Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 26.09.2019, Qupperneq 62
AFTURELDING Kristján Jónsson kris@mbl.is „Væntingarnar eru ekki of miklar. Við erum með það að markmiði að halda okkur í efstu deild á næsta tímabili. Um það snúast þær vænt- ingar sem við gerum til okkar. Liðin í deildinni eru hins vegar mörg mjög breytt og því svolítið erfitt að kort- leggja deildina svona snemma á tímabilinu,“ sagði Þóra Guðný Arnarsdóttir, leikmaður Aftureld- ingar, þegar Morgunblaðið ræddi við hana um keppnistímabilið sem er ný- hafið í Olísdeildinni í handknattleik. Afturelding hafnaði í efsta sæti í næstefstu deild á síðasta tímabili og vann liðið sautján leiki af tuttugu. Afturelding var síðast í efstu deild árið 2016. Hafnaði þá í 13. sæti af fjórtán liðum. Nú tekur við meiri al- vara að sögn Þóru. „Það var auðvitað auðveldara að vera í „grillinu“ (Grill 66-deildinni) í fyrra og meira kæruleysi. Nú er þetta alvöru og við þurfum að læra inn á að vera að keppa við bestu lið landsins. Margar í liði okkar eru vanar að vera í deildinni fyrir neðan. Nú þarf einfaldlega að fórna meiru fyrir handboltann eða forgangsraða í kringum boltann,“ benti Þóra Guðný á. Tækifæri til að afsanna spá Í árlegri spá forráðamanna lið- anna var Aftureldingu spáð neðsta sæti í deildinni, eins og nýliðar lenda oft í þegar spáð er í spilin. Þóra segir það ekki vera slæmt að vera spáð neðsta sæti og slíkt megi vinna með. „Mér finnst ekki slæmt að spáin líti svona út og þá er engin pressa á okkur. Þá eru kannski litlar vænt- ingar gerðar til liðsins yfir höfuð, hvort sem það er í baklandi okkar eða hvernig önnur lið líta á okkur. Við getum sýnt hvað í okkur býr án þess að vera undir pressu og afsann- að þessa spá. En það kom mér ekk- ert á óvart að þetta yrði hlutskipti okkar í spánni,“ sagði Þóra. Haraldur Þorvarðarson stýrir Aftureldingarliðinu, en hann er kunnur keppnismaður í handbolt- anum. „Hann gerir kröfur til okkar enda vill hann vera áfram í efstu deild á næsta ári eins og við. Hann vill auðvitað að við gefum allt í þetta.“ Vel að öllu staðið í Mosó Leikmannahópur Aftureldingar hefur tekið breytingum á milli tíma- bila. Er þess freistað að styrkja liðið með tveimur erlendum leikmönnum. Anamaria Gugic kom frá Frakklandi og Roberta Ivanauskaite lék í Þýskalandi síðasta vetur. Þóra segir andann vera góðan í leikmannahópn- um hjá Aftureldingu. „Andrúmsloftið er mjög gott. Hópurinn nær vel saman og í honum eru sterkir persónuleikar. Andinn er auk þess góður. Fyrir nokkrum ár- um var umræða um að ekki væri jafn mikið gert fyrir konurnar og karl- ana. Eftir að ég kom til Aftureld- ingar hef ég ekki fundið fyrir því. Það er búið að taka svakalega vel á því og stjórnin er mjög sýnileg. Ég er mjög ánægð með alla umgjörð í kringum liðið í Mosó,“ sagði Þóra Guðný Arnarsdóttir enn fremur í samtali við Morgunblaðið í gær. Nú þarf að fórna meiru fyrir boltann Ljósmynd/Sigfús Gunnar Ný Anamaria Gugic frá Króatíu er komin til liðs við Aftureldingu frá Octe- ville í frönsku B-deildinni og skoraði sjö mörk gegn Val í annarri umferð.  