Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 12

Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 12
12 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ JÓN GEIR JÓHANNSSON Tónlistarmaður og heimavinnandi húsfaðir. Á heimaslóðum „Ég kann mjög vel við mig á Litla-Hrauni.“ MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR HEFUR VERIÐ RÁÐIN FORSTÖÐUMAÐUR FANGELSISINS LITLA-HRAUNS. Fréttablaðið, 9. janúar. Mæðst í mörgu „Þetta er alveg úr öllu korti, við munum ekki eftir öðru eins.“ JÓN VIÐAR MATTHÍASSON SLÖKKVI- LIÐSSTJÓRI UM HRINU ELDSVOÐA UNDANFARIÐ. 24 stundir, 9. janúar. Landhelgisgæslumenn lenda í ýmsu í starfi sínu. Samtal við skipstjóra sem er við það að týnast í hafið, neyð- arkall frá Vestmannaeyjum, sjómenn á reginhafi innan um fljótandi flutningagáma og samskipti við rússneska sjóherinn er á meðal þess sem einn sá reyndasti rifj- aði upp. Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, hefur starfað í 35 ár fyrir gæsluna en þar á undan vann hann í fimm ár sem loftskeytamaður á togara. Hann hefur því heyrt mörg neyð- arköllin í gegnum tíðina. „Það var á einum af mínum fyrstu túrum sem loftskeytamað- ur á varðskipi þegar ég heyrði orðaskipti skipstjórans á Sjö- stjörnunni og vaktmanns á loft- skeytastöðinni á Hornafirði,“ rifj- ar hann upp. „Skipstjórinn, Engilbert Kolbeinsson, kvaddi með þeim orðum að nú yrði hann að fara að slíta samtalinu því skip- ið væri að fara niður. Þetta var sem sagt þegar Sjöstjarnan fórst með tíu manna áhöfn í brjáluðu veðri árið 1973. Þetta varð til þess að þorskastríðinu sem þá var í algleymingi var slegið á frest meðan leitað var að skipinu. Varn- arliðið sendi meira að segja Orion kafbátaleitarvélar af stað en veðr- ið var svo skelfilegt að þeir urðu frá að hverfa með öll sín tæki. En Landhelgisgæslan hélt áfram.“ Ein umfangsmesta leit Íslands- sögunnar stóð yfir í tíu daga en hvorki fannst tangur né tetur af þessum 100 tonna eikarbáti frá Keflavík. Bjargað innan um fljótandi gáma Það hefur mikið mætt á unga loft- skeytamanninum því aðeins þrem- ur vikum áður hafði borist eftir- minnilegt neyðarkall. „Við vorum staddir í Þistilfirði þegar neyðar- kall berst frá Heimaey en eins og gefur að skilja erum við ekki vanir að fá kall frá föstu landi. Þá var komið gos í Eyjum. Við leggjum í 340 mílna siglingu til Eyja en þegar við komum þangað um sólarhring síðar var búið að tæma eyjuna, það tók ekki nema 18 klukkustundir. En svo er mér sérlega minnis- stætt þegar Dísarfellið sökk árið 1997. Það var ekki vænleg aðkoma þegar þyrlan TF-LÍF kom á vett- vang en þá var skipið sokkið en mikið af gámum á floti. Þetta voru 40 feta ferlíki sem slógust til í rokinu og svo var allt á kafi í olíu. Ofan í þess- ari súpu eru svo ellefu menn. Sig- manni okkar, Auðuni Kristinssyni, sem þá var kornungur tókst hins vegar að veiða þá einn á fætur öðrum upp úr súpunni og upp í þyrlu. Þannig bjargaði hann öllum úr áhöfninni nema einum en sá hafði látist áður en þyrlan kom að. Mér finnst þetta eitt af því eftir- minnilegasta og alveg stórkostlegt hversu vel tókst til.“ Tilkynningaskyldan og kalkaðir sjó- menn En landhelgisgæslumenn sinna fleiru en björgunarstörfum. „Við höfum umsjón með umferð á hafi og þar er að ýmsu að gæta enda geta verið um 1000 skip og bátar í umferð í einu. Það er ekki laust við það að adrenalínið fari af stað þegar einhver hverfur úr kerfinu hjá okkur. Reyndar getur það átt sér aðrar skýringu en þá að menn séu í neyð. Til dæmis getur það gerst að slökkt sé á þessum sjálf- virka búnaði sem heldur þeim í kerfunum hjá okkur. En við vinn- um eftir þeirri reglu að ef menn detta út og ekkert spyrst til þeirra í hálf tíma þá hefjum við leit og setjum fullan þunga í það. Þannig höfum við líka bjargað fjölmörg- um mannslífum en það hefur líka gerst að þyrlan er farin að sveima yfir hausamótunum á mönnum út á hafi. Þá eru þeir kannski bara ný komnir úr koju og átta sig á því að þeir hafa verið sambandslausir og með slökkt á tækjunum. En það er þá ágætis áminning til þeirra um að standa betur að þessum málum. En svo eru til menn sem vilja stríða okkur svolítið og eru að veiða þar sem þeir hafa engin leyfi til, ég ætla nú ekki að nefna nein nöfn en það var einn ansi öflugur í þessu fyrir norðan. Við náðum reyndar aldrei að góma hann almennilega.