiðinlegur og
tilgangslaus.“
Martröð demókrata?
En hvernig getur staðið á því að
þessi þekkti stjórnmálamaður
veldur stórum hluta af for-
ystu Demókrataflokksins nán-
ast martröðum? Sanders hefur
árum saman staðið í stappi, svo
ekki sé fastar að orði kveðið, við
áhrifamikla einstaklinga innan
flokksins. En það hefur ekki dreg-
ið úr vinsældum hans ef marka
má skoðanakannanir því hann
mælist með þriðja mesta fylgið af
þeim sem sækjast eftir að verða
forsetaframbjóðandi Demókrata-
flokksins. Samkvæmt tölum frá
Real Clear Politics, sem reiknar
meðaltal hinna ýmsu skoðana-
kannana, þá nýtur Sanders
stuðnings tæplega 18 prósenta
kjósenda demókrata. Elizabeth
Warren, öldungadeildarþing-
maður frá Massachusetts, mælist
með aðeins meira fylgi, en Joe
Biden, fyrrverandi varaforseti,
mælist með um 30 prósenta
fylgi. Það teljast auðvitað tíðindi
í bandarískum stjórnmálum að
yfir lýstur sósíalisti njóti svona
mikils stuðnings og það hefur
komið fólki víða um land á óvart
en þó ekki í Vermont. Þar þekkja
kjósendur vel til Sanders og þess
sem hann stendur fyrir. Hann er
sagður hafa hæfileikann til að
geta talað við fólk eins og jafningi
þess, ekki sem stjórnmálamaður.
Það sé enga uppgerð að finna hjá
honum.
Óháður og umdeildur
Vermont er næstminnsta ríki
Bandaríkjanna mælt í fjölda íbúa.
Þar er fólk oft fullt efasemda í garð
stjórnmálamanna og þess sem
þeir segja. Fólk gleypir ekki við
öllu sem stjórnmálamenn segja
og því þýðir lítið fyrir þá að bulla
eitthvað við kjósendur í ríkinu.
Áður en Sanders hellti sér út í
landsmálin var hann virkur í sveit-
arstjórnarmálum. Hann bauð sig
fram til borgarstjóra í Burlington,
sem er stærsta borgin í Vermont,
á níunda áratugnum. Hann vakti
strax athygli fyrir hversu dugleg-
ur hann var við að vera innan
um kjósendur og heilsa þeim og
ræða við. Hæfileikar hans til að
geta talað óundirbúinn við fólk
Maðurinn sem
demókratar
óttast jafn
mikið og
Donald Trump
n Margir demókratar vilja ekki sjá Bernie
Sanders sem forsetaframbjóðanda
n Í stanslausu stappi við áhrifafólk
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is Hiti í fólki Verður Sanders
næsti forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins?
Mynd: Getty Images