Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 88

Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 88
Góður fordrykkur Áður en vinahópurinn heldur af stað í jólahlaðborð gæti verið gaman að hittast og fá sér einn heimalagaðan drykk. Þessi drykkur sem uppskrift er gefin að hér er óáfengur þannig að hann hentar bæði börnum og fullorðnum en auðvelt er að bæta áfengi við hann ef áhugi er á að styrkja hann aðeins. Uppskriftin er fyrir um tíu bolla. 1 bolli vatn ½ bolli sykur 1 tveggja sentimetra langur bútur af engifer, afhýddur og niðurskorinn 3 perur, skornar í bita 2 lítrar epla-cider 1 sítróna, skorin til hálfs og í sneiðar 1 msk. Allspice (allrahanda) krydd 1 bolli fersk trönuber 2 msk. vanilluextrakt Setjið vatn, sykur, engifer og eina peru í stóran pott. Eldið á meðalháum hita að suðu, hrærið í. Síið vökvann frá og skiljið blönduna eftir í pottinum. Bætið við hinum perunum, epla­ cider, sítrónu og kryddi og hitið á meðalháum hita, hrærið reglulega í í fimmtán mínútur. Bætið við trönuberjum og vanillu og minnkið hitann á meðallágan (vökvinn á að krauma en ekki sjóða). Látið krauma í tíu mínútur. Berið svo fram í hitaþolnum glösum. Flestir þeirra sem farið hafa á jólahlaðborð vita að það eru töluvert miklar líkur á því að borða yfir sig. Ótakmark- að aðgengi að mat verður oft til þess að fólk hleður miklu meira á diskinn sinn en það getur torgað. Það verður jafnvel til þess að við fáum okkur eitthvað og sporð- rennum því án þess að langa í raun í það. Ásmundur Edvar- dsson, veitingastjóri á Grand Hóteli, hefur unnið á ófáum jóla- hlaðborðum í gegnum tíðina og kann leiðir til þess að forðast að falla í þessa gryfju sem og aðrar gildrur sem geta leynst á milli jólaréttanna. „Það er vissulega eitthvað um það að fólk leifi miklu þegar það kemur svangt, og sér allar kræs- ingarnar og freistast þá til að borða meira en það getur. Einn- ig er leiðinlegt að sjá fólk koma að f lottu hlaðborði og skóf la svo öllu saman á diskinn. Þá er betra að fara frekar fleiri ferðir og taka hóflega á diskinn í hverri ferð. Það má nefnilega fara eins margar ferðir og fólk vill. Gott er að byrja á forréttunum eða kalda matnum áður en farið er í aðal- réttina. Mikilvægt er að fara ekki svo geyst af stað að ekki verði pláss fyrir eftirréttina og annað sem fólk langar í. Mikilvægast af öllu er svo að njóta matarins,“ segir Ásmundur og brosir. dannaðri skemmtanir Í jólaglöggum fyrri tíma sem voru að nokkru leyti undan- fari jólahlaðborða dagsins í dag var ekki óalgengt að sumir töpuðu sér í gleðinni eftir að hafa fengið sér of mikið í aðra tána. Þessi stimpill hefur að einhverju leyti líka loðað við jólahlaðborðin en Ásmundur telur að þetta stefni allt í rétta átt. „Mér finnst þetta vera orðið nokkuð rólegra en gerðist hér áður fyrr. Oft er þetta starfs- fólk fyrirtækja sem fer saman á jólahlaðborð og þá verður úr nokkurs konar árshátíð með skemmtun og dansiballi á eftir þannig að það verður meira úr kvöldinu.“ Talandi um drykki segir Ásmundur að það sé spenn- andi hve mikið sé orðið til af skemmtilegum jólabjór í dag. „Íslenskur jólabjór er æðislegur og það er mikið beðið um hann bæði af Íslendingum og útlend- ingum enda steinliggur hann með jólamatnum. Svo er það íslenska jólablandan klassíska, malt og appelsín, sem er alltaf vinsæl. Vissulega tekur bæði bjórinn og gosið pláss í magan- um en margir drekka það bara í kringum jólin og finnst það til- heyra jólunum,“ lýsir hann. kemst í jólagírinn Eins og komið hefur fram hefur Ásmundur þjónað á jólahlað- borðum í mörg ár. Hann segir það í raun koma sér í jólagírinn. „Það myndast ákveðin stemn- ing á þessum tíma og fólk sækir í að vinna við jólahlaðborðin. Það er mikið af skólakrökkum og f leirum sem biðja um að fá að vinna í jólahlaðborðun- um ár eftir ár af því það er svo gaman.“ Mikilvægast að njóta matarins Margir falla í þá gryfju að borða yfir sig á jólahlaðborðum. Ásmundur Edvardsson segir alltaf betra að fara fleiri ferðir og setja minna á diskinn í hverri ferð í stað þess að skófla öllu saman. Ekki hrúga á diskinn og blanda öllu saman. Gott er að byrja á kalda matnum og fara svo í aðalréttina. Ásmundur Edvardsson, veitingastjóri á Grand Hóteli. RANGÁRFLÖTUM 4, HELLU – S. 531 8010 – STRACTAHOTELS.IS Njótið aðdraganda jólanna í fallegu og rólegu umhverfi Jólahlaðborð, gisting og morgunverður í fögru umhverfi Suðurlands Jólahlaðborð, 8.800 kr. á mann. Jólahlaðborð og gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði, 17.400 kr. á mann. Gerum tilboð fyrir hópa. Ef hópar vilja koma aðra daga, hafið samband í síma 531 8000 eða 531 8010. Foréttir: graflax, reyktur lax, eini­ berja lax, marineruð síld, kryddsíld, jólasíld, kjúklingavængir, sjávarétta­ salat, villibráðapaté, nautatunga. Aðalréttir: pörusteik, lambalæri, skinka, kalkúna bringa, parmaskinka, hangi kjöt, hrátt hangikjöt. Meðlæti: epla­ og karrýsíld, heima­ gerðar sænskar kjötbollur, rauðvíns­ sósa, gráð ostasósa, sinepssósa, cumber land, hvítlauks kryddjurtasósa, uppstúf, grænar baunir, eplasalat, kartöflur í bátum, sykurbrúnaðar kartöflur, kartöflusalat, laufa brauð, rúgbrauð og heimabakað brauð. Jólahlaðborð dagana 21. og 28. nóv. og 5. og 12. des. Kynning − auglýsing 10. októbEr 2015 LAUGArDAGUr8 Jólahlaðborð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.