Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 88
Þegar slegið er á þráðinn til Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum í Skaftár­tungu er hún nýkomin úr hálskirtlatöku. Hún heldur til hjá Fanneyju, systur sinni í Hveragerði, fyrstu tvo dagana og er, út úr leiðindum, bæði búin að þrífa hjá henni og gera við bílinn! Heiða ólst upp á Ljótarstöðum í Skaftártungu og lýsti því á hag­ yrðingamóti hvernig fjölskyldan hjálpaðist að við uppeldið. Hjá mömmu ung ég lærði að væri ljótt á fólk að góna og líka af hverju í stafrófinu ypsilon er haft. Fanney systir kenndi mér að halda á hamri og prjóna og hjá honum pabba lærði ég að bölva og rífa kjaft. Nú er Heiða orðin aðalsöguhetja í bók og segir það skrítna tilfinn­ ingu. „Það var þannig að Stein­ unn Sigurðar dóttir bað um að fá að skrifa þessa bók um líf mitt og virkjunarslaginn. Ég er dálítið fljót­ fær og segi yfirleitt bara já þegar einhver verkefni eru annars vegar. „Þú verður að leiða listann í sveitar­ stjórn,“ „já, ókey,“; „er ekki í lagi að ég skrifi bók um þennan virkjunar­ slag sem þú fórst í?“ „Jú, jú, allt í lagi.“ Svo hugsa ég á eftir, hvað er ég nú búin að koma mér í? Ég er ekk­ ert áfjáð í að tala um sjálfa mig en ég stend einörð gegn stórum virkjunar­ áformum í sveitinni minni, náttúr­ unnar og bændanna vegna, og ef það kostar að ég þurfi að fara í við­ töl, skrifa í blöðin, taka þátt í mál­ þingum, jafnvel láta skrifa um mig heila bók þá bara geri ég það.“ En nú er bókin um miklu meira en stríðið gegn virkjuninni. Hún fjallar um líf þitt til þessa og þær áskoranir sem þú tekst daglega á við sem ein­ yrki með 500 fjár. Um vonbiðlana, fyrirsætustörfin, skáldskapinn og sönginn og dansinn í dráttarvélinni. „Já, til að gera grein fyrir mál­ staðnum og baráttunni þurfti líka að gera persónunni skil og aðstæðum hennar. Það er þrennt sem mér er hugleiknast, það er náttúran, íslensk­ ur landbúnaður og jafnrétti því ég er grjótharður femínisti.“ Bókin tekur á þessu þrennu. Svo er auðvitað allt mögulegt sem flýtur með, ferskeytlur og húmor, enda kann Steinunn vel til verka. Skaftá er nú komin í verndarflokk og mikið þarf að gerast á Alþingi til að það breytist. Heiða er Sigríður í Brattholti okkar tíma. Hún var önnur á lista Vinstri grænna í Suður­ kjördæmi í nýliðnum kosningum og lendir inn á þing ef Ari Trausti þarf að bregða sér af bæ. Vinnuferli bókarinnar tók eitt ár og Heiða segir það hafa verið ánægjulegt. „Steinunn býr úti í Strassborg en er búin að koma margar ferðir til að safna efni, mest í viðtalsformi. Þó hún passaði að þvælast ekki fyrir þá kom hún oft út og fylgdist með mér í verkum. Ef ég hafði stundir yfir daginn var ég inni að spjalla við hana, við unnum líka oft í bílnum ef ég var eitthvað á ferðinni og svo á kvöldin.“ Það kemur á óvart í bókinni hvað Heiða lýsir sér sem pasturslitlum krakka með lítið sjálfstraust, sá skörungur og dugnaðarforkur sem hún er í dag. Lét sig þó hafa það að taka þátt í módelstörfum sem ung stúlka. Hjálpaði það henni kannski að vinna á óframfærninni? „Já, örugglega. Allt sem ekki drep­ ur mann það herðir mann. Ég glími samt alltaf við feimni en hef lært að fela hana betur. Ég er hreystibolti nú þó ég hafi verið horgemsi sem barn og sjálfsmyndin styrktist þegar ég fann kraftinn aukast.“ Heiða vann nokkur ár sem héraðs­ lögga og í bókinni segir hún á litríkan hátt frá þátttöku sinni í því að róa niður bandbrjálaða mótorhjóla­ menn á balli á Klaustri, frásögnin endar svo fallega að sá óðasti slítur upp morgunfrú úr nálægu beði og réttir henni. Ljótarstaðir eru ofarlega í landinu og Heiða viðurkennir að veturnir geti verið langir og snjóþungir. „En ég á traktor og snjósleða svo ég glími ekki við einangrun. Jörðin er land­ stór og góð fyrir sauðfé. Hefur kosti og galla eins og aðrir staðir.