Nýliðunum í Mosfellsbænum var spáð neðsta sæti í deildinni í vetur 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2019 Eva Aðalsteinsdóttir Katrín Helga Davíðsdóttir Kristín Arndís Ólafsdóttir Roberta Ivanauskaite Telma Rut Frímannsdóttir Þóra María Sigurjónsdóttir Þjálfari: Haraldur Þorvarðarson. Aðstoðarþjálfari: Haraldur Daði Hafþórsson. Árangur 2018-19: Sigurvegari í 1. deild. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Afturelding tapaði 13:15 fyrir ÍBV í 1. umferð og 18:28 fyrir Val í 2. umferð, í bæði skiptin á úti- velli. Afturelding tekur á móti Fram í 3. umferð 5. október. MARKVERÐIR: Ástrós Anna Bender Mikaelsd. Eva Dís Sigurðardóttir HORNAMENN: Fanney Björk Guðmundsdóttir Íris Kristín Smith Ósk Hauksdóttir Ragnhildur Hjartardóttir Silja Ísberg LÍNUMENN: Andrea Ósk Þorkelsdóttir Brynja Rögn Ragnarsdóttir Þóra Guðný Arnarsdóttir ÚTISPILARAR: Anamaria Gugic Ásdís Alexandersdóttir Lið Aftureldingar 2019-20 KOMNAR Anamaria Gugic frá Octeville (Frakklandi) Ásdís Alexandersdóttir frá HK Eva Aðalsteinsdóttir frá ÍBV Roberta Ivanauskaite frá Neck- arsulmer (Þýskalandi) Silja Ísberg frá ÍR Telma Rut Frímannsdóttir, úr námsleyfi FARNAR Ásta Margrét Jónsdóttir í Fjölni Drífa Garðarsdóttir í Gróttu (lán) Jónína Líf Gísladóttir í Gróttu Kyio Inage í japanskt félag Rakel Dóra Sigurðardóttir, hætt Selma Rut Sigurbjörnsdóttir í barnsburðarleyfi Breytingar á liði Aftureldingar  Liðið er óskrifað blað, með tvo útlendinga sem verður fróðlegt að sjá.  Afturelding er með blöndu af ungum og reynd- um leikmönnum.  Markmiðið er að halda sér í deildinni, sem getur alveg gengið.  Áhugavert: Að sjá hvort nýtt lið í deildinni nái að halda sér þar. Guðríður Guðjónsdóttir um lið Aftureldingar HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir U – FH U ................... 20.30 Í KVÖLD!  Stjarnan hefur lánað knattspyrnu- konuna Jasmín Erlu Ingadóttur til kýpversku meistaranna Apollon Li- massol. Hún getur spilað fyrsta leikinn með liðinu á sunnudaginn kemur og lánssamningurinn gildir til 31. mars en Stjarnan getur kallað Jasmín heim hvenær sem er eftir 15. janúar. Jasmín er 21 árs miðjumaður og var í byrj- unarliði Stjörnunnar í öllum leikjunum í úrvalsdeildinni í ár.  Fyrirliði kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, Natasha Anasi, hefur skrifað undir nýjan samning við félag- ið til tveggja ára. Hún var meðal bestu leikmanna úrvalsdeildarinnar í ár, varð m.a. í 2.-3. sæti í M-gjöf Morgunblaðs- ins, en ætlar að spila með Keflavík í 1. deildinni á næsta ári. Natasha er 28 ára gömul, er frá Bandaríkjunum en hefur leikið á Íslandi, með ÍBV og Keflavík, frá 2014.  Körfuknattleiksdeild Þórs Þorláks- hafnar hefur samið við Bandaríkja- manninn Vincent Bailey um að leika með liðinu í vetur. Bailey er 28 ára gamall framherji sem lék með Bon- court í svissnesku A-deildinni á síð- ustu leiktíð.  Haraldur Franklín Magnús er í fimmta sæti eftir fyrsta hring á Lind- bytvätten Masters-mótinu á Nordic Golf-mótaröðinni. Haraldur lék á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Eitt ogannað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.