Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 80

Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 80
Ég er ekki byrjuð en strax í desember fer ég að baka. Ég er búin að plana mörgum mánuðum fyrr hvað ég ætla að baka og ligg yfir uppskriftum og reyni að láta mér detta eitthvað nýtt í hug. Ég er bæði að búa til uppskriftir og breyti líka mikið gömlum uppskriftum. Kristín Arnórsdóttir Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur sigraði í smákökusamkeppni Líflands. Hún segist haldin bökunaráráttu og planar jólabaksturinn með margra mánaða fyrirvara. mynd/Ernir Polýnesíurnar heilluðu dómnefndina: „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ Ég hef bakað frá því ég var fimm ára og er með hálfgerða bökunar- áráttu. Er annars í meistaranámi í hagnýtri tölfræði en baksturinn er ástríða sem mig dreymir um að gera meira úr,“ segir Kristín Arn- órsdóttir stjórnmálafræðingur en hún sigraði smákökusamkeppni Líflands á fimmtudaginn. „Ég baka allt mitt með fimmtíu ára gamalli KitchenAid-hrærivél sem bæði amma og mamma not- uðu og báðar þessar konur bök- uðu mikið. Mér finnst hún nota- leg tenging við ömmu mína. Ég á nokkrar handskrifaðar upp- skriftabækur frá báðum ömmum mínum.“ Kristín segist fá útrás fyrir sköpunargleðina við bakstur- inn. Hún sé þó íhaldssöm þegar kemur að skreytingum og hafi til dæmis ekki tekið þátt í „sykur- massabrjálæðinu“ eins og hún kallar það. Hún sæki innblástur til sjöunda og áttunda áratugar- ins. Fyrir jólin bakar hún alltaf nokkrar sortir. „Ég er ekki byrjuð en strax í desember fer ég að baka. Ég er búin að plana mörgum mánuð- um fyrr hvað ég ætla að baka og ligg yfir uppskriftum og reyni að láta mér detta eitthvað nýtt í hug,“ segir Kristín. „Ég er bæði að búa til upp- skriftir og breyti líka mikið göml- um uppskriftum. Það hefur ekki allt heppnast frábærlega en inn á milli tekst eitthvað mjög vel. Yfir- leitt eru minnst þrjár misheppn- aðar tilraunir að baki hverri upp- skrift sem heppnast.“ Hvers konar smákökur heilluðu dómnefndina? „Ég byggi uppskriftina á amer- ískum skátakökum en ég var au- pair í Bandaríkjunum sem ungl- ingur. Litla stelpan sem ég pass- aði var í skátunum og seldi kökur í þessum dúr. Pólýnesíurnar eru mjög jólalegar og dálítið tíma- frekar í vinnslu. Þetta er hin full- komna smákaka til að dunda sér við og hlusta á jólalög.“ Umsögn dómnefndar Líflands um smákökur Kristínar: „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“ Notar 50 ára hrærivél ömmu Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur fór með sigur af hólmi í smákökusamkeppni Líflands í liðinni viku. Hún segist haldin bökunaráráttu og hrærir deigið í gamalli hrærivél ömmu sinnar. Hún planar jólabaksturinn mánuðum saman. PólýNesíur 225 g ósaltað smjör 100 g sykur 250 g KORNAX hveiti ¼ tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar 2 msk. mjólk l Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara. l Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þau vel saman við sykur- inn og smjörið í þremur áföng- um. l Bætið mjólkinni og vanilludrop- unum saman við með hönd- unum þar til deigið helst vel saman. l Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu. l Setjið deigið inn í ísskáp í eina klukkustund. l Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt. l Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál). l Skerið svo minni hring út úr hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút. l Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kök- urnar verða ljósgylltar. KóKostoPPur 500 g ljósar karamellur 250 g kókosmjöl 3 msk. rjómi ½ tsk. salt 100 g Nóa Siríus suðusúkkulaði l Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mín- útur við 175°C þangað til það verður gyllt. l Gætið þess að hræra í því af og til svo það bakist jafnt. l Bræðið karamellurnar yfir vatns- baði og bætið rjómanum og salt- inu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellu- bráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni. l Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir þær. Því næst er kókostopp- urinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið. l Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botnin- um á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notuð til að skreyta kökurnar að ofan. Nýr og spennandi asískur veitingastaður með hollustu og ferskleika í fyrirrúmi Komdu og smakkaðu Wok on // Borgartúni 29 // Sími 561-6666 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.