Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.11.2016, Blaðsíða 32
Nadya frumsýndi nýverið nýtt tónlistarmyndband þar hún sýnir hvernig lífið gæti orðið eftir kjör Donalds Trumps. Hún ræddi um gerð myndbands­ ins og sigur Trumps við fréttastofu Reuters. Nadya býr í Los Angeles þar sem hún berst fyrir mannrétt­ indum í Bandaríkjunum. Í mynd­ bandinu sem heitir Make America great again sést hún brennimerkt af vörðum með nasistamerki og hár­ greiðslu sem svipar til Trumps. Hún er hlutgerð og dæmd og á hana er brennimerkt „Feita svín“, tilvísun í það þegar Trump veitt­ ist að fyrrverandi ungfrú alheimi, Aliciu Machado. „Ég trúði því ekki þar til í blálokin að hann myndi sigra. Markmið mitt með tón­ listarmyndbandinu var að vara fólk við og deila reynslu minni að sitja uppi með Vlad­ imir Pútín með bandarískum kjós­ endum sem ætluðu sér að kjósa Trump.“ Hún telur frelsinu ógnað. „Það mikilvæga við frelsi er að það er auðveld­ lega hægt að taka það af þér. Enginn ætti að vera of öruggur um að njóta frelsis og ég held að margir Bandaríkjamenn haldi að þeir hafi það og muni aldr­ ei týna því, og þeir segja að land þeirra sé land frelsis og önnur ekki. Ég trúi því að fólk muni gera sitt besta til að vera í andstöðu við nýja feðraveldið sem er að herða tök sín um allan heim. Ef þú getur teiknað, teiknaðu, ef þú getur búið til tónlist, búðu þá til tónlist gegn feðraveldinu. Ég veit að margir eru pirraðir og von­ sviknir og vilja gefast upp. En það er mikilvægt að gera það ekki. Ef við erum sameinuð, þá getum við sigrast á þessu. Þetta eru engin sögulok. Pútín er slæmur, hann er mjög slæmur, en fólk verður að skilja að ástandið í Rússlandi gæti líka orðið í Bandaríkjunum ef það berst ekki fyrir réttindum sínum.“ Við erum öll hrædd. Við erum hrædd við heiminn og dauð­ann í honum. Þessi ótti brýst út á mismunandi vegu. Auðvitað hafa asnar svo lært að höfða til ótt­ ans og fær sér hann í nyt. Dýrkun sjálfsins – eins og dýrkun guða og máttarvalda, trú á hugmyndir, hluti eða hvað sem vera kann – getur sjálf­ sagt slegið á ótta asna. Saga síðustu alda er leikur fárra að mörgum. Öll sagan svo sem en tuttugasta öldin var sérlega skínandi dæmi um það. Við höfum fasista og nasista og vinstra alræði, trúar­ hreyfingar, auglýsingaiðnaðinn, matvælaiðnaðinn, vopnaiðnaðinn, leyniþjónustur, útgerðarmenn og allan fjandann. Ég er ekki að tala um leynifélög og samsæri, bara það að við höfum lært að hafa ótrúleg áhrif í gegnum hugmyndir og ógnanir. Og einfaldar lausnir. Í kosningunum í BNA núna var mjög höfðað til óánægju sem mikið til er skiljanleg – misskipting er yfir­ gengileg og fólk sér það hvert sem það lítur. Sér bankana sem aftur bólgna og þann ófögnuð allan. Ábyrgðarlaus ferlíki sem gleypa monnínga eins og svarthol ljós. Það verður ekki af nýfrjálshyggjunni skafið að hún hefur fokkað ærlega upp. Og Clinton varð holdtekja þess batterís. Kerfið sjálft í drapp­ litri dragt. Óánægja verður svo algert dúndur í bland við ótta. Báðar fylkingar beittu hræðsluáróðri á einn eða annan hátt. En Trump og hans hyski spiluðu betur á ótt­ ann, notuðu mörg margreyndustu og skítlegustu trixin – sem ítrekað hafa sannað sig. Á meðan Clinton talaði um reynsluleysi Trumps og vafasama viðskiptahætti greip sá síðarnefndi til andstyggilegrar framandgervingar alls fjárans. Mús­ lima, innflytjenda, guðleysingja, LBGTQA­fólks, hörundsdökkra, sósíalista, kvenna (sem ekki falla nákvæmlega að ofureinfaldaðri ídeu viðkomandi karlskoffíns) o.s.frv. Beisiklí allra sem ekki eru hvítt fólk tiltekinnar aðstöðu og skoðana. Og djöfull sem hann er líka orðljótur. Tuttugasta öldin