Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 8
BJÖRK DIGITAL STAFRÆNN HEIMUR BJARKAR 02.11–30.12 MIÐASALA Á HARPA.IS Styrktaraðilar sýningar í Hörpu heilbrigðismál Það er einfaldlega rangt að viðmið Sjúkratrygginga Íslands um líkamsþyngdarstuðla eða þyngdartap aldraðra, sem nýttir eru til að ákvarða hvort einstakl­ ingur á rétt á niðurgreiðslu á nær­ ingardrykkjum eða næringarefnum, grundvallist ekki á alþjóðlega viður­ kenndum stöðlum. Þetta fullyrðir Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ, en Ólöf G. Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, sagði í frétt blaðsins í gær, að skilyrði SÍ væru þannig í dag að þeir sem fullnægja þeim séu orðnir svo vannærðir að það sé í raun erfitt eða of seint að hjálpa þeim. Þessu hafnar Steingrímur Ari alfarið en hins vegar sé það annað mál hvort ástæða sé til að taka nefnd viðmið stofnunarinnar til endurskoðunar. Hvort þau séu sambærileg við það sem gerist ann­ ars staðar, til dæmis á Norðurlönd­ unum segist Steingrímur ekki vita. „En það getur vel verið að það megi endurskoða greiðsluþátttökuna.“ Steingrímur Ari telur, þegar heilsa aldraðra er til umræðu í þessu sam­ hengi, að ekki megi missa sjónar á því sem skiptir mestu máli – að fyrst og síðast þurfi að hafa hugfast að heilsa og vellíðan sjúklinga eru á ábyrgð sjúkrastofnana þegar þeir dvelja þar. „Sjúkratryggingar koma inn með aðstoð, og þá greiðsluþátt­ töku, þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt,“ segir Steingrímur og bætir við að sé það raunverulega svo, að stór hluti skjólstæðinga stofnana ríkisins sé vannærður, sé það mikið áhyggjuefni. Rannsókn sem gerð var 2015 og 2016 sýndi að tveir af hverjum þremur inniliggjandi öldruðum á Landakotsspítala eru vannærðir eða sýna þess sterk merki að svo sé. – shá Áhyggjuefni ef rétt reynist bandaríkin Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkom­ andi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbend­ ingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðn­ ingsliði Trumps síðustu mánuðina. Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heima­ varnar ráðherra. Eða jafnvel við­ skiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi for­ seti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgar­ stjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmála­ ráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkis­ stjóri í Texas, David Clark, lögreglu­ stjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyni­ þjónustu hersins. Flynn gæti jafnvel orðið heima­ varnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggis­ málaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafull­ trúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Bannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosn­ ingastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps. Næsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúbl­ ikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öld­ ungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demó­ kratar styrki stöðu sína á þingi veru­ lega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúbl­ ikanar eru örugglega með meiri­ hluta. gudsteinn@frettabladid.is Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í að minnsta kosti tvö ár. Chris Christie og Rudy Giuliani hafa báðir staðið dyggilega með Trump og hafa fyrir vikið verið mátaðir við ráðherrastóla í væntan- legri ríkisstjórn. NoRdiCphoTos/AFp Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar, er talinn koma til greina í embætti utan- ríkisráðherra. FRéTTAblAðið/EpA david Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps. FRéTTAblAðið/EpA Michael Flynn, fyrrverandi yfir- maður leyniþjónustu banda- ríkjahers, gæti orðið varnar- málaráðherra. FRéTTAblAðið/EpA skurðlæknirinn ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosn- ingum. FRéTTAblAðið/EpA sterkar vísbendingar eru um að gamalt, veikt fólk sé oft vannært – bæði heima hjá sér og á sjúkrastofnunum, samkvæmt rannsóknum. FRéTTAblAðið/GVA Sjúkratryggingar koma inn með aðstoð, og þá greiðsluþátt- töku, þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Steingrímur Ari Arason, forstjóri SÍ 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 l a U g a r d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.