Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 8

Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 8
8 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR UMHVERFISMÁL Starfsmenn framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar ferðast þessa dagana á milli borgarhluta og sækja jólatré. Er það gert í samstarfi við Gámaþjónustuna sem mun nýta trén til moltugerðar eftir að hafa kurlað þau niður. Framkvæmdasvið biður fólk um að setja trén á áberandi staði við lóðamörk og ganga frá þeim svo að þau fjúki síður. Starfsmennirnir verða á ferðinni fram á föstudag, en eftir þann tíma þarf fólk sjálft að koma trjám sínum í Sorpu. - þeb Starfsmenn borgarinnar: Jólatré fjarlægð fram á föstudag JÓLATRÉN FJARLÆGÐ Starfsmenn framkvæmdasviðs borgarinnar fjarlægðu jólatré í Reykjavík í gærdag. DÓMSMÁL Karlmaður af erlendu bergi brotinn hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta konu á salernisskál. Maðurinn var ákærður fyrir að ryðjast óboðinn inn í íbúð í Sandgerði, þar sem konan var gestkomandi. Hann fór gróflega á fjörurnar við hana en hún brást við með því að gefa honum einn á snúðinn. Maðurinn réðst þá á hana og kastaði henni gegnum baðher- bergisdyr þannig að hún lenti á salernisskálinni. Hún hlaut nokkra áverka. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði gerst sekur um ofangreind brot. - jss Fékk 45 daga fangelsi: Henti konu á klósettskál ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz A-Class sameinar þægindi, lipurð og glæsileika. Bíll fyrir þá sem velja gæðin. BERÐU HÖFUÐIÐ HÁTT Takmarkað magn Mercedes-Benz A-Class er til afgreiðslu strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki. 1. Hvað heitir íslenski fræði- maðurinn sem tilnefndur er af vísindatímaritinu Science fyrir eina af tíu athyglisverðustu uppfinningum ársins 2007? 2. Hver er stjórnarformaður Gnúps? 3. Hver verður fyrirliði sænska karlalandsliðsins í handbolta? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 LÖGREGLUMÁL Innbrotsþjófur var handtekinn af lögreglu höfuðborg- arsvæðisins á tannlæknastofu í Mjóddinni aðfaranótt miðviku- dagsins. Viðvörunarbjöllur í öryggiskerfi tannlæknastofunnar gerðu lögreglunni viðvart og var hún fljót á staðinn. Að sögn varðstjóra kom lögreglan að manninum á tann- læknastofunni og hafði hann þá meðal annars tekið skiptimynt úr afgreiðslu. Var maðurinn látinn gista fangageymslur lögreglunnar og yfirheyrður í gær. - ovd Braust inn á tannlæknastofu: Þjófur gripinn í Mjóddinni Kvartanir vegna skotelda Enn berast lögreglunni kvartanir vegna skotelda. Að sögn varð stjóra hefur kvörtunum þó fækkað en aðallega er kvartað yfir að kveikt sé í skoteldum seint á kvöldin og á nóttunni. LÖGREGLUFRÉTTIR Hraðakstur í hálku og snjó Lögreglan á Hvolsvelli tók átta öku- menn fyrir hraðakstur í umdæmi sínu í gær. Eru það jafn margir ökumenn og teknir voru á þriðjudaginn en það sem vekur athygli lögreglunnar er fjöldi hraðakstursbrota í mikilli hálku og snjó sem nú eru í umdæminu. VINNUMARKAÐUR „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að vísa málinu til sáttasemjara í vikulok ef ekk- ert þokast. Þessi fundur hér í dag og þær fréttir sem við höfum frá ríkisstjórn undirstrika það ræki- lega að ekkert hefur þokast. Ein- sýnt er að málið fer rakleiðis til sáttasemjara innan fárra daga,“ segir Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreinasambandsins, SGS. Þungt hljóð var í formönnum landssambandanna innan Alþýðu- sambandsins, ASÍ, þegar þeir gengu af fyrsta „alvöru“ samn- ingafundinum með fulltrúum Sam- taka atvinnulífsins, SA, í húsa- kynnum ríkissáttasemjara í gær. „Þetta er búið. Þetta fór allt í loft upp. Ríkisstjórnin vill ekki bæta kjör hinna lægst launuðu,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, talaði um „mjög mikil vonbrigði“. Í samtölum ASÍ og ríkisstjórnarinnar í fyrradag hefði komið fram að fullkomin andstaða væri innan ríkisstjórnar- innar um sérstakan persónuaf- slátt, ríkisstjórnin hefði aðeins verið tilbúin í hækkun á persónu- afslætti sem dreifðist á alla skatt- greiðendur. „Við förum nú hvert samband fyrir sig í viðræður við baklandið okkar. Kjaraviðræðurnar verða að sjálfsögðu langdregnari en við vonuðumst til. Við vonuðumst til að semja saman,“ sagði hún. „Við höfum lýst yfir að við værum til- búin að skoða einhverjar aðrar leiðir ef fram kæmu hugmyndir sem myndu þjóna þeim lægst launuðu. Atvinnurekendur hafa talað á móti okkar hugmyndum og það hefur borið árangur.“ Starfsgreinasambandið er fyrsta sambandið sem hefur sam- þykkt að vísa deilunni til ríkis- sáttasemjara ef ekki þokast í sam- komulagsátt í þessari viku. Samninganefndin hittir SA í dag. „Það er þungt hljóð í mér og sorg- legt að það mistakist að mynda eins konar þjóðarsátt um ákveðna launastefnu,“ sagði Kristján. „Þar vega þyngst dræmar und- irtektir í skattamálum. Maður veltir fyrir sér innihaldinu í stjórn- arsáttmálanum þar sem kemur fram að breyta eigi skattkerfinu þannig að það nýtist hinum lág- launuðu og svo fáum við þessar undirtektir. Þetta virðist vera ósamrýmanlegt. Stjórnarsáttmál- inn virðist vera innihaldslítið plagg,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Sérstökum persónu- afslætti var hafnað Kjaraviðræðurnar fóru „í loft upp“ í gær. „Ríkisstjórnin vill ekki bæta kjör hinna lægst launuðu,“ segir formaður Rafiðnaðarsambandsins. Einsýnt að við- ræðurnar fara til ríkissáttasemjara, segir formaður Starfsgreinasambandsins. ÞUNGT HLJÓÐ Þungt hljóð var í samningamönnum verkalýðshreyfingarinnar þegar þeir gengu af fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu í gær. „Þetta er búið,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. „Mjög mikil vonbrigði,“ sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Við förum eitthvað áfram og aðeins aftur á bak myndi ég segja,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, eftir samningafundinn í Karphúsinu í gær. „Heildarpakkinn gekk ekki upp og því þurfum við að nálgast þetta úr annarri átt.“ Vilhjálmur segir að SA þurfi nú að taka eina umferð aftur með öllum landssamböndunum. „Það er ekki samstaða að halda áfram á þessari braut sem við höfum lagt upp með. Það er ekki um annað að gera en að fara einn hring aftur með landssamböndunum og sjá hvar við stöndum eftir það.“ FÖRUM ÁFRAM OG AFTUR Á BAK VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.