Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 12
hrekjast af vinnumarkaði vegna heilsu- brests. Öflugar forvarnir og heilsuefling á vinnustöðum geta því komið í veg fyrir að einstaklingar þurfi á starfsendurhæfingu að halda. VIRK hefur ekki lögbundið hlutverk í forvörnum heldur liggur það hjá Vinnueftirliti ríkisins. Í skipulagsskrá VIRK er hins vegar opnað á þann möguleika að VIRK geti tekið þátt í verkefnum sem snúa að eflingu forvarna og velferðar á vinnustöðum. Slík verkefni hafa verið í gangi hjá VIRK og hafa skilað bæði þekkingu og reynslu sem og ýmsum afurðum sem stjórnendur og starfsmenn á vinnustöðum hafa getað nýtt Allar mælingar sem gerðar hafa verið á árangri VIRK sýna mjög jákvæða niðurstöðu hvort heldur sem litið er á líðan og lífsgæði einstaklinganna eða fjárhagslegan ávinning fyrir einstaklinga og samfélag.“ starfseminnar. Dæmi um það er skrásetning á framfærslustöðu og stöðu á vinnumarkaði í upphafi og lok þjónustu, þjónustukannanir og ýmis konar mælingar á líðan einstaklinga í þjónustu. Einnig hefur á undanförnum árum verið skipulega hringt í einstaklinga sem hafa lokið þjónustu og þeir spurðir út í framfærslustöðu sína í allt að þrjú ár eftir lok þjónustu. VIRK hefur einnig fengið Talnakönnun sem utanaðkomandi aðila til að leggja mat á árangur VIRK með tryggingastærðfræðilegum aðferðum. Hér aftar í ársritinu er að finna upplýsingar um mat á árangri VIRK út frá ýmis konar gögnum og forsendum. Óhætt er að segja að niðurstaðan sé í heild sinni mjög jákvæð. Allar mælingar sem gerðar hafa verið á árangri VIRK sýna mjög jákvæða niðurstöðu hvort heldur sem litið er á líðan og lífsgæði einstaklinganna eða fjárhagslegan ávinning fyrir einstaklinga og samfélag. Árangur VIRK og nýgengi örorku Það er eðlilegt að menn skoði samhengi milli starfsemi VIRK og þróun á örorku á Íslandi þar sem eitt af markmiðum með stofnun VIRK var að draga úr líkum á því að einstaklingar færu af vinnumarkaði á örorku. Það er hins vegar ekki einfalt að meta árangur VIRK í þessu samhengi því við vitum aldrei hvernig sviðsmyndin hefði orðið ef VIRK væri ekki til staðar. Hefði þróun á sér. Dæmi um þetta er verkefnið „Virkur vinnustaður“ en nánari upplýsingar um það er að finna á vefsíðu VIRK. Stjórn VIRK hefur nú nýlega ákveðið að fara af stað með nýtt þróunarverkefni til þriggja ára þar sem markmiðið er að hafa áhrif á bæði viðhorf og breytni stjórnenda og einstaklinga í atvinnulífinu með það að markmiði að koma í veg fyrir að einstaklingar hrökklist af vinnumarkaði vegna afleiðinga heilsubrests. Einnig verður unnið að því að auka þekkingu, stuðning, fræðslu og rannsóknir á sviði forvarna á vinnustöðum. Leitað verður eftir samstarfi við fleiri aðila í þessu verkefni. Mat á árangri VIRK Það er flókið að meta árangur starfs- endurhæfingar því erfitt er að segja til um hver hefðu orðið afdrif einstaklinganna ef þjónustunnar hefði ekki notið við. Besta leiðin væri því ef unnt væri að bera saman tvo alveg sambærilega hópa þar sem annar fengi þjónustu en hinn ekki. Þessa leið er ekki mögulegt að fara þegar árangur VIRK er metinn því VIRK ber lögum samkvæmt að veita þjónustu til allra um allt land út frá tilteknum faglegum skilyrðum. VIRK hefur frá upphafi lagt áherslu á að safna saman gögnum sem geta orðið grunnur að ýmis konar mati á árangri METNAÐUR 12 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.