Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 28
telja almennt mikilvægt að umsækjandi sé með þá þekkingu sem óskað er eftir í starfið og að hann hafi upplýsingar um hver starfsgeta einstaklingsins er. Einnig finnst honum mikilvægt að eiga góð og stöðug samskipti við atvinnulífstengil eða sérfræðinga sem hægt er að leita til ef einhver vandamál koma upp á vinnustaðnum13. Stærð skiptir máli Rannsakendur hafa bent á að hugsanleg tengsl séu milli stærðar vinnustaðarins og viðhorfa vinnuveitenda til einstaklinga með skerta starfsgetu, en almennt virðist sem vilji til að ráða starfsmann með skerta starfsgetu aukist með aukinni stærð vinnustaðarins15,16. Vinnuveitendur í smærri fyrirtækjum litu frekar á einstaklinga með skerta starfsgetu sem óhæfari og ólíklegri til að geta framkvæmt verkefnin á skilvirkan hátt samanborið við vinnuveitendur hjá stærri fyrirtækjum þar sem starfsmenn með skerta starfsgetu voru líklegri til að vera samþykktir. Jákvætt viðhorf vinnuveitenda og opið við- mót á vinnustað gagnvart slíkum ráðningum auk fyrri reynslu af því að ráða einstaklinga með skerta starfsgetu eru því helstu þættirnir sem hafa áhrif á hvort innkoma einstaklings með skerta starfsgetu á vinnustaðinn er jákvæð og árangursrík17. En jafnvel þó vinnuveitendur séu tilbúnir að ráða til sín einstaklinga með skerta starfsgetu og aðlaga vinnuumhverfið að getu þeirra þá geta aðrar hindranir haft áhrif á það ferli eins og t.d. ef ekki er til staðar inni á vinnustaðnum viðeigandi stuðningur við starfsmanninn eða ef fyrirtækið er mjög hagnaðardrifið þá geta vinnuveitendur verið undir auknu álagi18. Starfsmenn sem eru greindir með króníska sjúkdóma af geðrænum eða öðrum toga lenda stundum í þeim vanda að ráða illa við aðstæður sínar þegar þeir eru komnir í vinnu. Þá þurfa þeir að ákveða hvort þeir segi yfirmanni sínum eða samstarfsfólki frá sínum sjúkdómi. Starfsmenn eru ekki skyldugir til að greina vinnuveitanda frá sjúkdómi sínum en það getur verið mikilvægt að upplýsa hann um aðstæður, sérstaklega ef um alvarlegan eða versnandi sjúkdóm er að ræða sem krefst eftirfylgdar og meðferðar sem starfsmaður þarf mögulega að sækja á vinnutíma19. Vinnuveitandinn getur einungis komið til til móts við starfsmanninn hvað varðar sveigjanleika og aðlögun á vinnustað ef hann veit hverjar skerðingarnar/hindr- anirnar eru, sérstaklega á vinnustöðum þar sem nauðsynlegur stuðningur er ekki til staðar. Ákveðinn ávinningur getur fylgt því að upplýsa um aðstæður eins og aukinn félagslegur stuðningur, tæknilegar breytingar á vinnustað og vinnuaðstöðu, sveigjanlegur vinnutími eða breytingar á verkefnum, en allt þetta getur stuðlað að stöðugri eða aukinni framleiðni og aukinni velferð inni á vinnustaðnum. Mögulegar neikvæðar afleiðingar tengjast hinsvegar viðbrögðum frá hinu félagslega vinnuumhverfi og lúta að félagslegu óöruggi, breyttri framkomu gagnvart starfsmanni, hann getur verið talinn vanhæfur og ekki eins duglegur og hinir, eða fordómar sem samstarfsmenn eða yfirmenn sýna og geta haft neikvæð áhrif á starfsferil einstaklingsins og jafnvel alla velferð hans20. Á vinnustöðum þar sem vinnustaðamenningin er þannig að hún ýtir undir traustvekjandi og jákvætt við- mót sem auðveldar umræðuna um heilsu og sjúkdóma á vinnustaðnum má koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar þess að upplýsa vinnustaðinn um ástæður skertrar starfsgetu og hindranir21. Atvinnulífstenglar eða ráðgjafar geta líka komið hér inn í ferlið og hjálpað til við fyrirhugaða upplýsingagjöf til vinnuveitanda og/eða samstarfsfólks. Atvinnulífstenglar gegna einnig mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að finna störf á almennum vinnumarkaði fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. Rannsóknir hafa sýnt að hæfni þeirra, sérstaklega þegar kemur að því að mynda traust samstarf við atvinnuleitandann, hefur sterkt forspárgildi fyrir hversu góðir þeir eru að finna vinnu fyrir einstaklinga sem eru með alvarleg geðræn vandamál22. En eins og áður hefur komið fram spilar vinnumenningin í fyrirtækjunum afar stórt hlutverk og hefur áhrif á hvernig starfsfólk þróar með sér tiltekna hegðun og viðhorf sem ýta undir jákvæðar móttökur starfsmanna með skerta starfsgetu. Lokaorð Vinnuveitendur gegna lykilhlutverki við ráðningar og stjórnun í fyrirtækjum og hafa því mikil áhrif á það að starfsmenn með skerta starfsgetu geti verið áfram í vinnunni. Framlag þeirra, viðhorf, skilningur og móttækileiki fyrir fjölbreytileika eru forsendur þess að einstaklingar með skerta starfsgetu geti tekið þátt á vinnumarkaði á árangursríkan hátt. Vinnuveitendur geta breytt og bætt hvernig tekið er á þessum málum hjá fyrirtækjunum með því að sýna forystu í verki og veita stuðning. Vinnu- markaður án aðgreiningar er vinnumarkaður þar sem allir geta tekið þátt óháð starfsgetu. Einstaklingar með skerta starfsgetu og starfsmenn sem afkasta minna hafa á Samfélagið hefur þannig þörf fyrir vinnustaði með aukið umburðarlyndi gagnvart einstaklingum með geðræn vandamál og önnur krónísk heilbrigðis- vandamál.“ 28 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.