Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 22
H in árlega keppni F I R S T L E G O L e a g u e ve r ð u r haldin í dag í Háskólabíói. Í ár eru 22 lið skráð til
leiks og er þemað Samstarf manna
og dýra.
„Keppnin snýst fyrst og fremst
um það að vinna saman að því að
finna lausnir og gefst keppendum
tækifæri til að koma með lausnir
á helstu áskorunum nútímans á
alþjóðavettvangi, m.a. náttúruvá
og loftslagsmálum,“ segir Ingunn
Eyþórsdóttir, markaðs- og kynn-
ingarstjóri Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands, um tilgang keppn-
innar.
„Við leggjum áherslu á að keppn-
in sé fyrir alla enda reyna verkefnin
á mjög fjölbreytta styrkleika og liðs-
heild,“ segir Ingunn.
Margt verður í boði fyrir gesti á
keppninni. „Það verða sporhundar
frá Björgunarsveitarhundum
Íslands, býflugur frá Friðheimum
verða til sýnis, og hvalasérfræðingur
mun fræða gesti um hegðun hvala.
Þá verður Krumma með vinnustofur
þar sem hægt verður að spreyta sig
á Lego-verkefnum undir leiðsögn
sérfræðinga. Vísindasmiðjan verður
opin og rafknúinn kappakstursbíll
Team Spark verður á staðnum. Loks
munu strákarnir í BMX bros leika
listir sínar á hjólum. Kynnir keppn-
innar er Sprengju-Kata,“ segir hún
og vill hvetja sem flesta til að mæta.
En hvers vegna Lego-kubbar?
„Lego býður upp á ótal útfærslu-
möguleika, er uppspretta mikillar
sköpunar, höfðar til fólks með ólíka
styrkleika og breiðs aldurs. Svo er
það bara svo skemmtilegt,“ segir
Ingunn.
Ingunn segir hvert lið hafa einn
eða fleiri leiðbeinendur úr sínum
skóla. „Það eru miklir eldhugar sem
veljast til slíkra verka því undirbún-
ingsferlið er bæði langt og strangt.
Liðin fá senda þrautabraut í upphafi
skólaárs og undirbúa sig í samvinnu
við leiðbeinanda úr sínum skóla.
Þessu fylgir mikil samvera og sam-
vinna og því eignast margir góðar
minningar,“ segir hún en gott dæmi
um það hvað keppnin hefur gengið
vel er að tveir fyrrverandi kepp-
endur eru nú dómarar og tóku þátt í
að hanna rafknúinn kappakstursbíl
Háskóla Íslands (Team Spark). „Þá
gefst vinningsliðum kostur á að taka
þátt í keppni erlendis og hafa mörg
lið farið utan,“ segir hún frá.
Ingunn segir margt eftirminnilegt
frá fyrri keppnum. „Brúarásskóli
vann keppnina árið 2014 og var
það í fyrsta skipti sem vinningslið
var eingöngu skipað stúlkum. Ári
síðar vann skóli sem var að taka
þátt í fyrsta skipti en það er algengt
að skólar taki þátt ár eftir ár. Lands-
byggðin hefur verið afar dugleg að
senda lið og í ár eru 12 af 21 liði utan
höfuðborgarsvæðisins,“ segir hún.
Ingunn segir það koma fyrir að
hún kubbi sjálf. „Að kubba er eins og
góð hugleiðsla. Það bætir og kætir.
Hef heyrt að fólk hafi kubbað sig út
úr þunglyndi. Sel það ekki dýrara en
ég keypti það. Ég er að mestu hætt
að leika mér en það kemur fyrir
að ég kubbi. Ég asnaðist til að gefa
dóttur minni Lego-hótel á þremur
hæðum í sex ára afmælisgjöf. Verk-
efnið endaði mestmegnis á mér og
það tók mig tvo mánuði að klára það
og mér þótti það mikið afrek. Stuttu
seinna datt það í gólfið og brotnaði
en minningin er ljúf,“ segir Ingunn.
Að kubba er góð hugleiðsla
Krakkar keppa í að kubba úr Lego í Háskólabíói í dag. Þemað er samstarf manna og dýra. Á keppninni verður
margt áhugavert tengt þemanu í boði fyrir gesti sem geta skoðað býflugur, sporhunda og fræðst um hvali.
Team Spark við Lego-keppnisborð. Tveir meðlima kepptu áður í keppninni en eru nú í hlutverki dómara. FréTTabLaðið/ViLheLm
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Lego býður upp á ótaL
útfærsLumöguLeika, er
uppspretta mikiLLar
sköpunar.
Ingunn Eyþórsdóttir, markaðs- og
kynningarstjóri Menntavísinda-
sviðs Háskóla Íslands
1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r22 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
helgin