var ein samfelld kennslustund í þessu skítabrölti. Verum hrædd! Svo læst þursinn vera karl í krapinu og sá rétti til að berja á öllum hinum vondu og siðlausu, til að leiðrétta misskipt­ inguna og redda yfirleitt öllu. Við erum svo ginnkeypt fyrir þessari vitleysu að það er lyginni líkast. Og þó, kannski ekki svo skrítið. Hún dreifir huganum frá stöð­ ugum dauðabeygnum sem alltaf er til staðar og, trúi ég, knýr yfirleitt allan ótta. Heimurinn er flókinn og það er flókið að vera til. Trump er einföld sjónvarpsfígúra – ógeðsleg og hatursfull vissulega, en samt fígúra – og Bandaríkin eru dægur­ menningarsamfélag. Við erum svo meingölluð, kerfið svo meingallað og popúlistar eru manna bestir í að notfæra sér helvítis gallana. Fer­ lega glatað allt saman. Að við bara værum nú betri í að virkja óttann til ástar hvert á öðru. Að útskýra öflin að baki kosn­ingasigri Donalds Trump er nú orðið að stóru viðfangs­ efni þjóðfélagsrýna. Fréttamiðlar um allan heim keppast við að setja fram skýringar. Enda viðfangsefnið bæði flókið og heillandi. Á einn eða annan hátt hljóta trúverðugar skýringarnar að byggja á því hvað­ an fjöldafylgi Trumps kom. Fylgið var vissulega svæðisbund­ ið eins og venjan er í Bandaríkjum; Repúblikaninn Trump fékk örugga kosningu í íhaldssömum fylkjum. En það sem breytti öllu var að hann sótti mikið af nýju fylgi til verka­ fólks og lægri millistéttarhópa á svæðum sem ekki hafa talist örugg vígi íhaldsmanna um hríð. Þá hafði Trump hljómgrunn meðal hvítra ómenntaðra karlmanna – reyndar var stuðningur ómenntaðra hvítra kvenna einnig verulegur. Í stuttu máli hafði Trump mikinn hljómgrunn meðal þeirra þjóð­ félagshópa sem beðið hafa lægri hlut í efnahagslegu og félagslegu tilliti undanfarna áratugi. Kosn­ ingaþátttaka þessara þjóðfélags­ hópa er venjulega lítil en skilaboð hans um að „hrista upp í kerfinu“ virkjuðu marga til að mæta í kjör­ klefann. Með óheflaðri framkomu og einföldum skilaboðum tókst Trump að höfða til þessara hópa; hann talaði um ótta þeirra og brostnar væntingar á þeirra eigin tungumáli, með skírskotunum í íhaldssöm gildi þeirra og þörf fyrir félagslega samstöðu. Skila­ boð Trumps voru að mörgu leyti áþekk skilaboðum þjóðernissinn­ aðra stjórnmálaafla sem vaxið hefur ásmegin í Evrópu: höfnun á alþjóðavæðingu efnahagslífs og þjóðfélags. Fjölmiðlar höfðu augljóslega mikil áhrif en stóra samhengið má ekki gleymast. Undanfarna þrjá áratugi hefur efnahagslegur ójöfnuður aukist samfara alþjóða­ væðingu fjármála­ og efnahags­ lífsins; lægri stéttirnar hafa setið eftir á meðan efri stéttir og forrétt­ indahópar hafa bætt kjör sín mjög mikið. Þeirrar þróunar hefur gætt í mörgum öðrum löndum. Enn fremur jók fjármálakreppan vantrú almennings á stjórnmála­ kerfinu; líkt og í mörgum öðrum löndum virðist orðræðan um að hinir auðugu hafi náð tökum á ríkisvaldinu hafa fengið byr undir báða vængi. Líkt og í mörgum Evrópulöndum hafa gamal­ grónir stjórnmálaflokkar ekki brugðist nægilega skýrt við van­ trausti almennings með breyttum áherslum eða stefnumálum; þann­ ig hefur skapast eftirspurn eftir óhefðbundnum stjórnmálaöflum á borð við Donald Trump. Með réttu eða röngu hafa þeir sem beðið hafa lægri hlut í alþjóðavæðingunni séð tækifæri til þess að breyta kerfinu með því að kjósa þann frambjóðanda sem boðar róttækar breytingar. Sé tekið mið af þeirri orðræðu sem ein­ kenndi kosningabaráttu Trumps er aftur á móti erfitt að sjá hvernig þær breytingar muni gera lítið annað en að veikja lýðræðið enn frekar þar vestra. Var kjörinn farsællega í forseta- kjöri. Nú fara atvinnumótmæl- endur gegn mér hvattir áfram af fjölmiðlum. Mjög ósanngjarnt. 