Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 62

Morgunblaðið - 26.09.2019, Side 62
AFTURELDING Kristján Jónsson kris@mbl.is „Væntingarnar eru ekki of miklar. Við erum með það að markmiði að halda okkur í efstu deild á næsta tímabili. Um það snúast þær vænt- ingar sem við gerum til okkar. Liðin í deildinni eru hins vegar mörg mjög breytt og því svolítið erfitt að kort- leggja deildina svona snemma á tímabilinu,“ sagði Þóra Guðný Arnarsdóttir, leikmaður Aftureld- ingar, þegar Morgunblaðið ræddi við hana um keppnistímabilið sem er ný- hafið í Olísdeildinni í handknattleik. Afturelding hafnaði í efsta sæti í næstefstu deild á síðasta tímabili og vann liðið sautján leiki af tuttugu. Afturelding var síðast í efstu deild árið 2016. Hafnaði þá í 13. sæti af fjórtán liðum. Nú tekur við meiri al- vara að sögn Þóru. „Það var auðvitað auðveldara að vera í „grillinu“ (Grill 66-deildinni) í fyrra og meira kæruleysi. Nú er þetta alvöru og við þurfum að læra inn á að vera að keppa við bestu lið landsins. Margar í liði okkar eru vanar að vera í deildinni fyrir neðan. Nú þarf einfaldlega að fórna meiru fyrir handboltann eða forgangsraða í kringum boltann,“ benti Þóra Guðný á. Tækifæri til að afsanna spá Í árlegri spá forráðamanna lið- anna var Aftureldingu spáð neðsta sæti í deildinni, eins og nýliðar lenda oft í þegar spáð er í spilin. Þóra segir það ekki vera slæmt að vera spáð neðsta sæti og slíkt megi vinna með. „Mér finnst ekki slæmt að spáin líti svona út og þá er engin pressa á okkur. Þá eru kannski litlar vænt- ingar gerðar til liðsins yfir höfuð, hvort sem það er í baklandi okkar eða hvernig önnur lið líta á okkur. Við getum sýnt hvað í okkur býr án þess að vera undir pressu og afsann- að þessa spá. En það kom mér ekk- ert á óvart að þetta yrði hlutskipti okkar í spánni,“ sagði Þóra. Haraldur Þorvarðarson stýrir Aftureldingarliðinu, en hann er kunnur keppnismaður í handbolt- anum. „Hann gerir kröfur til okkar enda vill hann vera áfram í efstu deild á næsta ári eins og við. Hann vill auðvitað að við gefum allt í þetta.“ Vel að öllu staðið í Mosó Leikmannahópur Aftureldingar hefur tekið breytingum á milli tíma- bila. Er þess freistað að styrkja liðið með tveimur erlendum leikmönnum. Anamaria Gugic kom frá Frakklandi og Roberta Ivanauskaite lék í Þýskalandi síðasta vetur. Þóra segir andann vera góðan í leikmannahópn- um hjá Aftureldingu. „Andrúmsloftið er mjög gott. Hópurinn nær vel saman og í honum eru sterkir persónuleikar. Andinn er auk þess góður. Fyrir nokkrum ár- um var umræða um að ekki væri jafn mikið gert fyrir konurnar og karl- ana. Eftir að ég kom til Aftureld- ingar hef ég ekki fundið fyrir því. Það er búið að taka svakalega vel á því og stjórnin er mjög sýnileg. Ég er mjög ánægð með alla umgjörð í kringum liðið í Mosó,“ sagði Þóra Guðný Arnarsdóttir enn fremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nú þarf að fórna meiru fyrir boltann Ljósmynd/Sigfús Gunnar Ný Anamaria Gugic frá Króatíu er komin til liðs við Aftureldingu frá Octe- ville í frönsku B-deildinni og skoraði sjö mörk gegn Val í annarri umferð.  