Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Side 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Side 53
53www.virk.is ATVINNULÍF Veikindafjarvistir á Norðurlöndum Svava Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Það sem getur haft áhrif á það hvort starfsmenn skrái sig veika eða komi til vinnu þrátt fyrir slappleika er starfsánægja, viðhorf til veikinda og viðhorf til stjórnenda. Inngangur Veikindafjarvistir á Norðurlöndunum jukust verulega á seinni hluta tíunda áratugarins og í byrjun 21. aldarinnar. Tíðni veikindafjarvista í Svíþjóð og Noregi jókst mjög á tímabilinu 1999- 2003. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku en aukningin var ekki eins mikil. Á Norðurlöndunum eiga veikindafjarvistir í sífellt auknum mæli rót sína að rekja til geðrænna vandamála. Árið 2002 var 59% kostnaðar vegna veikindadaga á Norðurlöndum vegna geðraskana og einkenna frá stoðkerfi. Sambærileg þróun er í öðrum Evrópulöndum. Þróun veikindafjarvista tengist samspili milli heilsu og líðanar starfsmanna og þeim kröfum sem gerðar eru á vinnustað.1 Í nýlegri skýrslu frá 2008 um samanburð veikindafjarvista á Norðurlöndunum kemur fram að veikindafjarvistir starfsmanna í Svíþjóð og Noregi á tímabilinu 1990-2006 voru fleiri og sveiflukenndari milli ára en í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Meira en tíunda hver manneskja á vinnufærum aldri hefur í seinni tíð hætt á vinnumarkaði og farið á örorku í Noregi og Svíþjóð en um 7-8 % á hinum Norðurlöndunum.2 Samkvæmt sömu skýrslu var hlutfall veikindafjarvista á Íslandi hjá starfsmönnum á aldrinum 20–64 ára um 2% á tímabilinu 2005-2006 og er þá miðað við upplýsingar frá Tryggingarstofnun Ríkisins (TR). Þessar upplýsingar gefa hins vegar ekki rétta mynd af stöðunni hér á landi þar sem TR hefur einungis mjög takmarkaðar upplýsingar um fjarvistir vegna veikinda hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Í Danmörku voru veikindafjarvistir almennt undir 2% og um 2,5% í Finnlandi. Hlutfall fjarvista í Noregi og Svíþjóð var um 3,8%- 4,4% á tímabilinu 2001-2003, en lækkaði talsvert á árunum 2004-2006, eða var um 3,3%-3,5%. Á sama tíma hefur hlutfall veikinda í Danmörku og á Íslandi hækkað, en staðið nokkuð í stað í Finnlandi. Slík þróun hélt síðan áfram árið 2007 í öllum löndunum nema í Svíþjóð þar sem tíðni veikindafjarvista hélt áfram að lækka. Í töflu 1. má sjá hlutfall veikindafjarvista hjá starfsmönnum 20-64 ára árið 2007 á Norðurlöndunum fyrir utan Ísland.3 Tafla 1. Hlutfall veikindafjarvista hjá starfsmönnum 20-64 ára árið 2007 Danmörk 2,5 Finnland 2,6 Noregur 3,9 Svíþjóð 3,0 Land Veikindafjarvistir árið 2007 (%)

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.