Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 4
STRÍÐIÐ MIKLA 1914–1918 Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri 540 LJÓSMYNDIR LYKILL að nútímanum 480 BLAÐSÍÐUR í stóru broti Þ E G A R S I Ð M E N N I N G I N F Ó R F J A N D A N S T I L „Þetta er afrek ... bætir miklu við fyrir okkur sem lásum fyrri útgáfuna ... Óvenju vel unnin bók.“ ÓÐINN JÓNSSON NÁTTÚRA Aflýsa hefur þurft norður- ljósaferðum fyrir nokkur hundruð manns á dag vegna óhagstæðs veðurs undanfarna daga, að því er Þórir Garðarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line, greinir frá. Fyrirtækið selur sjálft norðurljósa- ferðir og þjónar auk þess mörgum innlendum ferðaskrifstofum. Þórir segir viðskiptavinina hafa góðan skilning á því að veðrið á Íslandi geti breyst. „Við leggjum áherslu á að við séum að selja leitina að norðurljósum. Ekkert sé öruggt í þessum efnum, bæði vegna veðra- breytinga og vegna þess að virkni norðurljósanna er mjög mismun- andi.“ Að sögn Þóris búa viðskiptavinir yfir meiri þekkingu á þessu en áður. „Aukinni þekkingu  fylgir þolin- mæði,“ tekur hann fram og bætir við að leiðsögumennirnir búi núna yfir gríðarlegri þekkingu á því sem er að gerast í himinhvolfunum og miðli henni til viðskiptavina. Fjöldi viðskiptavina sem Gray Line ekur í norðurljósaferðir er að jafnaði 200 til 300 á dag. „Þegar við fórum að selja leitina að norður- ljósum fyrir 15 árum voru viðskipta- vinirnir 20 til 30 á dag. Þá bárust fleiri athugasemdir vegna óánægju en nú. Menn höfðu minni þekkingu á því sem þeir voru að kaupa þá,“ segir Þórir. Ef norðurljósaferð er aflýst fá við- skiptavinir endurgreitt. Sjáist ekki norðurljós í skoðunarferð geta við- skiptavinir farið í skoðunaferð án endurgjalds innan tveggja ára. „Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós,“ greinir Þórir frá. Björn Reynisson, sölustjóri hjá Saga Travel, sem selur norðurljósa- ferðir bæði fyrir sunnan og norðan, segir skilyrði fyrir norðurljósa- ferðir hafa verið góð fyrir norðan að undanförnu. „Það hafa nokkrir tugir verið í þessum ferðum á hverjum degi.“ Björn greinir frá að nokkrir við- skipavinir hafi komið sérstaklega norður í norðurljósaferðir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir sunnan. ibs@frettabladid.is Hafa aflýst norðurljósaferðum fyrir hundruð á hverjum degi Slæm veðurskilyrði sunnanlands hafa valdið því að daglega hafa 200 til 300 ferðamenn misst af norður- ljósaferðum að undanförnu. Viðskiptavinirnir fá endurgreitt vegna ferða sem ekki eru farnar. Nokkrir ferðamenn hafa gert sér ferð norður þar sem skilyrði til skoðunar á norðurljósum hafa verið betri. Þegar veðurskilyrði eru góð fara hundruð ferðamanna í norðurljósaferðir á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skilyrði til skoðunar um helgina l Fyrri hluta kvöldsins í kvöld eru horfur á því að norðurljós sjáist nokkuð góðar víðast hvar á öllu Norðurlandi og Austurlandi, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. l Eftir miðnætti verður skýjað á öllu landinu. l Frekar skýjað verður á vestur­ helmingi landsins á sunnudags­ kvöld en mjög bjart og fallegt austanlands. l Veðurspá helgarinnar er vindasöm og einnig verður víða talsverð rigning. Hiti 5 til 10 stig. TöluR vikuNNAR 06.11. 2016 Til 12.11. 2016 3,6 kílómetrar var tilraunahola á Reykjanesi orðin fyrir nokkru – og var hin dýpsta á Íslandi. 32% drengja horfa á klám nær dag­ lega, samkvæmt nýrri rannsókn. 10,3% er áætlað að jólaverslun aukist um miðað við í fyrra. 5.000 manns með kennsluréttindi vinna við önnur störf en kennslu hér á landi. 70.000 tonn af makríl og síld bárust til hafnar í Neskaupstað á vertíðinni. 0,5% atvinnuleysi mælist þessa dagana á Höfn í Hornafirði. 201 einstaklingur sótti um hæli á Íslandi í október; 169 voru frá Evrópu. 2,9% nýrra bíla sem keyptir hafa verið á árinu eru tengil­ tvinnbílar – 1% hreinir rafbílar. Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent í næringar- fræði við HÍ sagði rannsókn sem gerð var 2015 og 2016 hafa sýnt að tveir af hverjum þremur inni- liggjandi öldruðum á Landakotsspítala væru vannærðir eða sýndu þess glögg merki að svo væri. Aldraðir sem búa heima fá senda eina máltíð á dag sem væri 30 til 40 prósent þeirrar orku sem þeir þyrftu yfir daginn. Ólöf segir að annars staðar í heiminum myndi þetta flokkast undir svelti. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð afþakkaði 600 þúsund króna launahækkun. Bæjarstjóra- launin taka mið af þing- fararkaupinu sem samkvæmt ákvörðun kjararáðs hækkar um 44 prósent. Gunnar sagði launa- hækkunina vera út úr kortinu. Úrskurðurinn væri vægast sagt sérkennilegur. Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs sagði næstum 5.000 manns um allt land, sem væru með kennslu- réttindi, hafa leitað í önnur störf. Ráðist hafi verið í átak til að gera störf grunnskólakennara og leikskólakennara eftirsóknar- verðari og líka starfsmanna á frístundaheimilum. Þrjú í fréttum Svelti, kauphækkun og kennaraskortur  Da2 (gur)x 18+ Við höfum farið með 1.600 manns á einu kvöldi þegar ekki hefur verið hægt að fara í nokkra daga eða þegar ekki hafa sést ljós. Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu­ og markaðssviðs Iceland Excursions – Gray Line E2 (lí)x = B5 1 2 . N ó v e m b e R 2 0 1 6 l A u G A R D A G u R4 f R é T T i R ∙ f R é T T A b l A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.