Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 59

Fréttablaðið - 10.01.2008, Page 59
FIMMTUDAGUR 10. janúar 2008 35 TÓNLEIKAHÚSIÐ SALURINN Stendur fyrir hinni vel heppnuðu tónleikaröð Tíbrá. Hinir árlegu nýárstónleikar Tíbrár, tónleikaröð Kópavogs í Salnum, verða haldnir á laugar- dag og hefjast kl. 17. Þetta er fimmta árið í röð sem Salonhljóm- sveit Sigurðar Ingva Snorrasonar fagnar nýju ári með glæsilegum Vínartónleikum í Salnum. Að þessu sinni hefur þetta einvalalið hljóðfæraleikara fengið til liðs við sig sópransöngkonuna Huldu Björk Garðarsdóttur og gefst tón- listarunnendum nú einstakt tæki- færi til að heyra þessa frábæru söngkonu spreyta sig á Vínartón- list. Á efnisskránni eru að vanda ljúfustu söngvar, svellandi vals- ar, spriklandi polkar og önnur gleðitónlist úr gnægtabrunni Vín- artónlistarinnar. Því miður er uppselt á tónleik- ana í Salnum en vegna mikillar eftirspurnar verða tónleikarnir endurfluttir daginn eftir, sunnu- dag, á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Listasafni Reykjanesbæjar. Hefjast þessir aukatónleikar kl. 15. Sala aðgöngumiða fer fram í Lista- safni Reykjanesbæjar í DUUS húsum á opnunartíma safnsins sem er alla daga frá kl. 13 til 17. Einnig verða seldir miðar við inn- ganginn og því þurfa unnendur Vínartónlistar ekki að líða skort nú um helgina heldur geta dembt sér á skemmtilega tónleika í Reykjanesbæ. - vþ Nýárstónleikar í Tíbrá LEIKLIST Pálmi Gestsson í Svörtum fugli. Kvenfélagið Garpur er að leggja upp í sína fyrstu leikför með sýningu sína Svartan fugl. Leikendur í verkinu eru Pálmi Gestsson og Sólveig Guð- mundsdóttir. Verkið var frumsýnt í haust í Hafnar- fjarðarleikhúsinu en næstu vikur verður það leikið á þremur stöðum, Egilsstöðum, Ísafirði og í Eyjum. Sýndar verða tvær sýningar á hverjum stað: um næstu helgi í Sláturhúsinu-Menningarsetri ehf. á Egilsstöðum 12. og 13. janúar kl. 20.00. Helgina þar á eftir, 19. og 20. janúar kl. 20.00, í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, og þann 26. og 27. janúar kl. 20.00 í Leikhúsinu Vestmanna- eyjum. Það verða tvær leiksýningar í boði á Ísafirði í næstu viku en Þjóðleikhúsið er einnig með farandsýningu sína Norway/Today þar á ferð. Boðið er upp á pakkaferðir á vegum Flugfélags Íslands á þessa staði sem einungis er hægt að bóka hjá hópadeild í síma 570 3075 eða á netfanginu hópadeild@flugfelag.is. Gildir einungis þær helgar sem verið er að sýna leikritið á hverjum stað. Heimamönnum er bent á að miðasala fer fram á www. midi.is og við innganginn en þar einungis gegn reiðufé, kort eru ekki tekin við inngang. - pbb Svartur fugl í leikför Soffía Karlsdóttir Söngkona/Kennari Agnar Jón Egilsson Leikstjóri/Leiklist hjá Leynileikhúsinu. nánarar á leynileikhusid.is Söngkona/Kennari Emilía Björg Söngkona/Kennari Jónsi Söngvari/Kennari Ágústa Ósk Söngkona/Kennari María Björk Skólastjóri/Söngkona Regína Ósk Yfirkennari/Söngkona Söngkona/Kennari SÖNGNÁMSKEIÐ Skráning og upplýsingar: Sími: 588 1111 & 897 7922 poppskolinn@poppskolinn.is MARÍU BJARKAR Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111 Söngvaborg kemur í heimsókn til yngstu krakkana. Á vorönn verður boðið upp á: 5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á námskeiðinu og nemendur fá upptöku með söng sínum á geisladiski í lok námskeiðs. Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun, raddbeitingu, sjálfsstyrkingu og framkomu. Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri til að koma fram opinberlega, svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði. VORÖNNIN ER AÐ HEFJAST Söngskólinn er alltaf í leit að hæfileikaríku fólki Fullorðins- og unglinga námskeiðin hefjast um miðjan jan úar PÁLL ÓSKAR GESTUR Á NÁMSKEIÐI ERUM E E BESTA VE 13 ÁRA REYNSLA Forskóli! Við bjóðum upp á forskóla fyrir 3-5 ára krakka Síðust u forv öð að skrá s ig! ÖRFÁ PLÁSS LAUS ! ERUM VIÐ S ÍMAN N NÚ NA! LAU 12. JANÚAR KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIS UPPSELT MÁN 14. JANÚAR KL. 20 UNGIR TÓNSNILLINGAR VÍKINGUR, ELFA, ARI. MARGRÉT, HELGA o.fl . Miðaverð 2500kr MIÐ 16. JANÚAR KL. 20 TÍBRÁ: STJÖRNUTÓNLEIKAR FRANSKI FIÐLUSNILLINGURINN LAURENT KORCIA OG C.HADLAND Miðaverð 2000/1600kr GEFÐU UPPLIFUN ! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT OG MARGIR FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Í BOÐI !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.