Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 57

Morgunblaðið - 26.09.2019, Page 57
Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38 | 105 Reykjavík | 514 8000 | info@grand.is | islandshotel.is VILLIBRÁÐARBRUNCH 3. nóvember 5.800 kr. á mann Börn 6-11 ára fá 50% afslátt 5 ára og yngri fá frítt Villibráðarhlaðborð 26. október 2. nóvember VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐ VILLTA KOKKSINS Á GRAND HÓTEL 15.900 kr. á mann Pantaðu borð á islandshotel.is veitingar@grand.is eða í síma 514-8000 Úlfar Finnbjörnsson, yfirkokkur á Grand Hotel Reykjavík, reiðir fram 60 ómótstæðilega veislurétti úr úrvals villibráð UPPSELT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Svalasta sam- starf síðari ára Fabrikkupítsan Hér erum við með súrdeigsbotn, ostablöndu, sveppi, lauk og hvítlauksolíu. Pítsan er bökuð á 350-400 gráðum og síðan er hægeldað nautainnanlæri, brakandi ferskt Rucola, sultaður rauðlaukur og Fabrikku- bernaisesósa sett ofan á. Hver man ekki eftir því þegar SkjárEinn var með viku þar sem umsjónarmönnum var víxlað milli þátta með eftirminnilegum hætti? Nú hafa meist- ararnir á bak við Hamborgarafabrikkuna og Black- box ákveðið að vera með svipaðan gjörning og út- koman er með því betra sem sést hefur lengi. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Um er að ræða samstarf sem felur í þér að Blackbox hefur þróað pítsu sem minnir um margt á hamborgara og mætti best lýsa sem ljúffengum óði til Fabrikkunnar og þess besta sem hún hefur upp á að bjóða. Fa- brikkumenn gerðu slíkt hið sama og hönnuðu hamborgara sem er í reynd pítsa. Hljómar spennandi? Svo sannarlega og til að taka samstarfið enn lengra virkar það þannig að ef þú ferð á annan hvorn staðinn og pantar þér gjörninginn (eða óðinn) þá færðu 2 fyrir 1 af gjörningnum á hinum staðnum. Það eru þeir Jóhannes Ásbjörns- son á Fabrikkunni og Karl Viggó Vigfússon á Blackbox sem eiga heiðurinn að þessu skemmtilega uppátæki en samstarf sem þetta hefur ekki verið mjög algengt hér- lendis en er vinsælt erlendis. Þar kallast kokkar og veitingastaðir á og er útkoman alla jafna stór- skemmtileg. Að sögn Jóhannesar var aðdragandinn að samstarfinu hein áskorun. „Blackbox skoraði á okkur og það er ekki annað hægt en að taka svona áskorun enda vissum við að útkoman yrði geggjuð. Að búa til hamborgara undir áhrifum frá Blackbox og þeir að gera pítsu undir áhrifum frá Fabr- ikkunni.“ Blackbox-borgarinn 130 g hágæðaungnautakjöt, beikon hvítlauksristaðir sveppir, klettasalat og pitsumajó í dúnmjúku kartöflubrauði. Á toppnum er svo „pítsan“ með Blackbox-pítsusósu, pítsuosti og pepperóníi. Pönnukökur eru mikið lostæti og fremur fljótgerðar. Það er því bráðsnjallt að vera í ágætist pönnuköku- þjálfun til að geta skellt í létt millimál, morgunmat eða kaffi eftir því sem við á. Það er hin eina sanna Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift og henni bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Bláberjapönnukökur 4 dl haframjöl 1 tsk. lyftiduft 2 egg 1 frekar lítill banani 1 krukka grísk haustjógúrt frá Örnu Mjólkurvörum. 1 tsk. vanilludropar mjólk eftir þörfum 3 dl fersk bláber Aðferð: Setjið öll innihaldsefni fyrir utan mjólkina og bláberin saman í blandara og blandið þar til deig hefur mynd- ast. Ef deigið er mjög þykkt, bætið þá mjólk út í deigið til að gera það þynnra eftir þörfum, (gott að byrja á 2 msk., hræra og setja svo meira). Setjið bláberin í deigið og hrærið saman með sleikju. Setjið deig á pönnu, u.þ.b. ½-1 dl, steikið á hvorri hlið á meðalhita, þar til pönnukakan er bökuð í gegn. Bláberjapönnukökurnar sem allir elska Morgunblaðið/Linda Ben Hollar og bragðgóðar Það er fátt betra en að skella í pönnukökur þeg- ar hungrið sverfur að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.