Fréttablaðið - 10.01.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 10.01.2008, Síða 58
34 10. janúar 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Á dagskrá Rásar 1 í kvöld kl. 22.15 er athyglisverður þáttur sem kallast „Hver vegur að heiman...“ Í þættinum ræðir dagskrárgerðarkonan Lísa Pálsdóttir við Ólaf Halldórsson, mann sem hefur marga fjöruna sopið en kúventi fyrir nokkrum árum lífi sínu á óvæntan hátt. „Ég hef þekkt Ólaf í mörg ár og hef áður tekið við hann útvarpsviðtöl, enda er hann mjög áhugaverður viðmælandi þar sem hann hefur lifað heldur óvenjulegu lífi. Hann hefur alla tíð ferðast mikið og gengið milli staða með pokann á bakinu, sest að þar sem honum sýndist og tekið eins langan tíma til ferðanna og hentaði honum. Hann byrjaði á rápinu á unglingsaldri, en á milli ferðalaganna hefur hann skrapað botninn, lent í mikilli neyslu og jafnvel fangelsi, en alltaf einhvern veginn haldið höfði og verið laus við þá siðspillingu sem oft er fylgifiskur neyslunnar. Fyrir nokkrum árum tók hann múslímska trú, hætti neyslunni, og einsetti sér að verða góður múslími. Fyrir rúmu ári kvæntist hann pakistanskri ekkju, sem á einn son, án þess að hafa nokkru sinni hitt hana. Hann hafði aðeins talað við hana lítillega í síma þegar hann kvæntist henni, en fjölskyldan er nú búsett hér á Íslandi.“ Þáttur Lísu er svokallaður fléttuþáttur, en þeir eru tiltölulega fáheyrðir í útvarpi hér á landi. „Fléttuþættir eru afar tímafrekir í vinnslu. Safna þarf gríðarlega miklu efni; ég tók upp sjö eða átta tíma af viðtalsefni fyrir þennan þátt. Síðan tekur við stúdíó- vinnan þar sem efnið er klippt til og sett saman. Vinnan er þó vel þess virði þar sem þessir þættir geta kafað djúpt í viðfangs- efni sín, en vegna mann- og peningaeklu er ekki framleitt mikið af svona þáttum fyrir íslenskt útvarp,“ segir Lísa. - vþ Tvær listakonur opna í dag sýn- ingu í Start Art á Laugaveginum í Reykjavík: Listakonan Sigrid Valt- ingojer opnar sýningu í dag í gall- eríinu Start Art á Laugavegi 12 b í Reykjavík sem hún kallar Ferð án endurkomu. Á sýningunni eru ny verk, myndir úr röðinni Ferð án endurkomu sem eru grafíkmyndir, auk teikninga og verka með bland- aðri tækni. Textar úr dagbók lista- konunnar frá ferð hennar suður til Palestínu eru einnig frammi við verkin sem endurspegla þá reynslu. Sigrid hefur verið búsett hér á landi í áratugi og nýtur mikils álits fyrir verk sem og tækni. Hún hefur sýnt margsinnis, bæði á einka- og samsýningum. Á loftinu sýnir Elín Helena Evertsdóttir hljóðverk sitt „pong“ en þetta er fyrsta einkasýn- ing Elínar Helenu á Íslandi eftir að hún lauk mastersnámi frá The Glasgow School of Art. Opnunar- tími þeirra í Start Art lætur nærri annamesta tímanum á Laugavegin- um: þar er lokað á mánudögum en alla aðra daga er opið frá kl. 13 til 17 og er aðgangur ókeypis og öllum velkominn. - pbb Sýningar í Start Art LÍSA PÁLSDÓTTIR Gerði þátt um Ólaf Halldórsson heimshornaflakkara. Heimshornaflakkari segir frá JAÐARLANDIÐ ÍSLAND Sýning Steingríms Eyfjörð var framlag Íslands til Feneyjatvíær- ingsins í fyrra. Sýning Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin, sem var framlag Íslands til Feneyja- tvíæringsins í fyrra, verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag kl. 17. Sýningin vakti mikla athygli ytra og var af sum- um talin meðal hápunkta Tvíæringsins. Í kjölfar hennar var Steingrími boðinn samningur við virt gallerí í New York þar sem hann verður með sýningu í vor. Innsetningin í Hafnarhúsinu sam- anstendur af þrettán sjálfstæðum verkum; ljósmyndum, skúlpt- úrum, textum, teikningum, mynd- böndum og öðrum miðlum. Í henni er fléttað saman ólíkum þráðum úr íslenskri sögu og samtímanum, með tilvísun í vestræna heims- mynd og alþjóðavæðingu. „Ég var meðvitaður um að ég væri að setja saman sýningu sem yrði sýnd í alþjóðlegu samhengi. Á Feneyjartvíæringnum eru þjóð- irnar ekki aðeins að sýna mynd- list