Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 28
og þú. Þetta er mitt líf. Ég þarf að veiða til að lifa.“ Maður getur ekki breytt eða stjórnað viðbrögðum fólks við myndum af veiðimönnum að störfum. En fólk verður að vita að veiðimennirnir finna líka til þegar ísbjörn fellur. En þeir veiða hann ekki upp á sport. Þeir borða kjötið og nýta skinnið og raunar allt á skepnunni og eru fyllilega meðvit­ aðir um það hversu mikið má veiða til þess að viðhalda jafnvægi í nátt­ úrunni. Þetta vita veiðimennirnir, því þeir lifa í sátt við náttúruna og hringrás hennar, ólíkt okkur sem til­ heyrum samfélaginu utan við þeirra hring. Vandamálin sem steðja að hvítabjörnum núna eiga sér orsakir í mengun iðnaðarþjóðanna. Til að mynda er talið að um einn þriðji hluti af ísbjarnarstofninum á aust­ urströnd Grænlands sé úrkynjaður sem lýsir sér þannig að hann fæðist í hvorugkyni. Kynlaus með öllu. Þetta er rakið til mengunar í hafinu sem berst með straumum frá Síberíu og víðar. Við lifum bara á því sem er á jörðinni. Allt sem við borðum kemur frá henni. Okkur hættir til þess að gleyma því.“ Leikur að eldi Ragnar ann sér lítillar hvíldar við að mynda norðurslóðir. Hann er með enn aðra bók í takinu um bráðnun jökla þar sem myndirnar munu sýna afleiðingarnar af hlýnun jarðar á norðurslóðum. Hann segist þó ekki endilega vera með einhverjar ákveðnar væntingar til þess hverju slík bók muni skila en hann sé þó að minnsta kosti að reyna. „Ég hef eiginlega engar væntingar. Ég hugsa um ljósmyndina eins og tónlist. Ef ég væri að semja lag til þess að þóknast einhverjum þá væri það ekki neitt. Maður verður að semja það sem maður þarf að semja. Ef ég væri að taka myndir til þess að þóknast öðrum þá væri ég bara að mynda sólsetur. Jöklamyndirnar eru líka svo abstrakt. Sprungur og jöklar út um allt í mismunandi birtu. En á bak við þessar myndir liggur illur grun­ ur því jöklarnir á Íslandi hverfa á næstu 150 til 200 árum, jafnvel þótt við slökkvum á rofanum núna. Auð­ vitað eru þrjátíu ár, þessi tími sem ég hef verið að skoða þetta, eins og brot úr augnabliki í heimssögunni. En það er undarlegt að við skulum leika okkur svona að eldinum eins og við mannkynið erum alltaf að gera. Við verðum að skilja eitthvað eftir fyrir komandi kynslóðir og Keith Richards því hann verður sá eini sem verður eftir ef fram heldur sem horfir. Ég er að plana ferðir um Tsjúk­ otka, Alaska og Síberíu en ég þarf að fara á öll þessi svæði til þess að fá heildarmyndina. Ég þarf að ná öllu þessu heimskautasvæði. Jökl­ arnir hér heima eru hluti af þessari heildarmynd. Sólheimajökull hopar hundrað metra á ári og þar geta ferðamenn séð með eigin augum hvað er að gerast. Mér finnst vera að herða enn þá meira á þessum breytingunum síðustu ár. Þetta er miklu hraðara en þegar ég var lítill strákur að mæla jöklana með Kví­ skerjabræðrum.“ Konungar og hetjur Þegar Ragnar fór að vinna að And­ litum norðursins í nýrri og stækk­ aðri útgáfu segir hann að tækifæri hafi opnast til að dýpka sögurnar af fólkinu sem hann hefur tekið myndir af undanfarna þrjá áratugi. „Flestir Íslendingarnir í bókinni, fólkið sem ég heimsótti út um allt land, eru nú látnir. Margar þessar byggðir hafa látið mikið á sjá, til dæmis Strandirnar eða byggðirnar á Vestfjörðum. En það sem mestu skiptir er að hafa tekist að ná sögu þeirra, myndum af lífi þeirra. Þann­ ig skynjar maður tímann og gang hans. Það sama gerist á Grænlandi. Byggðirnar á austurströndinni til að mynda hafa farið í eyði ein af annarri og raunar veit maður ekki hver verður framtíð Austur­Græn­ lands. Þegar breytingar á loftslagi og veðri bætast við verður æ tví­ sýnna um framhaldið þarna. En maður verður að reyna að vona og trúa. Flóttamannavandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag verður eins og dropi í hafið miðað við það þegar það verður orðið of heitt. Það gengur ekki að láta eins og ekkert sé að gerast. Það er fólk þarna á Grænlandi, þarna á ísnum, og þetta eru heimkynni en ekki auðn. Það er fullt af fólki sem veit ekki að það er líf þarna því Veiðimennirnir eru eldklárir í að lesa merki náttúrunnar og þeir Voru búnir að átta sig á þVí að það Var eitthVað að gerast, að það Var eitthVað að í náttúrunni. en það er undarlegt að Við skulum leika okkur sVona að eldinum eins og Við mann- kynið erum alltaf að gera. Myndir af mannlífi og náttúru úr bókinni Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. MyndiR/RAX Ísland er á jaðri heimskautasvæðisins en jöklar landsins munu hverfa á næstu 150-200 árum. Mynd/RAX ↣ 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.