“ Samskiptin við Rússana Öðru hverju heyrum við fregnir af rússneskum herskipum í íslenskri landhelgi. Er það ekki beygur sér- hvers manns í Landhelgisgæslunni að Rússarnir fari að koma? „Nei, þetta eru venjulega miklir heið- ursmenn, ég hef í raun ekkert upp á þá að klaga. Þeir eru venjulega mjög samvinnuþýðir. Reyndar er það svo að öll skip mega koma í landhelgina nema hvað herskip þurfa sérstakt leyfi til að koma inn fyrir 12 mílna landhelgi og ég man nú ekki eftir því að neinn hafi komið þangað í leyfisleysi.“ jse@frettabladid.is Kvaddi áður en báturinn sökk HJALTI SÆMUNDSSON Það er í mörg horn að líta hjá aðalvarðstjóranum í stjórnstöðinni enda geta um 1.000 skip og bátar verið í landhelginni. Svo er aldrei að vita nema Rússarnir komi en Hjalti ber engan kvíðboga fyrir slíkum uppákomum. Margt annað verra gæti gerst eins og sögur hans sanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ❄ Bandaríkjamaðurinn Charles Good- year fékk einkaleyfi á gúmmísmokkn- um árið 1844 og ellefu árum síðar var fyrsta gúmmíverjan framleidd. Hún var eins til tveggja millimetra þykk og margnota en að sama skapi afar dýr. Smokkar fengust aðeins gegn lyfseðli í Bandaríkjunum frá 1873 til 1936 og var fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir sjúkdóma frekar en getnað. Þjóðverjinn Julius Fromm fann upp aðra aðferð til að framleiða smokka árið 1912, sem gerði smokkana þynnri og án sauma. Á fjórða áratugnum komu fyrstu einnota smokk- arnir á markað, en þeir voru næstum jafn þunnir og smokkar í dag. GÚMMÍVERJUR FENGUST AÐEINS GEGN LYFSEÐLI „Eins og vanalega í byrjun árs er ég að skipu- leggja með mínum samstarfsmönnum það sem gera skal á þessu ári,“ segir Sigríður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún var þá búin að vera á stífum fundahöldum. Það var því ekki úr vegi að spyrja söngkonuna hverju lands- menn mega eiga von á eftir velhepnaðan hljómdisk hennar Til eru fræ. „Það kemur út Söngvaborg númer fimm og svo er ég að hugsa um að fara út í eigin útgáfu og gefa út hljómdisk með úrvali af bestu jólalögunum sem ég hef flutt fyrir næstu jól. Svo ætlum við Bryndís Ásmundsdóttir að halda áfram með sýninguna sem er tileinkuð Tinu Turner enda tókst mjög vel upp í fyrra. Reynar erum við að spá í að flytja hana jafnvel út til Noregs en ég er með söngskóla þar í landi sem heitir Toneart og þarf því oft að fara til Óslóar að sinna störf- um sem honum fylgja. Eftir tvær vikur fer ég í slíkum erindum en þá mun ég einnig syngja lög Tinu á þorrablóti Íslendinga en svo ætlum við einnig að leyfa nokkrum umboðsmönnum að heyra með það fyrir augum að setja þessa sýningu upp þar í landi.“ Sigríður var fastagestur í sjónvarps- stofu landsmanna þegar hún mat frammistöðu keppanda í hinni sívinsælu Idol keppni en nú tekur hún ekki þátt í neinum sjónvarps- þætti. „Það er ekki laust við það að ég sakni sjónvarpsins svolítið enda er þetta afar skemmtilegur miðill og mjög skemmtilegt fólk sem vinnur við hann,“ segir hún og útilokar ekki endurkomu þar áður en langt um líður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR SÖNGKONA Flytur Tinu Turner út til Noregs „Mér finnst að það eigi að vernda alla þessa gömlu götumynd í sinni upprunalegu mynd,“ segir Jón Geir Jóhannsson tónlistarmaður um hugsanlega friðun húsa númer 4 til 6 við Laugaveg í Reykjavík. „Nike- búðin er foxljót eins og hún er núna en ég sá ein- hvers staðar teikningar af því hvernig þessi hús litu út og leist vel á það.“ „Þetta er hugarfarsvinna sem þarf að eiga sér stað. Halda þeirri smá- bæjarmynd sem við montum okkur svolítið af, eins og búið er að gera við Grjótaþorpið og gömlu húsin í Kvosinni,“ segir hann. Jón Geir segist hafa grúskað í skipulagsmálum þegar hann bjó við Vesturgötuna, „en þessi hugmynd um þéttingu miðbæjarins, það er stundum eins og fólk sé ekki alveg að hugsa. Það verður að vanda til verka þegar skipuleggja á eitthvað sem er búið að vera óbreytt í langan tíma. Það þýðir ekki bara að setja einhverja blokk eða hótel á reit sem er hugsanlega laus.“ SJÓNARHÓLL FRIÐUN HÚSA VIÐ LAUGAVEG 4 TIL 6 Þetta er saga Reykjavíkur Skrifstofuvörur - á janúartilboði RV U N IQ U E 01 08 02 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.