Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 44
að gert í tilvikum þar sem starfsmenn áttu við langvinn veikindi að stríða. Segja má að VIRK sé að mestu séríslensk hugmynd – það er að stéttarfélög og atvinnurekendur taki höndum saman á þennan hátt. Fyrirkomulag varðandi veikindi starfsfólks á Íslandi er að mörgu leyti ólíkt því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hér á landi bera aðilar vinnumarkaðarins svo mikla ábyrgð. Fólk fær greidd laun í langan tíma frá atvinnurekanda en á hinum Norðurlöndunum tekur hið opinbera við launagreiðslum eftir tvær til þrjár vikur. Þarna er stór munur. Í Bandaríkjunum og Þýskalandi er til dæmis starfsendurhæfing tengd framfærslu fólks. Atvinnurekendur tryggja sig þá gagnvart veikindum starfsfólks. Tryggingafélögin sjá svo um starfsendurhæfinguna því þau bera ábyrgð á greiðslum. Það er eðlilegt hér á landi að aðilar vinnu- markaðarins sjái um starfsendurhæfingu því þeir bera svo mikla ábyrgð á greiðslum til starfsmanna í veikindum. Hér er langur veikindaréttur og einnig koma þarna inn í sjúkrasjóðir stéttarfélaganna. Þeir síðarnefndu greiða kannski áttatíu prósent af launum í sex mánuði eftir að veikindarétti lýkur. Loks eru það lífeyrissjóðirnir sem greiða háar upphæðir í örorkulífeyrisgreiðslur. Starfsemi VIRK er því ekki að erlendri fyrirmynd en eðlileg miðað við íslenskar aðstæður. Stofnun VIRK finnst mér bera vott um mikla framsýni hjá aðilum vinnumarkaðarins. Þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson áttu þarna stóran hlut að máli, brunnu fyrir því og lögðu mikið á sig til að koma stofnun VIRK á fót.“ Fyrstu starfsdrögin skrifuð á ælupoka frá Croatia Airlines Hvernig hófst starfsemi VIRK? „Ég hóf störf hjá VIRK 15. ágúst 2008. Starf framkvæmdastjóra þessa nýstofnaða endurhæfingarsjóðs hafði verið auglýst en ég var þá í ágætu starfi hjá Glitni – stýrði þar þjónustuborðI í upplýsingatækni og leið vel. Áður hafði ég um tíma verið í starfi sem mér líkaði ekki að öllu leyti. Ég hafði haft vit á að segja strax upp og fékk mjög fljótt starfið hjá Glitni. Ég var svo skamma stund atvinnulaus að ekki er hægt á neinn hátt að leggja það að jöfnu við erfiðleika sem margt fólk mátti reyna í kjölfar hrunsins eða af öðrum orsökum. Fann þó aðeins á eigin skinni hve gríðarlegt óöryggi fylgir að hafa ekki starf og hef því skilning á slíkum aðstæðum. Ég hafði satt að segja, þegar auglýsingin umrædda var birt, ekki hugmynd um að Glitnir stæði illa. Ég man að ég skoðaði auglýsingu eftir framkvæmdastjóra fyrir VIRK og hugsaði með mér að nánast allt það sem þar var óskað eftir ætti vel við mig. Leitað var að manneskju sem hefði reynslu Niðurskurður sem varð í kjölfar hrunsins í heil- brigðisgeiranum hefur til dæmis valdið því að við erum að fá til okkar hjá VIRK of veikt fólk. Það er vandi sem þarf að vinda ofan af í samstarfi við heilbrigðiskerfið.“ Við undirritun nýrrar skipulagsskráar fyrir Starfsendurhæfingarsjóð í janúar 2009. 44 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.