Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 36
verða þrítug þegar ég útskrifaðist.“ Næsta skref var að stofna búð- ina Beyond Valley í London ásamt tveimur stelpum úr skólanum. „Beyond Valley var svona „pop-up“ verslun þar sem varan fer beint frá hönnuði til neytandans. Þar seldum við fyrir marga listamenn. Vorum aðallega sjálfar með fatahönnun og ég var með prent- og textíl sem alltaf tók á sig meiri og meiri sögu- legan blæ. Út frá því urðu til flíkur sem voru seldar í galleríum. Fötin hafa alltaf heillað mig en að skapa ævintýraheima er númer eitt, tvö og þrjú.“ Búðin var aldrei gróðafyrirtæki, að sögn Kristjönu en vinkonurnar voru með hana í sjö ár og í gegnum hana þróaðist framleiðslan. „Við fengum alls konar viðurkenningar frá fyrirtækjum og samtökum í Eng- landi og Apple kom með starfsfólkið í heimsókn til að fá hugmyndir. En við vorum ekkert að selja fullt, þetta var hugsjónastarfsemi fyrst og fremst.“ Eigið stúdíó á eldhúsborðinu  Eftir að ég eignaðist barn númer tvö fannst mér tími til kominn að leggja verslunarreksturinn á hilluna. Þá fór ég fljótlega að setja upp eigið stúdíó. Það var bara á eldhúsborð- inu til að byrja með en svo fékk ég húsnæði fyrir það í risaverksmiðju með mörgum öðrum stúdíóum. Þar er fimm metra lofthæð sem er æðis- legt. Stúlkurnar sem vinna með mér eru duglegar að hanna en sauma- skapurinn fer allur fram í Kína og þar fann ég besta silkið. Ég hef líka keypt efni í Svíþjóð og veggfóðrið er gert í Englandi. Fyrirtækið virðist komið á traustan grunn. Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vand- aðan hátt, er ekki með fjöldafram- Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vandaðan hátt, er ekki með fjöldaframleiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin þá smellur allt saman. fréttablaðið/gva leiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin til að selja í þá smellur allt saman.“ Í Englandi kveðst Kristjana selja tískuvörurnar í virtum vöruhúsum í Englandi. Engir tveir kjólar eru eins og engir tveir púðar eins. „Reyndar er varan mín komin mjög víða,“ segir hún og telur upp Frakkland, Holland, Þýskaland, Ástralíu, Bras- ilíu, Bandaríkin, Kanada, Kína, Taí- land, Srí Lanka og Singapúr. „Nú eru prentverkin farin að hækka í verði og fólk er byrjað að safna þeim. Þau eru líka á nógu mörgum stöðum til að fólk þekki þau.“ Adam, eiginmaður Kristjönu, fæst við upptökur og hljóðblöndun í eigin fyrirtæki. Skyldu börnin þeirra ekki vera listfeng? „Sonur okkar, Eiðar, er mikill vís- indamaður. Pælir í himingeimnum og öllu mögulegu. Teiknaði handa mér mynd af eitlunum í líkamanum og benti á þá með litlum örvum.  Ísól er bara lítil jarðýta sem vill gera allt! Ég hafði alltaf áhyggjur af því að eignast börn og hélt að það gæti ekki samrýmst listinni. Ímyndaði mér að börnin myndu stoppa allt en hjá mér gerðist þveröfugt. Ég varð enn þá frjórri í hugsun eftir að ég eignaðist þau, skynjunin dýpk- aði og heimurinn stækkaði. En ég tek fram að hún mamma er búsett úti í London og án hennar hefði ég ekki gert helminginn af því sem ég hef gert. Hún er búin að hjálpa mér alveg svakalega mikið með börnin og hefur gert mér kleift að vinna fimm daga vikunnar.