“ Meðal þess sem Heiða hefur afrekað á heimavelli er að taka íbúðarhúsið í gegn. „Ég hef gaman af að smíða og leggja parkett og flísar. Get gert flest, það snýst bara um að byrja á því og líka að leyfa sér missmíðar. Fyrsta gólfið sem ég flísalagði var ekki vel lagt, en mér þykir vænt um það samt. Ég veit líka af göllum úti í fjárhúsi. Aðalatriðið er að prófa sig áfram og fara ekki í panikk þó útkoman sé ekki full­ komin í byrjun.“ Heiða er lestrarhestur og í nýju bókinni lýsir hún því að hana hafi oft langað að vera þær söguhetjur sem hún las um „Ég hef virkt ímynd­ unarafl og get auðveldlega búið til heim inni í hausnum á mér og spil­ að einhverja dagdrauma. Hef alltaf gert það,“ segir hún hlæjandi. Nú þarf hún ekki að þykjast vera per­ sóna í bók lengur. Það er nú aldeilis áfangi. Baráttukonan Heiða fjalldalabóndi Bókin Heiða – fjalldalabóndinn – er skrifuð af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi í orðastað Heiðu Guðnýjar á Ljótarstöðum og er innlit í líf hlédrægrar baráttukonu. Nokkur brot úr bókinni Heiða fjalldalabóndinn „Ég er hreystibolti nú þó ég hafi verið horgemsi sem barn og sjálfsmyndin styrktist þegar ég fann kraftinn aukast.“ Mynd/Steinunn Sigurðardóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ég hef gaman af að smíða og leggja park- ett og flísar. get gert flest, það snýst bara um að byrja á því . … Ég áttaði mig á því um síðir að það hefur verið lenska hér í Skaftártungu meira en víða annars staðar að konur gengju í verkin til jafns við karlmenn. Að minnsta kosti var það svo að við Oddný Steina, systir Ellu í Úthlíð, héldum að það væri brandari þegar við heyrðum fyrst talað um karlmannsverk í Bændaskól- anum á Hvanneyri. En enginn hló nema við. … En við Oddný Steina höfðum báðar hundrað sinnum neglt járn … skipt um dekk, á traktor líka, auðvitað, og gengið í öll verk til jafns við karlmenn. Það var ekki tiltökumál, engum þótti það merkilegt. … Það væri útilokað að ég gæti gert allt sem ég get nema af því að mér var aldrei vantreyst, ég var aldrei látin heyra að ég gæti ekki þvælst hitt og þetta af því ég væri kvenmaður. Sveitungarnir báðu mig hiklaust að koma í steypuvinnu eða hvað sem var á fyrstu bú- skaparárunum mínum. Og ég hjálpa til í samfélags- verkefnum með mín tól og tæki. … Mér finnst öll verk skemmtileg, ef þau ganga vel. Sérstaklega smíðarnar. Mér finnst gaman ef það stendur mikið til. Ef það er stórt verk, stórt úrlausnarefni … þá líður mér vel. En ég er algjör lúser í eldamennsku. --------- … Það er girðing hér í smásundi sem liggur út að fjár- húsvegg svo ég get haldið mér í vírinn ef ég þarf og ég stoppa á girðingunni ef það er ekki stætt. Ég hef þurft að skríða þennan spöl, þegar verst er, og ef það er svell. ------------ … Skaftfellingar eru yfirleitt hlédrægt fólk. Mottó númer eitt: Ekki að láta bera á sér. Mottó númer tvö: Ekki að sýna tilfinningar. … Mér finnst ég vera utangátta í samfélaginu og kannski alls staðar. Ég veit af því að sumum þykir ég óþolandi góð með mig. Það þykir ekki fínt að láta bera á sér, eins og ég hef gert í virkjunarmálum. Ég hef verið fús að vera í blöðunum og koma á fundi, til þess að gera gagn og til þess að verja hendur mínar. Svoleiðis manneskja þykir vera montrass í Skaftafellssýslu. Í Þingeyjarsýslu þætti þetta ekki svo skelfilegt. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r40 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.