heldur eru þær hreinlega að sýna sig. Stóru þjóðirnar eru þess vegna mest áberandi þarna og fá mesta athygli; þjóðir eins og Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar og Bretar. Ísland er á mörkum hins vestræna heims og þess að vera hálfgerð jaðarþjóð og ég upplifði það að verkin sem ég var að sýna þarna flokkuðust frekar til verka jaðarþjóðanna fremur en verka þessara stóru nýlenduherra,“ segir Steingrímur um sýningu sína. Þar sem sýningin hverfist að miklu leyti um íslenska menning- ararfleið mætti ætla að ólíkt sé að setja hana upp fyrir alþjóðlegan áhorfendahóp á tvíæringnum ann- ars vegar og Reykvíkinga hins vegar. Steingrímur segir þó svo ekki vera. „Við megum ekki gleyma því að í Reykjavík býr stór hópur nýrra Íslendinga sem munu upp- lifa sýninguna frá enn einum vinkl- inum. Það var kannski hægt að tala um Íslendinga sem einhverja fasta stærð fyrir tuttugu árum síðan en það er ekki hægt lengur, fjölbreytn- in í þjóðfélaginu hefur aukist gríð- arlega. Afturámóti er sýningar- rýmið hér frábrugðið skálanum í Feneyjum og því liggur helsti mun- urinn á uppsetningunum tveimur líklega í því.“ Titill sýningarinnar vísar í komu vorboðans ljúfa sem á sér varanlegan sess í hjörtum flestra landsmanna. „Titillinn kemur frá þessari frétt sem hefur birst í Morgunblaðinu einu sinni á ári síðan 1913. Þar er sagt frá því að lóan sé komin og tilgreint hver sá hana og hvar og hvort hún er snemma eða seint á ferð það árið og hvað það þýði fyrir veðurfar- ið. Þessi siður á sér náttúrlega rætur lengra í fortíðinni og hefur eflaust verið í gangi frá því á landnámstíð. Á liðnum öldum las fólk meira í náttúruna heldur en tíðkast núna og er þessi árlega frétt um komu lóunnar einn af fáum siðum frá þeim tíma sem lifa enn með okkur. Koma lóunn- ar er því vísun í samband þjóðar- innar við náttúru landsins,“ segir Steingrímur. Samhliða opnun á sýningu Stein- gríms Eyfjörð verður opnuð sjö- unda innsetningin í D-sal Hafnar- hússins. Í þetta skipti er það Ingirafn Steinarsson sem sýnir. Sýningarnar standa báðar til 2. mars næstkomandi, og má geta þess að Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hefur nú opið til 22 á fimmtudagskvöldum, gestum sínum til hægðarauka. vigdis@frettabladid.is Þjóðin, náttúran og jaðarinn Kl. 23.10 Sjónvarpið endursýnir í kvöld fyrsta þáttinn í bresku þáttaröðinni Gatan, en hún hlaut alþjóðlegu Emmy- verðlaunin á dögunum. Höfundur þáttanna er Jimmy McGovern, en hann á að baki vandaða þætti á borð við Cracker og The Lakes. Ásgerði Júníusdóttur söngkonu er boðið að koma fram á óperuhátíðinni Die Lange Nacht der Oper í Volksbuhne-leikhúsinu í Berlín hinn 26. janúar næstkomandi. Er verkefninu ætlað að vekja spurningar um óperulistina og höfðu þeir á Volksbuhne haft spurnir af starfi og hugmyndum Ásgerðar á þessu sviði og henni boðið að setja saman dagskrá til flutnings þar. Dagskráin nefnist Opera/Electronica og verða þar flutt verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Ragnhildi Gísladóttur og Ghostigital en í miðpunkti verður óperuinnsetningin Hanaegg eftir Ólöfu Nordal og Þuríði Jónsdóttur. Ásgerður vinnur um þessar mundir að samningu nýrrar óperu ásamt Ólöfu Nordal, Þuríði Jónsdóttur, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Kristínu Jóhannesdóttur. - pbb Ásgerður í Berlín MYNDLIST Eitt verka Sigrid frá ferð hennar til Palestínu. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Frönskunámskeið hefjast 21. janúar Innritun 7.-18. janúar Tryggvagötu 8 101 Reykjavík Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870 Óhapp! eftir Bjarna Jónsson lau. 12/1 Ívanov fös. 11/1 & lau. 12/1 örfá sæti laus Konan áður lau 12/1 & sun. 13/1 Skilaboðaskjóðan sun. 13/1 uppselt Gott kvöld sun. 13/1 kl. 13.30 & 15 örfá sæti laus Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Allra síðasta sýning 11. janúar 19. janúar 25. janúar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.