Nýliðunum í Mosfellsbænum var spáð neðsta sæti í deildinni í vetur 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Eva Aðalsteinsdóttir Katrín Helga Davíðsdóttir Kristín Arndís Ólafsdóttir Roberta Ivanauskaite Telma Rut Frímannsdóttir Þóra María Sigurjónsdóttir Þjálfari: Haraldur Þorvarðarson. Aðstoðarþjálfari: Haraldur Daði Hafþórsson. Árangur 2018-19: Sigurvegari í 1. deild. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Afturelding tapaði 13:15 fyrir ÍBV í 1. umferð og 18:28 fyrir Val í 2. umferð, í bæði skiptin á úti- velli. Afturelding tekur á móti Fram í 3. umferð 5. október. MARKVERÐIR: Ástrós Anna Bender Mikaelsd. Eva Dís Sigurðardóttir HORNAMENN: Fanney Björk Guðmundsdóttir Íris Kristín Smith Ósk Hauksdóttir Ragnhildur Hjartardóttir Silja Ísberg LÍNUMENN: Andrea Ósk Þorkelsdóttir Brynja Rögn Ragnarsdóttir Þóra Guðný Arnarsdóttir ÚTISPILARAR: Anamaria Gugic Ásdís Alexandersdóttir Lið Aftureldingar 2019-20 KOMNAR Anamaria Gugic frá Octeville (Frakklandi) Ásdís Alexandersdóttir frá HK Eva Aðalsteinsdóttir frá ÍBV Roberta Ivanauskaite frá Neck- arsulmer (Þýskalandi) Silja Ísberg frá ÍR Telma Rut Frímannsdóttir, úr námsleyfi FARNAR Ásta Margrét Jónsdóttir í Fjölni Drífa Garðarsdóttir í Gróttu (lán) Jónína Líf Gísladóttir í Gróttu Kyio Inage í japanskt félag Rakel Dóra Sigurðardóttir, hætt Selma Rut Sigurbjörnsdóttir í barnsburðarleyfi Breytingar á liði Aftureldingar  Liðið er óskrifað blað, með tvo útlendinga sem verður fróðlegt að sjá.  Afturelding er með blöndu af ungum og reynd- um leikmönnum.  Markmiðið er að halda sér í deildinni, sem getur alveg gengið.  Áhugavert: Að sjá hvort nýtt lið í deildinni nái að halda sér þar. Guðríður Guðjónsdóttir um lið Aftureldingar HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir U – FH U ................... 20.30 Í KVÖLD!  Stjarnan hefur lánað knattspyrnu- konuna Jasmín Erlu Ingadóttur til kýpversku meistaranna Apollon Li- massol. Hún getur spilað fyrsta leikinn með liðinu á sunnudaginn kemur og lánssamningurinn gildir til 31. mars en Stjarnan getur kallað Jasmín heim hvenær sem er eftir 15. janúar. Jasmín er 21 árs miðjumaður og var í byrj- unarliði Stjörnunnar í öllum leikjunum í úrvalsdeildinni í ár.  Fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, Natasha Anasi, hefur skrifað undir nýjan samning við félag- ið til tveggja ára. Hún var meðal bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar í ár, varð m.a. í 2.-3. sæti í M-gjöf Morgunblaðs- ins, en ætlar að spila með Keflavík í 1. deildinni á næsta ári. Natasha er 28 ára gömul, er frá Bandaríkjunum en hefur leikið á Íslandi, með ÍBV og Keflavík, frá 2014.  Körfuknattleiksdeild Þórs Þorláks- hafnar hefur samið við Bandaríkja- manninn Vincent Bailey um að leika með liðinu í vetur. Bailey er 28 ára gamall framherji sem lék með Bon- court í svissnesku A-deildinni á síð- ustu leiktíð.  Haraldur Franklín Magnús er í fimmta sæti eftir fyrsta hring á Lind- bytvätten Masters-mótinu á Nordic Golf-mótaröðinni. Haraldur lék á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.