Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 2
Veður Vestan- og suðvestankaldi og smá skúrir eða él, en léttir til fyrir austan. Hægari sunnanátt um kvöldið og fer að rigna syðst. Hiti 0 til 5 stig. sjá síðu 52 Bróðir og systir Þorvaldur S. Þorvaldsson stillir sér upp með lágmynd af leikkonunni og náttúrunnandanum Herdísi, systur hans, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk að gjöf. Á bak við Þorvald stendur Baldvin Atlason sem gaf lágmyndina en Pétur Bjarnason gerði hana. Myndin var gerð til að minnast Herdísar fyrir baráttu hennar fyrir umhverfisvernd en hún stofnaði og gegndi formennsku náttúruverndarsamtakanna Lífs og lands. Fréttablaðið/anton brink Dublin Sértilboð | 17. – 20. nóvember | 3 nætur Verð frá: 49.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á O‘Callaghan Mont Clare. Verð án Vildarpunkta: 59.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Flogið með Icelandair LögregLumáL Á þriðja hundrað mála hafa komið upp á árinu þar sem tollverðir hafa stöðvað póst- sendingar sem innihéldu fíkniefni, stera og önnur ávanabindandi lyf. Í lok október voru málin orðin 214 talsins en voru 221 allt árið 2014. Það ár var metár. Smyglarar reyna ýmislegt til að blekkja tollverði. Til að mynda var sending í síðasta mánuði stöðvuð sem reyndist innihalda tæpt kíló metamfetamíns. Efnið hafði verið falið í handsápum en glöggir toll- verðir létu ekki blekkjast. – þea Sjaldan meira dóp í pósti HeiLsa Þrjátíu íslenskir sérfræðingar í heilbrigðisgeiranum gáfu í gær út Kransæðabókina, rit með upplýs- ingum um kransæðasjúkdóm sem er ein algengasta dánarorsökin á Íslandi. Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson, prófessorar og yfir- læknar. Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á landinu til hjarta- og æðasjúkdóma. Þar af eru þrír fjórðu hlutar vegna kransæðasjúkdóms. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að áhættuþættir sjúkdómsins séu vel þekktir, til að mynda reyk- ingar, háþrýstingur, sykursýki, offita og hreyfingarleysi. Bókin er sögð ætluð almenningi ekki síður en heilbrigðisstarfsfólki en í henni eru meðal annars ítarlegir kaflar um mataræði og þunglyndi. – þea Engin ritstífla hjá 30 íslenskum sérfræðingum ritstjórarnir Guðmundur og tómas ásamt styrktaraðilum. Mynd/Friðrik Staðreyndir um hjartað l Eðlilegt hjarta er á stærð við tvo hnefa l Eðlilegur púls er um 60-80 slög á mínútu l Hjartað slær því um 100.000 slög á sólarhring l Hjartað vegur í kringum 0,5% af líkamsþyngd eða 300 grömm hjá körlum en 200 grömm hjá konum Kosningar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við for- menn Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar. „Við förum auðvitað í viðræð- urnar því að við eygjum von á því að það sé einhver möguleiki að ræða málin og ná góðum umbót- um,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segist gera sér grein fyrir því að þetta séu ólíkir flokkar og að mörgu leyti ósam- stæðir. „Það er alveg ljóst að fólk innan flokksins er mishrifið af því að við séum að hefja stjórnarmynd- unarviðræður við Sjálfstæðisflokk- inn,“ segir Óttarr. „Það er möguleiki á að við náum saman um stóru málefnin og von- andi gengur það sem allra best,“ segir Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar. Hann segir stefnu Viðreisnar liggja ljósa fyrir þegar gengið er til viðræðnanna. Þórunn Egilsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hefði viljað halda áfram ríkisstjórnarsetu og sé tilbúinn til þess komi það til greina. „Það er ekki komin nið- urstaða enn og við skulum sjá hvernig þetta fer,“ segir hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboð og Oddný G. Harðar- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, segjast frekar hefðu viljað sjá umbótastjórn myndaða af stjórnarandstöðuflokk- unum og Viðreisn. „Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að sameinast um grimma hægri stefnu, til dæmis þegar kemur að einkavæðingu og einkarekstri í velferðar- og mennta- málum, og það er áhyggjuefni fyrir landsmenn,“ segir Katrín. Hún segir ljóst að annaðhvort munu Sjálf- stæðisflokkurinn eða Björt framtíð og Viðreisn þurfa að gefa mikið eftir í stefnumálum sínum til þess þeir geti myndað ríkisstjórn. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Bjarni að strax eftir helgi kæmi í ljós hvort flokkarnir þrír eigi samleið í ríkisstjórnarsamstarfi. thorgeirh@frettabladid.is Framhald viðræðna skýrist um helgina Ekki eru allir sáttir innan Bjartrar framtíðar við að mynduð verði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kemur í ljós snemma í næstu viku hvort stjórnar- myndunarviðræðurnar leiði til ríkisstjórnar. Framsókn tilbúin að stíga inn. Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í gær í Valhöll. Eftir fundinn fór bjarni bene- diktsson á fund forseta og tilkynnti um formlegar viðræður. Fréttablaðið/EyÞór Ég hef mestar áhyggjur af að þessir flokkar nái að samein- ast um grimma hægri stefnu. Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.