Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Blaðsíða 33
PRESSAN 334. október 2019 falla vel í kramið hjá kjósendum í Vermont og hafa tryggt honum mikinn stuðning, einnig meðal fólks sem ekki styður sósíalíska stefnu. Sanders þykir gæddur góðri og mikilli skynsemi og það fellur kjósendum í Vermont vel og hika þeir því ekki við að styðja hann, jafnvel þótt þeir séu ekki á sömu skoðun og hann. Hrein og bein framkoma hans og sjálfstæði hans tryggði hon- um góðan stuðning í baráttunni við Hillary Clinton 2016 en þá fékk hann 43 prósent atkvæða og hræddi Hillary og forystumenn Demókrataflokksins mikið. Sanders á sér auðvitað gagn- rýnendur sem telja ekki mikla innistæðu fyrir loforðum hans og segja hann fljóta áfram á lof- orðapólitík, loforðum sem ekki er hægt að standa við. Þar er helst nefnt til sögunnar að hann vill koma á sjúkratryggingakerfi fyrir alla og fella námslán niður. Hann hefur eignast óvini á leið sinni í gegnum stjórnmálin, ekki síst í Demókrataflokknum þar sem hann deilir leynt og ljóst við Clinton-vænginn og bandamenn hans. „Hillary og ég eru algjörlega ósammála. Þannig er það,“ sagði Sanders í sjónvarpsviðtali fyrr á árinu þegar hann var spurður hvort hann myndi rétta út sátt- arhönd til Hillary. Margir hræðast hann Það er almennur skilningur að margir í forystu flokksins vilji ekki sjá Sanders sem forsetaframbjóð- anda flokksins á næsta ári. Hann er formlega séð óháður en býður sig samt sem áður fram í forkosn- ingum flokksins. Haft hefur ver- ið á orði að margir séu beinlínis hræddir við hann. Í baráttunni við Hillary 2016 fékk Sanders mikinn stuðning frá grasrót flokksins og hafði mikil áhrif á flokkinn og breytti hinu pólitíska landslagi innan hans og hefur hann fært flokkinn til vinstri. Hann hefur veitt mörgum innblástur og kannski getur það komið honum sjálfum í koll í bar- áttunni um að fá útnefningu sem forsetaframbjóðandi að þessu sinni. Margir keppinauta hans hafa tekið hugmyndir hans upp á sína arma. Þar má nefna Eliza- beth Warren sem hefur markað sér ákveðna sérstöðu með vel út- færðum pólitískum hugmyndum sem byggja sumar á hugmyndum Sanders. Warren er vel tengd inn í flokkinn, mun betur en Sand- ers, og hefur fengið mikla athygli í stórum fjölmiðlum með mikla dreifingu. Sanders nýtur hins vegar mun minni athygli fjöl- miðla. Því hefur verið velt upp að ritstjórar taki Joe Biden og Warren fram yfir Sanders þegar kemur að umfjöllun um forseta- efni demókrata því þau séu betri kostur gegn Donald Trump, sitj- andi forseta. Sanders tókst harkalega á við Washington Post í ágúst. Hon- um þótti blaðið ekki fjalla nægi- lega mikið um hann og vísaði þar til eignarhalds netverslunarinnar Amazon á blaðinu. „Ég tala í sífellu um skatta Ama zon. Ég vildi því gjarnan fá að vita af hverju Washington Post, sem er í eigu Jeff Bezos sem á Amazon, skrifar ekki sérstak- lega góðar greinar um mig. Ég veit ekki af hverju,“ sagði hann um stórblaðið. Talsmenn Was- hington Post, sem hefur einnig sætt mikilli gagnrýni frá Donald Trump, vísa þessu á bug. Sanders er með sannkallaðan her aktífista í sínum röðum, fólk sem leggur mikið á sig fyrir Sand- ers og leggur honum til fé. Á öðr- um ársfjórðungi safnaði fram- boð Sanders 18 milljónum dala sem komu frá um einni milljón gefenda. Um 99 prósent þeirra gáfu minna en 100 dollara til kosningasjóðsins. Yfirleitt safna bandarískir stjórnmálamenn háum fjárhæðum hjá nokkrum stórum stuðningsaðilum en Sanders leggur áherslu á að hann sé ekki háður neinum markaðs- öflum og tekur því aðeins við lág- um framlögum. n „Sanders á sér auðvit- að gagnrýnend- ur sem telja ekki mikla innistæðu fyrir loforðum hans og segja hann fljóta áfram á loforðapólitík Fjölsóttur fundur Sanders talar við fylgismenn sína í Denver, Colorado. Mynd: Getty Images Dáður af sumum Sand- ers heilsar upp á aðdáanda. Mynd: Getty Images Umdeildur Bern- ie Sanders liggur ekki á skoðunum sínum. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.