Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 18
Ég var að lesa nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar sem heitir Ljóð muna rödd og er enn í dálitlum rús, með tárin í augunum. Ég man eftir honum Sigga Páls sem unglingi sem var svo flínkur að yrkja ljóð að við hinir þorðum ekki að sýna okkar, vissum að þau væru út í hött. Hann var líka svo yndis­ lega öðruvísi en við hin í því hvern­ ig hann bar sig að því að vera til. Einu sinni á þessum árum þegar ég var staddur heima hjá honum vestur í bæ sagði hann mér að hann hefði drepið kvígu með því einu að horfa í augun á henni, án þess að segja orð. Ekki man ég hvort hann sagði þessa sögu sem dæmi um kraftinn í ósögðum orðum en hitt er víst að í bókinni nýju breytir hann draumum í orð af slíkum mætti að á hann bítur ekki ljár. Allar götur síðan hann sagði mér þessa sögu hef ég forðast að horfa í augun á kúm af því mér þykir svo vænt um þær. Það má sjálfsagt leiða að því rök að þessi varúð sé óþörf af því að augu mín séu bitlaus miðað við hans, skorti allt sem þurfi til þess að meiða nautgripi. Þessi augu, sem eru nú orðin að einu sjáandi, hafa oft brugðist mér á annan máta en þann þegar mér hefur mistekist að deyða spendýr með tillitinu einu saman. Ég man til dæmis þegar ég var í sveit austur í Flóa þegar ég var níu ára að aldri og sleit upp gras af túninu síðla sumars og sagði við Brynjólf bónda: „Þetta gras er ekki grænt heldur blágrænt.“ „Bull,“ svaraði Brynjólfur, „það er grænt en þegar það lítur svona út er það ljúf­ fengt, safaríkt og fullt af næringu.“ Ég man að ég gaf lítið út á svar bónda af því ég var viss um að hann hefði aldrei lagt sér gras til munns og gæti því ekki vitað hvort það væri ljúffengt eða ekki; ef hann hefði rangt fyrir sér um bragð væri fullt eins líklegt að sama ætti við um lit. Besti vinur minn á bænum lagði það hins vegar í vana sinn að bíta gras. Það var hún Lukka, besta mjólkurkýrin í öllum hreppnum. Við urðum vinir daginn sem færður var frá henni kálfur og hún hágrét, tárin streymdu niður kinnar hennar og hún saug upp í nefið af ekka. Þegar ég sá þetta fór ég líka að gráta ekki bara vegna þess að ég fann til með henni heldur líka vegna þess að ég var einmana og með heimþrá. Upp frá því vorum við Lukka óaðskiljanleg. Hún hlaut að vita hvort gras sem leit svona út væri ljúffengt. Ég reitti fullt fangið af grasinu og færði Lukku þar sem hún stóð á bás við kvöldmjaltirnar. Hún át það með sömu ró og allt annað grænmeti sem henni var fært. Þegar hún var búin með það spurði ég hana hvort henni hefði ekki fundist heyið vont. Að vanda var hún fámál þetta kvöldið, horfði bara á mig sínum stóru, fallegu og rómantísku augum og sleikti mig síðan í framan. Þótt tungan á henni Lukku væri býsna hrjúf var hún samt það mýksta sem ég fann fyrir það sumarið. Þögn er sama og samþykki, heyið var ekki ljúffengt og grasið því blágrænt. Það var bókin hans Sigga sem rótaði þessari sögu upp í hausnum á mér og það var blágræni liturinn sem minnti mig á að búið væri að kjósa til Alþingis en eftir að setja saman ríkisstjórn. Landslagið í íslenskri pólitík er allt annað en það var þegar flokkarnir voru fáir en stórir og sterkir og lítill vandi að sjóða saman tveggja flokka stjórn. Nú eru þeir margir og litlir og má leiða að því rök að þeir gegni allt annars konar hlutverki í samfélag­ inu. Kannski er fjöldi og fjölbreytni flokkanna fyrsta skrefið í áttina að beinu lýðræði. Eitt er víst að ef við viljum hlúa að lýðræði í landinu kallar þetta ástand á annars konar ríkisstjórn en þær sem við höfum búið við fram til þessa. Það kallar á að við reynum að mynda ríkis­ stjórn sem hýsir alls konar skoðanir á ýmsum málum og endurspeglar á þann hátt þjóðarsálina. Eftir því sem skoðanir í ríkisstjórn endur­ spegla stærri hluta af skoðanarófi samfélagsins þeim mun meiri líkur eru á friði og sátt sem við þurfum á að halda til þess að geta hlúð hvort að öðru. Þess vegna viljum við hvorki hægri né vinstri ríkisstjórn heldur þá sem er jafnhent. Sú ríkis­ stjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á. Ég er handviss um að það þarf ekki annað en kraftinn sem felst í væntumþykju fyrir íslensku sam­ félagi til þess að beygja þessa línu í hring þannig að endarnir komi saman. Það væri með öllu óásætt­ anlegt ef þessir flokkar létu fílósóf­ ískan ágreining koma í veg fyrir stjórnarsamstarf vegna þess að á tímum smáflokkanna getur hver einstakur flokkur ekki haft áhrif á stjórn landsins án þess að vinna með þeim sem eru á öndverðum meiði um margt. Það er hætt við því að sá stjórnmálaflokkur sem þróar ekki með sér viljann og getuna til þessa velkist í erindisleysi uns hans bíða þau örlög Samfylkingarinnar að það er ekki lengur hægt að spila bridge á þingflokksfundum. Um skyldur stjórnmálaflokka Með löngum inngangi um ljóðskáld, nautgripi og blæbrigði lita á fæðu þeirra. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar Eftir því sem skoðanir í ríkis- stjórn endurspegla stærri hluta af skoðanarófi sam- félagsins þeim mun meiri líkur eru á friði og sátt sem við þurfum á að halda til þess að geta hlúð hvort að öðru. Íslandsbanki auglýsir til sölu stórt byggingarland í Mosfellsbæ. Óskað er eir tilboðum fyrir kl. 14 miðvikudaginn 30. nóvember 2016. Um er að ræða 15 hektara byggingarland úr landi Blikastaða í Mosfellsbæ, landanúmer 176813. Landið liggur við bæjarmörk Reykjavíkur og Mosfells- bæjar, sunnan megin við Korpúlfsstaðaveg og neðan við Vesturlandsveg niður að ánni Korpu. Sýnileiki landsins frá Vesturlandsvegi er mikill og auglýsinga- gildi því mikið. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir að verslunar- og þjónustusvæði / athafnasvæði byggist upp á landinu. Ekki hefur verið gert deiliskipulag fyrir landið og eru gatnagerðargjöld því ógreidd. Deiliskipulagstillögur frá árunum 2008 og 2013, sem unnar voru af eigendum landsins, gerðu ráð fyrir að byggingarmagn á landinu gæti numið 117-130 þúsund m2. Áhugasamir tilboðsgjafar geta nálgast sölugögn í gegnum netfangið blikastadir@islandsbanki.is og þangað skal enn fremur skila tilboðum á rafrænu formi innan tilgreinds frests. Blikastaðir – byggingarland til sölu 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.