“ Kristjana kveðst stundum koma með með Adam og börnin til Íslands. „Mér finnst dýrmætt að geta komið heim. Svörtu, sterku línurnar eru grunnurinn að öllu í mínum teikningum, hann er frá veru minni á Íslandi í uppvextinum og svo er ævintýraheimurinn lengra í burtu. Ég kenni börnunum mínum íslensku og við Adam erum að hugsa um að gifta okkur á Íslandi einhvern tíma.“ En leita Íslendingar lítið til þín sem listamanns? „Ég hef náttúrlega ekki verið mikið að koma mér á framfæri hér á landi þó fatnaðurinn minn sé fáanlegur hér og sum prent- verkin. Fólk hefur kannski séð eitt- hvað eftir mig í tölvunum sínum en allt verður frekar flatt þegar það er skoðað í tölvum. Það er ekki fyrr en það sér smáatriðin í þessari vinnu minni sem það áttar sig á því í hverju listin felst. Vissulega nota ég tölvuna við vinnu mína, en það er mjög mikil grunnvinna unnin áður í höndunum.“ Oft kveðst Kristjana hafa tekið þátt í stórum sýningum í Eng- landi með öðrum. Ein af sýningum hennar var í Singapúr. „Í verkum sem ég sýndi í Singapúr lét ég háu byggingarnar í borginni koma inn í myndirnar mínar því ég er með rosa mikinn áhuga á arkitektúr líka,“ lýsir hún og næst fljúgum við til Ríó! gladdi gesti Ólympíuleikanna „Brasilíumenn vildu nota mína list  á Ólympíuleikunum í ágúst. Þeir vörpuðu risastórri mynd eftir mig á framhlið Belmond Copacab- ana Palace, eitt þekktasta hótelið í borginni, auk þess sem bakhliðin var skreytt myndum og nokkrar voru líka hengdar upp innan dyra. Þetta var vel borgað verkefni en tíminn til að vinna það var rosa- lega stuttur, bara þrír mánuðir. Í myndunum eru alls konar tákn, til dæmis byggingar í öllum borgunum sem hafa haldið Ólympíuleikana áður. Síðan gerði ég stórt kort sem allir staðirnir voru merktir inn á, Barselóna, Aþena, Sidney, Peking, London, Ríó, Tókýó. Við sem unnum að þessu verki vildum líka gera eitthvað sem heimamenn og gestir gætu fylgst með og verið þátttakendur í. Því vorum við með stafrænar sýningar utan við hótelið á hverju kvöldi klukkan sjö og þar safnaðist mikill mannfjöldi saman. Við slepptum til dæmis út stafrænum fiðrildum sem svifu um og voru með fána frá öllum þjóðum heims á bakinu. Þeirri sýningu var deilt 2,6 millj- ón sinnum í tölvunni. Þegar Eng- land hafði unnið Ólympíumedalíu vorum við þar með stóra parísar- hjólið sem einkennir London. Þetta fékk svakalega mikla birtingu úti um allan heim og Frakkar byrjuðu að vera með beinar útsendingar frá þessum kvöldstundum.“ Ímyndunarafli Kristjönu virðast engin takmörk sett. Hún segir eina hugmynd kvikna af annarri. „Bara það að vera með sýningar og fá við- brögð fólks við þeim fæðir af sér nýjar hugmyndir og líka það að vinna með kláru fólki. Ég er líka alltaf að skoða bækur, mynstur, liti, er voða mikið að klippa út og setja saman og búa þannig til ný mynstur og nýja hluti. Ég hef mestar áhyggjur af að ég hafi ekki nógu mikinn tíma í lífinu til að koma því öllu frá mér sem er í hausnum á mér. Þar bætist stöðugt við.“ ljósasýning með listaverki Kristjönu var á framhlið hótelsins belmond Copacabana Palace meðan á Ólympíuleikunum 2016 stóð. tilkomumikil prentverk prýddu líka móttöku hótelsins. Svörtu, Sterku lín- urnar eru grunnurinn að öllu í mínum teikn- ingum, hann er frá veru minni á íSlandi í uppvextinum og Svo er ævintýraheimurinn lengra í burtu. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.