10. nóvember Svo fallegt og mikilvægt kvöld. Gleymdi maðurinn og konan munu aldrei gleymast aftur. Við sameinumst sem aldrei fyrr. 9. nóvember Bandaríkin verða að velja á milli mistækrar stefnu eða ferskra viðhorfa, spillts kerfis og manns sem stendur fyrir utan kerfið. 7. nóvember Gerið Bandaríkin stórkostleg á ný! 5. nóvember Það eina sem getur stöðvað spillingarvélina eruð þið. Eini mátturinn nógu sterkur til að bjarga landinu okkar erum við. 4. nóvember Ef Obama legði sig jafn hart fram um að rétta úr hag lands- ins eins og hann hefur gert í að reyna að vernda Hillary, værum okkur öllum betur borgið. 4. nóvember „ICE OFFICERS“ Vara við því að innflytjendastefna Hillary muni leysa úr læðingi: gengi, eiturlyfjahringi og ofbeldi um allt land. 4. nóvember Takk Orlando, Flórída! Við erum aðeins sex daga frá því að færa hverjum gleymdum manni, konu og barni í þessu landi réttlæti. 2. nóvember Sjáið hvernig glæpakvendið Hillary er að höndla þetta e- mail mál og hvaða rugli hún er í. Hún er ófær um að sinna emb- ætti forseta. Slæm dómgreind! #crooked 1. nóvember Vá, Twitter, Google and Face- book eru að reyna að þagga niður glæparannsókn FBI á Clinton. Mjög óheiðarlegir miðlar. 30. október Við erum að sigra og fjölmiðlar neita að segja frá því. Ekki láta þá villa um fyrir ykkur, farið og kjósið. #DrainTheSwamp 24. október Nadya Tolokonnikova meðlimur Pussy Riot Atli Sigþórsson – Kött Grá Pjé skáld Þótt Donald Trump taki ekki við embætti fyrr en í janúar þá er svo mikill skaði skeður nú þegar. Þó hugsanlega reynist hann ekki eins hræðilegur í emb­ ætti og hann hefur verið í kosn­ ingabaráttunni þá breytir það ekki öllu. Fylgismenn hans eru nú þegar innblásnir af hatri. Þó ekki nema litlum hluta þeirra finnist þeir hafa leyfi til að niðurlægja fólk af öðrum trúarbrögðum eða kynþáttum þá er það stóráfall fyrir samfélagið. Ég á fjölskyldu og marga vini í Banda­ ríkjunum. Flestir hatrammir and­ stæðingar Trumps en líka nokkrir sem kusu hann og ég er í alvörunni reiður þeim. Það er þessi gjá sem er að skapast milli fólks og á einhverj­ um allt öðrum forsendum en áður. Auðvitað unir maður því að fólk hafi aðrar stjórnmálaskoðanir en hérna er um allt annað að ræða. Fólkið sem kaus hann hefur skipað sér í lið með hrottunum, það kvittar upp á kynferðislegt ofbeldi og mismunun sem maður vonaðast til að heyrði sögunni til. Í mínum huga er engin leið að samþykkja það. Mennskan tapaði í þessum kosningum. Styrmir Sigurðsson leikstjóri Jón Gunnar Bernburg prófessor í félagsfræði Ég er sorgmædd og í sjokki. Ég er hrædd, ekki bara um mig sem konu, heldur fyrir hönd alls litaðs fólks, innflytjenda, transfólks og þeirra sem falla utan við normið. Þetta er svo hættuleg vegferð sem að við getum ekki liðið. Ég skammast mín svo vegna hatursummæla hans og skilaboða sem hann sendir heim­ inum,“ segir Indía Salvör. Móðir hennar Jóhanna tekur undir. „Ég er sorgmædd sem kona og móðir tveggja stúlkna. Við erum að fara aftur í tímann.“ Þær fóru til að mótmæla í New York daginn eftir úrslitin. „Við fórum, fjölskyldan, í Columbus Circle til að mótmæla. Hillary var ekki breytingin sem fólkið vildi og þar af leiðandi fékk hún ekki nógu mörg atkvæði. Hann sjálfur er síðan atkvæðalægsti forseti í langan tíma. Fólk er orðið svo þreytt á þessu kjaftæði í pólitík og er tilbúið í alvöru breytingar. Bernie var alltaf minn maður,“ segir Jóhanna. India salvör Menuez leikkona Jóhanna Methúsalemsdóttir listamaður @therealdonaldtrump Mæðgurnar Indía og Jóhanna fóru og mótmæltu í Columbus Circle í New York. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.