Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 51

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 51
51www.virk.is ATVINNULÍF vegna launakostnaðar og ekki síður vegna þess að með kerfisbundnum forvörnum er hægt að hafa áhrif á og takmarka þann fjölda einstaklinga sem hætta árlega á vinnumarkaði og fara á tímabundna eða varanlega örorku. Fjarvistastjórnun getur þannig verið fyrsta forvörn gegn keðju atvika og fjarvista sem geta leitt til tímabundinnar eða varanlegrar skerð- ingar á starfsgetu og lífsgæðum. Samanburður veikindafjavista milli landa og jafnvel milli fyrirtækja í sama landi er flókin, bæði vegna skorts á sameiginlegum skilgreiningum hugtaka og ekki síður vegna þess að áhrifa- þættir fjarvista eru margir og vægi þeirra mismunandi í ólíkum fyrirtækjum. Meðaltöl fjarvista á vinnumarkaði geta verið til viðmiðunar en réttmætasta leiðin til samanburðar er ætíð sú að bera saman svipuð fyrirtæki eða stofnanir í sömu starfsgrein og fylgjast með þróun í eigin fyrirtæki. Tengsl fjarvistastjórnunar við starfsendurhæfingu Starfsendurhæfing er ferli sem starfsmönnum með skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa er boðið svo þeir geti komið aftur í vinnu eða verið áfram í vinnu. Aðferðir við vinnutengda starfsendurhæfingu eru í samræmi við þarfir starfsmannsins og eru framkvæmanlegar á vinnustaðnum. Þær geta falist í að starfsmaðurinn eigi kost á hlutastarfi, breyttum vinnutíma, vinnuumhverfi eða starfsskyldum í ákveðinn tíma. Slíkar aðgerðir auka líkur starfsmannsins á að halda vinnu sinni og launum þrátt fyrir skammtíma- eða langtímaveikindi eða slys. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á fjárhagslegan ávinning slíkra aðgerða auk þess sem vinnutengd starfsendurhæfing hefur jákvæð áhrif á starfsfólk, framleiðni og kostnað vegna nýliðunar og afleysinga og styttir þann tíma sem fólk er frá vinnu vegna veikinda eða slysa. Árangur markvissrar fjarvistastjórnunar Mikilvægir eiginleikar stjórnenda í árangursríkri fjarvistastjórnun eru sam- skiptahæfileikar og samhygð. Þeir þurfa að geta talað við starfsmennina um endurkomu til vinnu og halda sambandi við þá sem eru í langtímafjarvist. Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur þurfa að trúa á getu sína til að taka á fjarvistum áður en þeir ná árangri í fjarvistastjórnun. Þeir þurfa líka að þekkja hlutverk sitt og ábyrgð og hafa fengið viðeigandi fræðslu. Lykillinn að árangursríkri fjarvistastjórnun er sanngirni, sveigjanleiki og skilningur á einstaklingsbundnum kringumstæðum. Það er engin skynsemi að „meðhöndla“ einhvern með fótbrot eða bakverki á sama hátt og þann sem hefur eins dags fjarvistamynstur. Til að stjórna fjarvistum á árangursríkan hátt þarf stjórnandinn fyrst og fremst að nota góða dómgreind og skipuleg vinnubrögð. Án þessa hættir stjórnendum til að verða stífir og ósveigjanlegir í fjarvistastjórnun og nota reglur og aga á óviðeigandi hátt. Þess háttar hegðun vekur tortryggni og mótþróa og gerir starfsfólk mótfallið fjarvistastefnunni sem slíkri. Í rannsókn E. Tompa og fleiri18 kom í ljós að leiðir sem voru bæði árangursríkar og fjárhagslega hagkvæmar fólu í sér: Að vinnustaður hafði fljótt samband • við starfsmanninn Boð um vinnuaðlögun • Samvinnu vinnustaðar og • heilbrigðiskerfis (meðferðaraðila/ læknis) Vinnuvistfræðilegt mat á vinnustað • starfsmanns Raunhæfa áætlun um endurkomu • til vinnu. Vinnustaðir þurfa að leggja áherslu á þjálfun stjórnenda svo þeir hafi öryggi og þekkingu á fjarvistastjórnun. Traust og velvilji eru taldir grundvallarþættir í árangursríkri endurkomu til vinnu auk þess að vinna gegn félagslegum og samskiptalegum hindrunum. Að lokum er miklvægt að móta fjarvista- stefnu fyrirtækis og vinnuferla í samstarfi við alla hagsmunaaðila. Hún þarf að vera í samræmi við lög og reglur og allir starfsmenn þurfa að þekkja hana. Víða erlendis hafa verið stofnaðir þverfaglegir vinnuhópar eða nefndir til að móta stefnu fyrirtækisins í fjarvistastjórnun og til að styðja þann starfsmann eða þá stjórnendur sem eiga að fylgja henni eftir. Um höfundinn Ingibjörg Þórhallsdóttir er sérfræðingur hjá VIRK. Hún er kennari og hjúkrunar- fræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í notkun upplýsingatækni við gerð kennsluefnis frá Háskólanum í Iowa og framhaldsnám í stjórnun heilbrigðisstofnana frá sama skóla. Hún er ennfremur með meistaragráðu í Rannsóknum á heilbrigðisþjónustu og heilsuhagfræði frá Erasmushá- skólanum í Hollandi. Hún hefur starfað sem stjórnandi, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum og verið lektor við heilbrigðis-, hjúkrunarfræði- og lýðheilsudeildir háskólanna í Reykjavík og á Akureyri og stundakennari við Endurmenntunarstofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.