Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 35

Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 35
Sigti = Einhver sem viðkomandi hyggst reyna við Þetta slangur kemur, eins og svo margt annað slangur, úr Mosfellsbæ. Sigti er notað yfir þann einstakling sem viðkomandi ætlar að reyna við. Vísunin er að sá eða sú sem skuli reyna við verði sigtaður út úr fjöldanum. Steindi jr. gerði til dæmis lagið Sigta salta, ásamt Ladda, þar sem þetta slangur kemur fyrir. Dæmi um notkun: „Þessi er mjög heit. Hún er algjört sigti.“   52    . # Br an de nb ur g Árlega deyja 52 einstaklingar úr ristilkrabbameini. Það má koma í veg fyrir það. Kauptu Bleiku slaufuna og hjálpaðu okkur að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini. Slangurorðabók Moiarinn, weisla, bae og fam Hvað þýðir allt slangrið? Sígilt slangur Station helgi = Helgi þar sem djammað er föstudag og laugardag „Station helgi“ er áratuga gamalt slangur, sem viðheldur sér því það hefur mjög þrönga og nákvæma skilgreiningu. Dæmi um notkun: „Ég er að fara í afmæli á föstudaginn og innflutningspartí á laugardag. Alvöru station helgi.“ Frænka/Frændi = Notað yfir fólk sem um ræðir, án þess að það sé skylt manni Hægt er að tala um frænkur og frændur án þess að þau séu það í raun og veru. „Hvað er uppi frændi?“ er til dæmis frægt lag með Gísla Pálma. Þegar karlmenn tala um frænkur geta þeir verið að tala um vinkonur, eða kvenfólk sem þeir hyggjast reyna við. Dæmi um notkun: „Hvað er uppi frændi?“ Slangur héðan og þaðan Smella = Sígaretta Sjonni = Bumba sem hangir yfir beltið Stullur = Stuttbuxur Beila = Stinga af Lumma = Munntóbak, en getur líka þýtt pitsa. Stillimynd (dagskráin búin) = Einhver er sofnaður, af hvaða ástæðu sem það er. Að sneika sér = Komast fram hjá einhverju eða koma einhverju undan. Að vera á halanum = Að vera ölvaður Að vera á halanum er klassískt slangur og merkir að vera undir áhrifum eða að vera ölvaður. Ef eldra fólk er ölvað er hægt að tala um risaeðlur. Dæmi um notkun: „Þarna er einhver risaeðla á halanum.“ Skinka = Ákveðin týpa af stúlkum Skinka er beinþýðing á orðinu „skank“ og nær yfir ákveðnar týpur af stúlkum, sem er í raun skilgreiningaratriði. Þetta er notað á frekar niðrandi hátt og hefur verið í notkun í yfir áratug. Til eru ýmiss konar tegundir af skinkum, og eru þá forskeyti sett framan við. Dæmi um notkun: „Þessi er algjör skinka.“ Ertu að skynja mig = Skilur þú mig? Í raun er erfitt að niðurnjörva það nákvæmlega hvað „skynja mig“ þýðir. Það getur þýtt svo margt. Hægt er að varpa þessari spurn- ingu fram þegar maður er óviss hvort viðmælandi manns skilji hvað maður er að meina, en einnig er hægt að henda henni fram á retorískan hátt, út í kosmósið. Dæmi um notkun: „Fattarðu hvað ég er að meina, frændi? Ertu að skynja mig?“ Lö Lö = Lögreglan Til eru ýmis slanguryrði yfir lögreglumenn. „Po, Po“, „Fimm ó,“ og „mörgæsir“ eru dæmi um það. Fá sér = Að drekka áfengi Slangrið „að fá sér“ þekkja flestir, enda er eitt vinsælasta íslenska rapplag sögunnar með þessi ódauðlegu orð í viðlagi. Til eru ýmsar myndir af þessu slangri, þar sem fólk leikur sér með stafsetninguna, til dæmis „Fau cher“. Skammstöfunin MAFS kom svo upp úr orð- unum „menn að fá sér“. Stundum er því talað um að „mafsa“ þegar fólk er að fá sér. Dæmi um notkun: „Já, ég hugsa að við endum í bænum. Menn eru allavega byrjaðir að fá sér.“ Harka = Hustle Harka er notað í sama skilningi og orðið „hustle“ í ensku. Að harka hefur verið mjög lengi í málvitund Íslendinga og stenst orðið tímans tönn. Dæmi um notkun: „Harka alla daga.“ Þrotaður/Þrotabú = Að vera búinn á því Orðið þrotabú er notað yfir þá sem eru alveg búnir á því, hvort sem það er þreyta eða eitthvað annað. Þeir sem hafa gert mörg mistök eða eru ekki að gera góða hluti í lífinu geta eru ýmist þrotaðir eða þrotabú. Dæmi um notkun: „Hann drakk alltof mikið og var bara algjört þrota- bú. Ég sendi hann bara heim í leigubíl.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.