Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 10
með tiltölulega einföldum ráðleggingum eða inngripi heilbrigðisþjónustunnar og ekki þarf starfsendurhæfingu til. Starfsendurhæfing er yfirleitt ekki nauðsyn- leg eða viðeigandi nema vandinn sé marg- þættur og að til staðar séu hindranir sem koma í veg fyrir vinnumarkaðsþátttöku. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á það að ef einstaklingar fá of viðamikið inn- grip of snemma, t.d. þjónustu þverfaglegra teyma þegar vandi einstaklings er ekki flókinn þá getur slíkt inngrip haft neikvæð áhrif og lengt þann tíma sem einstaklingur er frá vinnumarkaði vegna heilsubrests. Það skiptir því öllu máli hér að veita viðeigandi þjónustu á réttum tíma. Það hefur einnig átt sér stað talsverð umræða um þörf á tilvísun frá lækni inn í þjónustu VIRK og þar hafa verið uppi mismunandi sjónarmið. Það er ljóst að krafa um tilvísun frá lækni getur lengt þann tíma sem það tekur einstakling að komast í þjónustu VIRK því það tekur í dag talsverðan tíma að komast að hjá lækni. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur það að tilvísun læknis er nauðsynleg til að ráðgjafar og sérfræðingar hjá VIRK geti áttað sig á eðli heilsubrestsins og hvernig starfsendurhæfingarþjónusta er viðeigandi út frá stöðu hvers og eins. Starfsendurhæfing verður að vinnast í nánu samstarfi við lækni viðkomandi einstaklings til að öryggi þjónustunnar sé tryggt. Að öðrum kosti gætu menn beint einstaklingum í úrræði sem gætu ógnað heilsu og velferð viðkomandi einstaklings. Á þeim árum sem liðin eru þá hefur almennt byggst upp mjög gott samstarf milli VIRK og lækna um allt land og þeir eru almennt orðnir betur meðvitaðir um eðli þjónustu VIRK. Hvert á hlutverk VIRK að vera í mati á starfsgetu einstaklinga? Ljóst er að VIRK ber ekki ábyrgð á að meta rétt einstaklinga til framfærslu í veikindum en hvernig á að tengja saman upplýsingar úr endurhæfingarferli einstaklinga við mat á starfsgetu og rétti til framfærslu og hvaða hlutverk hefur VIRK í að meta starfsgetu einstaklinga? Frá upphafi hefur VIRK unnið að þróun starfsgetumats sem hefur bæði það hlutverk að meta stöðu einstaklinga í endurhæfingarferli og getu þeirra til launaðra starfa í lok endurhæfingarferils. Starfsgetumat hjá VIRK er því mun víð- tækara mat en þær matsaðferðir sem hafa verið notaðar hér á landi til að meta rétt einstaklinga til örorkulífeyris. Niðurstaða úr starfsgetumati hjá VIRK getur vel verið mikilvægur hluti af þeim upplýsingum sem framfærsluaðilar styðjast við þegar metinn er réttur til lífeyris en sá aðili sem ber ábyrgð á að greiða einstaklingi lífeyri eða aðrar bætur tekur alltaf sjálfstæða ákvörðun út frá þeim reglum sem eru í gildi á hverjum tíma. Það er einnig mikilvægt að hafa í huga í allri umræðu um starfsgetumat að ekki er raunhæft að ræða um breytingu á matsaðferðum án þess að það sé sett í samhengi við virkni þess stuðnings- og velferðarkerfis sem er til staðar. Þannig kalla breyttar matsaðferðir með áherslu á starfsgetumat á aukna þjónustu bæði í starfsendurhæfingu og vinnumiðlun fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Innleiðing starfsgetumats krefst þess einnig að unnið sé að viðhorfsbreytingu í samfélaginu í þá átt að öllum sé tryggð þátt- taka og stuðningur og að nægt rými sé fyrir Það er því eðlilegt að aðilar vinnu- markaðarins hér á landi beri ábyrgð á starfsendur- hæfingarþjónustu og í raun er það forsenda fyrir því að tryggja snemmbært inngrip í starfsendurhæf- ingu hér á landi.“ FAGMENNSKA 10 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.