Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 53

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2010, Blaðsíða 53
53www.virk.is ATVINNULÍF Veikindafjarvistir á Norðurlöndum Svava Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Það sem getur haft áhrif á það hvort starfsmenn skrái sig veika eða komi til vinnu þrátt fyrir slappleika er starfsánægja, viðhorf til veikinda og viðhorf til stjórnenda. Inngangur Veikindafjarvistir á Norðurlöndunum jukust verulega á seinni hluta tíunda áratugarins og í byrjun 21. aldarinnar. Tíðni veikindafjarvista í Svíþjóð og Noregi jókst mjög á tímabilinu 1999- 2003. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku en aukningin var ekki eins mikil. Á Norðurlöndunum eiga veikindafjarvistir í sífellt auknum mæli rót sína að rekja til geðrænna vandamála. Árið 2002 var 59% kostnaðar vegna veikindadaga á Norðurlöndum vegna geðraskana og einkenna frá stoðkerfi. Sambærileg þróun er í öðrum Evrópulöndum. Þróun veikindafjarvista tengist samspili milli heilsu og líðanar starfsmanna og þeim kröfum sem gerðar eru á vinnustað.1 Í nýlegri skýrslu frá 2008 um samanburð veikindafjarvista á Norðurlöndunum kemur fram að veikindafjarvistir starfsmanna í Svíþjóð og Noregi á tímabilinu 1990-2006 voru fleiri og sveiflukenndari milli ára en í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Meira en tíunda hver manneskja á vinnufærum aldri hefur í seinni tíð hætt á vinnumarkaði og farið á örorku í Noregi og Svíþjóð en um 7-8 % á hinum Norðurlöndunum.2 Samkvæmt sömu skýrslu var hlutfall veikindafjarvista á Íslandi hjá starfsmönnum á aldrinum 20–64 ára um 2% á tímabilinu 2005-2006 og er þá miðað við upplýsingar frá Tryggingarstofnun Ríkisins (TR). Þessar upplýsingar gefa hins vegar ekki rétta mynd af stöðunni hér á landi þar sem TR hefur einungis mjög takmarkaðar upplýsingar um fjarvistir vegna veikinda hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Í Danmörku voru veikindafjarvistir almennt undir 2% og um 2,5% í Finnlandi. Hlutfall fjarvista í Noregi og Svíþjóð var um 3,8%- 4,4% á tímabilinu 2001-2003, en lækkaði talsvert á árunum 2004-2006, eða var um 3,3%-3,5%. Á sama tíma hefur hlutfall veikinda í Danmörku og á Íslandi hækkað, en staðið nokkuð í stað í Finnlandi. Slík þróun hélt síðan áfram árið 2007 í öllum löndunum nema í Svíþjóð þar sem tíðni veikindafjarvista hélt áfram að lækka. Í töflu 1. má sjá hlutfall veikindafjarvista hjá starfsmönnum 20-64 ára árið 2007 á Norðurlöndunum fyrir utan Ísland.3 Tafla 1. Hlutfall veikindafjarvista hjá starfsmönnum 20-64 ára árið 2007 Danmörk 2,5 Finnland 2,6 Noregur 3,9 Svíþjóð 3,0 Land Veikindafjarvistir árið 2007 (%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.