Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 51

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Page 51
51www.virk.is ATVINNULÍF vegna launakostnaðar og ekki síður vegna þess að með kerfisbundnum forvörnum er hægt að hafa áhrif á og takmarka þann fjölda einstaklinga sem hætta árlega á vinnumarkaði og fara á tímabundna eða varanlega örorku. Fjarvistastjórnun getur þannig verið fyrsta forvörn gegn keðju atvika og fjarvista sem geta leitt til tímabundinnar eða varanlegrar skerð- ingar á starfsgetu og lífsgæðum. Samanburður veikindafjavista milli landa og jafnvel milli fyrirtækja í sama landi er flókin, bæði vegna skorts á sameiginlegum skilgreiningum hugtaka og ekki síður vegna þess að áhrifa- þættir fjarvista eru margir og vægi þeirra mismunandi í ólíkum fyrirtækjum. Meðaltöl fjarvista á vinnumarkaði geta verið til viðmiðunar en réttmætasta leiðin til samanburðar er ætíð sú að bera saman svipuð fyrirtæki eða stofnanir í sömu starfsgrein og fylgjast með þróun í eigin fyrirtæki. Tengsl fjarvistastjórnunar við starfsendurhæfingu Starfsendurhæfing er ferli sem starfsmönnum með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa er boðið svo þeir geti komið aftur í vinnu eða verið áfram í vinnu. Aðferðir við vinnutengda starfsendurhæfingu eru í samræmi við þarfir starfsmannsins og eru framkvæmanlegar á vinnustaðnum. Þær geta falist í að starfsmaðurinn eigi kost á hlutastarfi, breyttum vinnutíma, vinnuumhverfi eða starfsskyldum í ákveðinn tíma. Slíkar aðgerðir auka líkur starfsmannsins á að halda vinnu sinni og launum þrátt fyrir skammtíma- eða langtímaveikindi eða slys. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á fjárhagslegan ávinning slíkra aðgerða auk þess sem vinnutengd starfsendurhæfing hefur jákvæð áhrif á starfsfólk, framleiðni og kostnað vegna nýliðunar og afleysinga og styttir þann tíma sem fólk er frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Árangur markvissrar fjarvistastjórnunar Mikilvægir eiginleikar stjórnenda í árangursríkri fjarvistastjórnun eru sam- skiptahæfileikar og samhygð. Þeir þurfa að geta talað við starfsmennina um endurkomu til vinnu og halda sambandi við þá sem eru í langtímafjarvist. Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur þurfa að trúa á getu sína til að taka á fjarvistum áður en þeir ná árangri í fjarvistastjórnun. Þeir þurfa líka að þekkja hlutverk sitt og ábyrgð og hafa fengið viðeigandi fræðslu. Lykillinn að árangursríkri fjarvistastjórnun er sanngirni, sveigjanleiki og skilningur á einstaklingsbundnum kringumstæðum. Það er engin skynsemi að „meðhöndla“ einhvern með fótbrot eða bakverki á sama hátt og þann sem hefur eins dags fjarvistamynstur. Til að stjórna fjarvistum á árangursríkan hátt þarf stjórnandinn fyrst og fremst að nota góða dómgreind og skipuleg vinnubrögð. Án þessa hættir stjórnendum til að verða stífir og ósveigjanlegir í fjarvistastjórnun og nota reglur og aga á óviðeigandi hátt. Þess háttar hegðun vekur tortryggni og mótþróa og gerir starfsfólk mótfallið fjarvistastefnunni sem slíkri. Í rannsókn E. Tompa og fleiri18 kom í ljós að leiðir sem voru bæði árangursríkar og fjárhagslega hagkvæmar fólu í sér: Að vinnustaður hafði fljótt samband • við starfsmanninn Boð um vinnuaðlögun • Samvinnu vinnustaðar og • heilbrigðiskerfis (meðferðaraðila/ læknis) Vinnuvistfræðilegt mat á vinnustað • starfsmanns Raunhæfa áætlun um endurkomu • til vinnu. Vinnustaðir þurfa að leggja áherslu á þjálfun stjórnenda svo þeir hafi öryggi og þekkingu á fjarvistastjórnun. Traust og velvilji eru taldir grundvallarþættir í árangursríkri endurkomu til vinnu auk þess að vinna gegn félagslegum og samskiptalegum hindrunum. Að lokum er miklvægt að móta fjarvista- stefnu fyrirtækis og vinnuferla í samstarfi við alla hagsmunaaðila. Hún þarf að vera í samræmi við lög og reglur og allir starfsmenn þurfa að þekkja hana. Víða erlendis hafa verið stofnaðir þverfaglegir vinnuhópar eða nefndir til að móta stefnu fyrirtækisins í fjarvistastjórnun og til að styðja þann starfsmann eða þá stjórnendur sem eiga að fylgja henni eftir. Um höfundinn Ingibjörg Þórhallsdóttir er sérfræðingur hjá VIRK. Hún er kennari og hjúkrunar- fræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í notkun upplýsingatækni við gerð kennsluefnis frá Háskólanum í Iowa og framhaldsnám í stjórnun heilbrigðisstofnana frá sama skóla. Hún er ennfremur með meistaragráðu í Rannsóknum á heilbrigðisþjónustu og heilsuhagfræði frá Erasmushá- skólanum í Hollandi. Hún hefur starfað sem stjórnandi, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum og verið lektor við heilbrigðis-, hjúkrunarfræði- og lýðheilsudeildir háskólanna í Reykjavík og á Akureyri og stundakennari við Endurmenntunarstofnun.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.