Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 14

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Síða 14
14 S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R www.virk.is Það er mjög mikilvægt að þróa áfram samstarf við vinnustaði um allt land með það í huga að þeir verði öflugir þátttakendur í því verkefni að koma fleirum sem hafa skerta vinnugetu til starfa. Hér þarf bæði að aðstoða stjórnendur við að mæta þörfum eigin starfsmanna sem og taka á móti nýjum starfsmönnum með skerta starfsgetu. Rannsóknir og þróun Meðal hlutverka VIRK, samkvæmt skipu- lagsskrá, er „að vinna að gagnaöflun, rannsóknum og þróun endurhæfingar og tryggja að framkvæmd þeirra verði sem árangursríkust“. Í október samþykkti stjórn sjóðsins reglur um úthlutun styrkja úr Starfsendurhæfingarsjóði vegna rann- sóknarverkefna. Þessar reglur er að finna á heimasíðu sjóðsins. Í reglunum eru sett fram markmið og áherslur, ýmis skilyrði fyrir styrkveitingum auk ákvæða um fjárhæðir, umsóknarferli og afhendingu styrkja. Framkvæmdastjórn sjóðsins tekur ákvarðanir um styrkveitingar. Sérfræðingar sjóðsins hafa lagt áherslu á að afla gagna og þekkingar um fyrir- komulag stafsendurhæfingar erlendis og þá sérstaklega á Norðurlöndum ásamt Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Í þessari gagnaöflun hafa komið fram margar góðar hugmyndir sem hafa nýst í þróun á starfshæfnismati, þróun starfsaðferða og áherslna og við útgáfu upplýsinga- og fræðslubæklinga á vegum sjóðsins. Um höfundinn Vigdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs. Hún er hag- fræðingur að mennt, með framhalds- menntun á sviði mannauðsstjórnunar og alþjóðlega IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur starfað sem stjórnandi og verkefnastjóri stórra verkefna í atvinnulífinu í mörg ár og einnig stýrt fyrirtæki í heilbrigðisrekstri. Vigdís starfaði sem hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 1992-1999.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.